23.11.2016 | 22:47
Nefskattur til heilbrigðismála
er hugsanlega gjaldform sem fólk gæti sætt sig við.
Þorgerður Katrín kom á nefskatti sem rennur til RÚV sem flestir eru búnir að fá sig fullsadda á.17.800 kr. á þá sem gjaldfærir eru með 3800 fyrirtækjum. gefur 3.4 milljarða á ári. Auðvitað allt of lítið. 178.000 krónur á mann vantar.
Við vitum öll að heilbrigðiskerfi sveltur. Gætum við sætt okkur við tímabundið þjóðarátak til að rétta það við?
Allir stjórnmálaflokkarnir til vinstri einblína á útgerðina sem eigi að skattleggja. Uppsafnaður hagnaður útgerðarinnar frá hruni nemur 174 milljörðum. Uppsafnaður gróði bankanna af okurvöxtum sínum nemur 530 milljörðum. Heyrist eitthvað um það að þarna séu peningar sem hægt sé að ná í? Létta af almenningi einhverjum byrðum?
Meira en 1000 milljarðar liggja óhafnir hjá lífeyrissjóðunum í formi frestaðra skattgjalda. Peninga sem ríkinu virðist sama um þegar það horfir á lífeyrissjóðafurstana tapa risafjárhæðum í braski í útlöndum. Segja ekki einu sinni svei þér. Bara ef þeir væru látnir skila 35 milljörðum á ári er vandi heilbrigðiskerfisin leystur.
Benedikt flokkseigandi Viðreisnar talar um að borga niður skuldir ríkisins svo vaxtagreiðslur lækki? Með hverju ætlar hann að borga? Samfylkingin ætlar að sækja 330 milljarða til útgerðarinnar? Vantaði aðeins 46 atkvæði til að detta út af þingi fyrir þessa tillögu. Píratar ætla að borga öllum borgaralaun, hælisleitendum sem öðrum. Með hvaða peningum? Enginn spyr um útfærslur hjá þeim enda eru þeir álitnir fyrir neðan þá greind sem til þarf.
Þetta lið heldur saman í alvöru stjórnarmyndunarviðræður eins og þetta séu flokkar með einhverjar stefnur eða lausnir? Er kjósendur svona vitlausir að þeir láti bjóða sér svona dilletantismus? Er ríkisstjórn Íslands bara grín? Katrín virðist hafa fengið sig fullsadda af þessum 4 dellumökurum sem eru búnir að sýna það að þeir eru til einskis nýtir allir upp til hópa.
Það er bara einn raunhæfur möguleiki eftir til að mynda stjórn.
Stjórn sem getur gert eitthvað eins og að taka ákvarðanir um heilbrigðismál, hvort það er nefskattur eða sækja peninga sem liggja á glámbekk hjá lífeyrissjóðunum og bönkunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Að skaðlausu mætti leggja Ríkisútvarpið niður og láta nefskattinn renna í heilbrigðisþjónustuna. Það mætti jafnvel tvöfalda nefskattinn tímabundið, en af gamalli reynslu er það hættuleg aðferð þar sem orðið tímabundið þýðir varanlegt hjá misvitrum stjórnmálamönnum.
Eins má sækja þessar frestuðu skattgreiðslur til lífeyrissjóðanna, þeir vita hvort sem er ekki hvað þeir eiga að gera við allt það fé sem liggur hjá þeim og eiga í erfiðleikum með að ávaxta almennilega.
Það sama á við bankana þeir liggja með allt of mikið fé sem nýtist illa. Þessa fé kæmi heilbrigðis- og menntakerfinu betur, eins mætti nota góðan part af því í að bæta vegakerfi landsins sem er að springa undan offjölgun ferðamanna.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.11.2016 kl. 11:31
Margt athyglisvert í þessu hjá þér Tómas, en nú þarf fyrst og fremst að ráða fram úr bráðavanda heilbrigðiskerfisins EN leggja síðan ofuráherslu á að greiða niður skuldir ríkisins. Þá fyrst getum við farið að nota vaxtapeningana í annað.
Kristmann Magnússon, 24.11.2016 kl. 13:19
Við erum með menntakerfi sem framleiðir sjúklinga í massavís. Peningar geta alveg örugglega ekki læknað þetta óheilbrigðiskerfi.
http://www.visir.is/thrjar-milljonir-adhd-skammta-seldir-i-fyrra/article/2016161129432
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 14:43
Að mörgu leiti er þetta rétt hjá þér Elín. Það sem þarf að gera er að endurskilgreina um hvað menntakerfið á að snúast. Á það að snúast um það sð greina börn ADHD og hvað allar þessar greiningar nú heita, eða hvernig væri til að byrja með að hjálpa foreldrum að segja NEI við börn sín, setja þeim reglur og mörk sem þau þurfa að fara eftir.
Svo má nota skólakerfið í samráði við foreldra að greina þarfir barnsins, hjálpa því að skilgreina sig sjálft, hvaða námssvið hentar því og hjálpa því að þróast og þroskast á því sviði sem á við það. Það eru ekki öllum ætlað að fara í langskóla nám, sumum hentar betur annarskonar nám en bara bækur og páfagaukalærdómur.
Það þarf að skilgreina menntun upp á nýtt og sjálfsagt kostar það pening, en til þess þarf fólk sem vinnur með börnum, hefur skilning á þörfum þeirra og veit við hvað er að glíma, ekki bara einhverja "sérfræðinga" sem notast bara við einhverjar úreltar kenningar sem virka ekki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.11.2016 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.