Leita í fréttum mbl.is

En hvað með reikninginn?

Lesfiminn í grunnskólanum er rannsökuð í þaula.En um reikninginn er ekki spurt.

 

"Um 36 prósent íslenskra grunnskólabarna ná ekki lágmarksviðmiðum í lesfimi, segja niðurstöður Menntamálastofnunar.

Lögð voru lesfimipróf fyrir 5.500 íslensk börn frá fyrsta og upp í tíunda bekk. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Niðurstöður Menntamálastofnunar sýna líka að óverulegar framfarir í lesfimi eru frá miðstigi til unglingastigs og lesfimi við lok grunnskóla er ábótavant.

Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri á matssviði Menntamálastofnunar, segir þetta áhyggjuefni. „Við fórum í heljarinnar vinnu og öfluðum upplýsinga frá framhaldsskólum, háskólum og þeim skólum sem hafa náð árangri í læsismálum um hvað séu eðlilegar væntingar um lesfimi. Síðan settum við almenn viðmið um færni nemenda. Þannig setjum við markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi, svo þeir séu undirbúnir fyrir kröfur á næstu stigum náms,“ segir Gylfi Jón."

Þorir enginn að spyrja um reikningsgetuna án þess að hafa síma?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Orð eru til alls fyrst, lestur er þá bara fyrir þá sem ekki muna það sem sagt var. ekki satt ?

Eðlisfræði er útskýrð með reikningi. En maður þarf ekki að kunna að reikna til að skilja eðlisfræði. Sumir sjá alveg í hendi sér hvort heyið í stæðunni kemst á vagninn. Hinir þurfa að reikna það út.

Einn besti "verkfræðingur" sem ég þekki er ekki skólagenginn, illa læs og hann kann ekkert að reikna. Hann er samt fær um að útbúa vélar og tæki með mikilli útsjónasemi sem stóru verkfræðistofurnar á íslandi gata á.

Þessi er með þetta

https://www.youtube.com/watch?v=73C-8jSSAWk

Guðmundur Jónsson, 21.11.2016 kl. 09:59

2 identicon

Hvað kosta t.d. öll lyfin sem fara í gegnum skólakerfið?  Þegar Speedy Gonzales er búinn að spæna í gegnum allt lesefnið þarf að sprauta hann niður aftur.  Aftur og aftur og aftur.  

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/21/sprenging_i_avisun_svefnlyfja_til_barna/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 13:57

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Orð eru til alls fyrst, segir gamalt máltæki. En sá sem ekki kann að lesa, eða hefur ekki öðlast hug til að lesa af forvitni, sá verður alltaf heimskur þó hann kunni að hlaða vagn öllum betur. Það er ekki alltaf sem kjánagangur og skætingur á við.Það kemur fyrir að orð þarf að nota til að vekja athygli á hættu.

Flest dýr gera þetta og þar með menn líka. En hvað gerist, þið fyrstu tvö í athugasemdum um mál þar sem höfundur telur þörf á vekja athygli á hættu, þá er farið að tala gáfulega um náttúrulega verkfræði og lærða verkfræði.

En málið er að lærða verkfræði lærir engin sem ekki kann að lesa, skrifa og reykkana. En náttúrulega verkfræðin er alltaf til staðar og bætir.

Ykkar framferði, hér í athugasemdum eitt og tvö, gerir það að verkum að menn letjast til að vekja athygli á hættum og hætta að hafa áhyggjur af pillum.   Ykkar er skömmin. 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.11.2016 kl. 19:02

4 identicon

Fíklaframleiðslan er hluti af menntastefnunni og því verður að taka þessar tölur með í reikninginn nú þegar kennarar krefjast hærri launa.  Hvað kostar þetta þjóðfélagið nú og hvað mun þetta kosta þjóðfélagið síðar?  Munu börnin krefjast bóta og/eða refsinga þegar fram líða stundir?  Þegar dæmið verður gert upp verður ekki fókuserað á börnin heldur hina fullorðnu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband