26.11.2016 | 09:37
Íslenskt þjóðerni
Svo virðist sem hælisleitendavandinn vaxi enn á Íslandi. Hundruð slíkra streyma til landsins og þá mest frá ríkjum sem talin eru örugg.
Slíkt breytir ekki afgreiðslunni hérlendis. Lögregla er látin gera fyrstu skýrslur og vegna mannfæðar og fleira þá tekur slíkt verkefni marga daga. Síðan gerir Útlendingastofnun aðra skýrslu sem af sömu ástæðum tekur enn fleiri daga. Á meðan á þessu stendur þrengist skiljanlega yfirfullur húsnæðismarkaðurinn í landinu.
Allir virððast sjá vandann en enginn gerir neitt í þvi. Það er sama þótt bent sé á Noreg sem fyrirmynd, það er allt verklag á Íslandi helfrosið og engu hægt að breyta.
Íslendingar virðasr almennt ekki gera sér ljósan muninn á flóttamönnum og hælisleitendum. Við erum skuldbundnir að taka við kvótaflóttamönnum eftir alþjólegum samningum. Við erum ekki skuldbundinr að taka við hælisleitendum.
Þegar rætt er um flóttamenn birtast í hugum okkar hinna eldri gamlar myndir af Þjóðverjum 1945. Allslausu fólki á flótta undan hersveitum Rússa .Þennig er mynd okkar af flóttamanni sú, að um sé að ræða fólk sem er að forða sér frá bráðri lífshættu frá grimmilegum óvini. Svo háttar yfirleitt til í veröldinni, að gnægð er af fólki, sem uppfyllir þessi skilyrði.
Hingað komu fyrir áratug svonefndar flóttakonur frá Kólumbíu. Örugglega tilheyrðu þær ekki hinum opinbera 200.000 manna flóttamannahópi, sem Flóttamannastofnun S.Þ. skilgreindi sem slíka komuárið 2006 Hvernig skyldu þessar konur hafa aðlagaðst Íslandi? Um það má ekki ræða upphátt og engar upplýsingar eru gefnar.
Þegar þessar konur komu var Kólumbía skilgreind sem lýðræðisríki með margt á pari við Íslendinga, t.d. fjölda farsíma osfrv. Þar er mikill iðnaður, bæði textiliðnaður, sementsframleiðsla, olíuiðnaður og glæsilegur byggingariðnaður. Margar borgir í Kólumbíu eru með þeim glæsilegustu í heimi. Kólumbía var þá í 28. sæti þjóðartekna í heiminum. Þar er blómlegur ferðamannaiðnaður og má til dæmis lesa ferðasögur Íslendinga frá landinu á netinu. Þeir láta mikið af landinu, fegurð þess og viðmóti fólksins. Lífið í Medellín líkar þeim hið besta þó okkar fjölmiðlar hafi ekki getið þess að í þeirri borg væri annað en blóðugir eiturlyfjabarónar. Kólumbía er ferðamannaland, sem Íslendingar ættu að kynna sér nánar. Þjóðartekjur eru hinsvegar mun lægri í Kólumbíu en hér á landi þar sem mikill fjöldi índíána lifir við fornaldarskilyrði og vilja ekki annað. Meðaltekjur eru þó á sjöundaþúsund bandaríkjadollarar, sem er hátt miðað við t.d. Afríkulöndin. Vinnu virðast flestir geta fengið sem á annað borð geta eða vilja. Kólumbía er frjósamt land og þar vex flest sem arð gefur. Líka kókaplantan, sem mestan arðinn gefur af þeim plöntum, sem nú eru ræktaðar í heiminum allt frá Afganistan til Andesfjalla. Hvað á fátækt fólk að gera sér til bjargar? Bush Bandaríkjaforseti reynir að kaupa stjórnmálamenn í Kólumbíu til að brenna akrana. En borgar svo lítð utan biflíusproks og hefðbundins lýðræðishjals, að fólkið velur fremur það sem í magann má láta. Hverjir skyldu vera bjargvættir litla mannsins í Kólumbíu? Kókaínsalarnir auðvitað.
Alveg eins og AlCapone var veitull menningarsinni í Chicago á bannárunum, þá verða þeir vinsælir af alþýðu því þeir veita verðmætum inní samfélagið og gera opinber góðverk. Alveg eins og íslenzkir stjórnmálamenn gera þegar þeir kaupa til dæmis nýja Grímeyjarferju fyrir peninga frá fólkinu sjálfu. Það verða því skiljanlega stjórnmálaátök um slík efnahagsmál og klögumálin ganga auðvitað á víxl bæði hér og þar. Kólumbía er fjölmennt ríki, , 45 milljónir manna og landið sjálft er ellefu sinnum stærra en Ísland. Fáfræði og fátækt er meðal frumbyggja landsins og eru þeir ekki öfundverðir. En landið og fólkið er frjálst og geta menn borið það saman við Kúbu, þar sem hvorugt er og allir eru jafn fátækir nema glæpamennirnir í stjórnarráðinu og svo hinir á götunum.
Vissulega er ástæða til að hafa samúð með fólki sem býr við fátækt og ömurleg lífsskilyrði. En dæmið er svo stórt að engin getur náð yfir það með sinni samúð.Það eru milljónir og aftur milljónir manna á þessari jörð, sem búa við þvílíka örbirgð að íslenzkur útigangsmaður lifir í allsnægtum miðað við það. Mikið af örbirgðinni er beinlíns afleiðing af gjörðum glæpamannanna, sem fara með illa fengin völd í ríkjunum. Getum við Íslendingar ekki gert okkur ljóst, að við getum ekki leyst vandamál heimsins, jafnvel þó að við gefum upp allt landið okkar Ísland og allar veraldlegar eigur með?
Af hverju tekur Lichtenstein ekki á móti innflytjendum eða flóttamönnum. En selur efnafólki ríkisfang í staðinn ? Hvernig eigum við Íslendingar að leysa öll vandamál heimsins, sem margfaldast á hverjum áratug með stjórnlausri fólksfjölgun jarðarbúa?
Hversvegna viljum við endilega búa til sömu vandamál á Íslandi og Danir og Stór-Svíarnir eru búnir að gera hjá sér? Hvað þá þýzkir með Tyrkina? Viljum við virkilega fá söfnuði múhameðskra Araba hér á landi, sem verða eins sjarjaþenkjandi gegn hinu nýja föðurlandi eins og arabisk-nýdanski þingframbjóðandinn í shadornum, sem vildi láta drepa danska hermenn í Írak og Afganistan?
Mér finnst að Íslendingar eigi að velja þá innflytjendur vandlega , sem við kærum okkur um, Velja fremur fólk, sem líkist okkur og er líklegt til að samlagast okkur. Velja að það sé bæði menntað og heilbrigt og af menningarstigi, sem getur heldur bætt okkar eigið. Við höfum ekkert að gera við súdanska stríðsmenn eða arabiska vígamenn hingað. Slíkt fólk verður bara til vandræða.Ómenntað fólk frá örbirgðarlöndum á heldur ekkert annað erindi við okkur en að sjúga íslenskar skattkýr. Við eigum alveg nóg með okkur sjálf og margt er okkar samfélagi til stórrar skammar, sem ekki batnar ef við þynnum stórkostlega út mann- og þjóðarauðinn. Svo finnst mér að við hljótum líka að bera einhverja ábyrgð gagnvart landinu okkar, menningarsögu og framtíð afkomendanna. Ein kynslóð Íslendinga ætti ekki að geta gefið landið frá sér til frambúðar, hversu blinduð hún er af eigin ágæti.
Innflytjendur eru ekki safnorð. Sumir innflytjendur eru æskilegir en aðrir eru það alls ekki. Og fyrir alla muni hættum að telja alla farandverkamenn efnivið í Íslendinga. Það eru forréttindi að vera Íslendingur og með það ríkisfang ber að fara af ítrustu sparsemi og yfirvegun. Fólk á að geta komið hingað og unnið svo lengi sem vinnu er að hafa. Svo getur fólkið bara farið heim aftur nema það vilji endilega samlagast okkur og sé reiðubúið að semja sig að okkar lögum, siðum og menningu.
Mér finnst að við Íslendingar eigum að hugsa jafn vel um auðlindina íslenzkt þjóðerni og þorskkvótann. Hinu fyrrnefnda er hægt að tapa endanlega með fíflaskap.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór: sem jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Þetta hafðist - upp úr Andskotans opingáttar stefnu þeirra óyndis lagsmanna:: Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, með EES/ Schengen glæfraskap- og æfintýramennzku, á 10. áratug síðustu aldar / sem og svo margur annar óskundi.
Það er ekki að undra: að sumir landsmenn hossi þessum flónum, enn þann dag í dag.
Ekki minnist ég þess t.d. - að þeir Davíð og Jón Baldvin, fremur en aðrir lagsamanna þeirra, fyrr né síðar:: hugmyndafræðilega, hafi borið fram nein sérstök mótmæli, við sívaxandi hingaðkomu villimanna Múhameðs og attaníossa hans, sunnan frá Saúdí- Arabíu, og víðar, af þeim slóðum.
T.d.: í Ungverjalandi (einu hinna þróttmiklu Visegrad ríkja Mið og Austur- Evrópu) fetar núverandi leiðtogi Ungverja, Viktor Orban slóð Miklósar heitins Horthy Aðmíráls (1868 - 1957), eins öflugusta frammámanna þjóðernissinna þarlendis á sinni tíð, í að halda í skefjum plágu liðinu, frá Mið- Austurlöndum og nágrenni, á sama tíma, og ALLIR þingflokkar hérlendir, bjóða sorphaugaliðinu sunnan og austan úr eyðimarka ríkjunum velkomið, hingað til lands.
Nær hefði Íslendingum verið - að veita Íslenzku þjóðfylking unni og Flokki fólksins öflugra brautargengi, í kosningunum 29. Október s.l., Verkfræðingur góður !
Þá værum við kannski: að sjá breyttari Heimsmynd, hér heima fyrir: mögulega, Halldór minn.
Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2016 kl. 12:54
.... rétt: að fram komi, að Miklós Horthy Aðmíráll, gengdi stöðu Ríkisstjóra Konungsríkisins Ungverjalands, af myndarskap og djörfung, árin 1920 - 1944, eftir fall Austurísk- Ungverska Keisaradæmisins, við lok styrjaldarinnar (1914 - 1918).
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2016 kl. 14:14
Þú fitjar hér upp á mjög athyglisverðu umræðuefni en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú meinar með ýmsum af hugtökunum sem þú nefndir og færslan skilur bara eftir skilaboðin um "Æ, nei, ekki fleiri útlendinga".
Þú nefnir flóttamenn og hælisleitendur og innflytjendur og farandverkamenn og virðist tilbúinn til að hleypa inn þeim "innflytjendum" sem passa inn í skilgreininguna:"fólk sem líkist okkur og er líklegt til að samlagast okkur og er "Menntað og heilbrigt og af menningarstigi sem getur heldur bætt við okkar eigið".
Hvaða menningarstig þurfa innflytjendur, að þínum dómi, að hafa að hafa til að geta bætt við okkar eigið menningarstig?
Agla, 26.11.2016 kl. 16:56
Agla,
Til dæmis kristnir menntaðir Pólverjar.
Halldór Jónsson, 26.11.2016 kl. 20:02
Góð grein. Ef stjórnendur þessa ríkis væru jafnvel gefnir og í löndum sunnar miðjarðahafs og ekki þurfa þeir einusinni að vera mjög vel gefnir til þess en ef þá gætu þeir deportað alla sem eru ekki með bólusetninga passa. Það fer engin suður fyrir miðjarðahafið nema með nokkrar bólusetningar en hér taka þeir við öllum sýkingum sem til eru í veröldinni með þessum flóttamönnum og sleppa þeim lausum beint inn í umhverfi okkar.Er þetta ekki hræsni þessara manna sem gera þetta.
Valdimar Samúelsson, 26.11.2016 kl. 20:13
Ég held að íslendingar almennt, skilji þetta Halldór og að Ísland ásamt gæðum og göllum, er okkar íslendinga og okkur ber að skila því til afkomendanna í lagi.
Það er alveg sama hvort það er rassinn sem situr á nautshauskúpunni í fjósinu og mjólkar kú, eða pilturinn sem sendur er með mat handa kjölsvíninu til sjós, eða járnsmiðurinn á gólfinu í gömlu smiðjunni sem alltaf er boðinn velkominn af blástursþrælnum og forðar honum frá slysum. Allt eru þetta Íslendingar sem víða finnast en eiga hvergi heima nema hér uppi á Íslandi.
Það lítur útfyrir að öfl, eins og vinstri hjörðin öll, dætur og synir Stalíns, sem og góðafólkið barnalega, sem auðvita er vangefið og getur engan vegin sæt sig við hag Íslendinga án erlendra ómaga og þarf því endilega að gefa öðrum hér betra pláss en gamladags Íslendingum.
Nútíma embættis og alþingismenn á Íslandi eru þó hvað lengst frá því að skilja Íslenska þjóðar sál, dálítið sérkennilegt en engu að síður staðreynd. Fari svo sem horfir þá kemur öfgamönnum til með að vaxa ásmegin í nánustu framtíð og geta heimskir embættis og þingmenn sjálfum sér um kennt.
Ég held því fram að Þetta sé ekkert öfgatal af minni hálfu, því svona gerðist í Þýskalandi og Svíþjóð og stjórnvöld þar vöknuðu við að það sem þau sögðu öfgasamtök en þessi svonefndu öfga samtök voru á góðri leið með að taka af þeim völdin. Þá snéru þau blaðinu við og gerðu lítilháttar breytingar til að friðþægja kjósendur og bjarga eigin skinni.
En svoleiðis skítreddingar duga ekki til lengdar og í Þýskalandi hinnar austurþýsku Merkelar á svona eftir að gerast aftur og aftur þar til hún gamlast verulega, því þjóðverjar yfirgefa aldrei foringjann, hversu heimskur sem hann er.
Heimska stafar af skorti á reynslu, eða hæfileikum til að öðlast reynslu og þar með hlýtur gamall heimskingi að vera vangefin. En svoleiðis pestir verða ekki læknaðar með pillum.
Hrólfur Þ Hraundal, 26.11.2016 kl. 22:50
Varla orðið þverfótandi fyrir harmonikuleikurum með betlihatta sína, eða öðrum skríl, hér í Mosfellsbænum, enda búið að hrúga makedónískum ferðamönnum í Álfsnesið og upp á Kjalarnes. Andskotans djöfulsins della, sem þetta er að verða. Sígaunaskríll dvelur nú um stundir í góðu yfirlæti á Íslandi, sem helmingur "flóttamana"? Fullgreitt "holyday" fyrir þetta hyski, sem alþekkt er af iðjuleysi, þjófnaði og glæpaverkum sínum. "Rómafólk" eins og góða fólkið kallar þenna skríl, hlær að okkur déskotans ösnunum og flykkist nú til landsins í frí og vel borgað uppihald. Á meðan gleymast sárþjáðir sýrlendingar, sem svo sannarlega væri ástæða til að hjálpa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.11.2016 kl. 06:33
Það er reyndar ekki nema von að Ísland sé svona enda land konunnar og kallað móðurland á meðan aðrar þjóðir eru stoltar að sín föðurlandi þá má ekki sýna stolt eða föðurlands hyggju án þess að vera kallaður Rasisti. Ég var að glugga í dagblaði Yukon News en það eru þeir komnir með stolta félag---Hermenn Óðins--- sem vinna að ýmsum málum en þetta sýnir samáhuga á að vera þjóð.
http://www.yukon-news.com/news/soldiers-of-odin-expands-to-the-yukon/
Valdimar Samúelsson, 27.11.2016 kl. 09:04
Takk fyrir Valdimar, já það fer lítið fyrir heilbrigðisskoðun.Hér hafa uppgötvast berklasmit í hælisleitndum sem eru nýkomnir úr flugi með öðru fólki.
Ég velti fyrir mér af hverju flugfélögin eru ekki gerð ábyrg hérlendis fyrir hverja þeir flytja hingað eins og þeru eru t.d. í USA?
Hrólfur ,ég vildi að þetta væri viðurkennt sjónarmið Íslendinga þegar þú segir:"Ég held að íslendingar almennt, skilji þetta Halldór og að Ísland ásamt gæðum og göllum, er okkar íslendinga og okkur ber að skila því til afkomendanna í lagi. " . EN það er það ekki.Þú segir líka:
"Það lítur útfyrir að öfl, eins og vinstri hjörðin öll, dætur og synir Stalíns, sem og góðafólkið barnalega, sem auðvita er vangefið og getur engan vegin sæt sig við hag Íslendinga án erlendra ómaga og þarf því endilega að gefa öðrum hér betra pláss en gamladags Íslendingum. "
Þetta fólk fer svo mikinn í hávaða að það dómínerar allt og yfirgnæfir með frekjunni.
Já nafni minn að sunnan, það er ekki fögur lýsingin af Mosfellsbænum. Þetta ber allt að sama brunni, það eru einhver öfl sem stjórna öllu hérna og vaða uppi og það er ekkert pólitískt afl sem beitir sér gegn þessu. Við erum varnarlaus.
Já þetta er athyglisvert Valdimar.
Halldór Jónsson, 27.11.2016 kl. 11:42
Þú telur "menntaða kristna Pólverja" "vera af menningarstigi sem getur heldur bætt okkar eigið". Hversvegna?
Hvað með "menntaða kristna" Kínverja,Japana, Súdana, Rússa, Tyrki,Marókkana o.sfrv. eða hámenntaða kristna en kolsvarta blökkumenn frá Suðurríkjum Bandaríkjanna?
Agla (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.