8.12.2016 | 10:21
Jón Magnússon lögmaður
skrifar frábæra grein í Morgunblaðið í dag um nauðsyn raunsæis í umróti tímans. Að mínu mati að minnsta kosti.
Þar sem mörgum kynni að skjótast yfir hana í meira en 100 síðna Morgnblaðinu þá birti ég hana hér til öryggis.
Hann segir:
"Fróðlegt er að fylgjast með umræðunni í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum. Þrátt fyrir að fréttaelítan hafi verið á móti honum, tveir fyrrverandi forsetar Repúblikana og stór hluti stjórnmálaelítunnar þá vann hann samt. Sagt var hve ömurlegt, illa menntað og fordómafullt stuðningsfólk Trump væri, en annað kom í ljós.
Donald Trump var kosinn forseti með stuðningi meiri hluta hvítra Bandaríkjamanna, jafnt kvenna sem karla. Hann fékk fleiri atkvæði spænskumælandi Bandaríkjamanna en Romney sem var síðast í framboði fyrir Repúblikana og vann fylki sem Repúblikanar hafa ekki unnið í 30 ár.
Donald Trump lofaði að taka á spilltri valdaelítu. Reynslan á eftir að sýna hvort hann gerir það. Hann talaði um breytta utanríkisstefnu, sem heldur er ekki vanþörf á. Samvinnu við Rússa sem er rétt greining á því með hvaða hætti verður best unnið gegn hryðjuverkaógninni. Hann talaði um nauðsyn þess að víkja frá stefnu Bush jr. og Obama, sem hefur leitt til þess að Bandaríkin hafa misst traust bandamanna sinna.
Mótmæli brutust út eftir að Trump var kosinn. Það er ekki í fyrsta skipti sem úrslitum forsetakosninga er mótmælt. Þegar Ronald Reagan var kosinn urðu mótmæli og elítan taldi þá eins og nú að villimennirnir hefðu brotið niður borgarhliðið og sett fávita í hásætið. Fréttaelítan stimplaði Reagan sem frambjóðanda Disneylands og sagði að hann hefði verið kosinn vegna ástar Bandaríkjamanna á fræga fólkinu. Aðrir sögðu Reagan vera öfgamann sem mundi hrinda af stað þriðju heimsstyrjöldinni og valda heimsendi.
Ronald Reagan reyndist einn merkasti forseti Bandaríkjanna. Hann nálgaðist málin með einföldum hætti og valdi úrvalsfólk sem ráðgjafa sína. Hann sagði að Sovétríkin ættu heima á ruslahaugi mannkynssögunnar og hann kom þeim þangað. Reagan setti sér einföld markmið í efnahagsmálum: Lækka skatta, minnka regluverk, láta ríkisstjórnina gera sem minnst til að trufla ekki framfaravilja og dugnað einstaklinganna. Hann var sakaður um að reka glórulausa efnahagsstefnu en samt gekk þetta vel og nýr tími velmegunar og aukinna áhrifa Bandaríkjanna í heimsmálum rann upp.
Reagan var gagnrýndur fyrir hugsjónir sínar en enginn efaðist um pólitíska einlægni hans. Hann talaði skýrt út frá mótaðri pólitískri hugmyndafræði.
Þetta er rifjað upp vegna þess að viðbrögð ráðandi elítu voru að mörgu leyti lík þegar Reagan var kosinn og nú þegar elítan neitar að sætta sig við kosningu Trump. Mismunur á Reagan og Tump er þó margvíslegur og Reagan hafði víðtæka stjórnmálareynslu þegar hann varð forseti eftir að hafa verið fylkisstjóri í Kaliforníu en Trump hefur enga.
Þeir sem á annað borð vilja skoða málin sjá að Trump bendir á ákveðin sannindi sem full ástæða er til að taka tillit til og bregðast við. Hann sakar Kínverja um að halda gjaldmiðli sínum allt of lágum til að draga úr samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja. Hann segir að Evrópuríkin noti Bandaríkin til að greiða niður framlög þeirra til varnarmála og hann gagnrýnir frelsi fjármagnsins til að eyðileggja fyrirtæki í Bandaríkjunum og færa þau þangað sem vinnuaflið fæst á þeim lágmarkslaunum að hægt er að líkja við nútíma þrælahald. Með því séu atvinnutækifæri í Bandaríkjunum eyðilögð og afkoma hundraða þúsunda Bandaríkjamanna. Skrýtið að vinstri elítan skuli gagnrýna þessa skoðun Trump.
Trump virðist ekki hafa áhuga eða þekkingu á pólitískri hugmyndafræði. Hvers vænta má af Trump er því mun óræðara en það sem fólk gat séð þegar Reagan var kosinn. Ef til vill hefur Trump hæfileika til að semja í allar áttir og ef til vill velur hann góða ráðgjafa eins og Reagan gerði. Hvað svo sem því líður þá verður elítan að sætta sig við hann og gefa honum tækifæri vilji hún starfa með lýðræðislegum hætti.
Því fór fjarri að Donald Trump væri sá frambjóðandi í forkosningum Repúblíkana sem ég vildi sjá sem forseta, en hann hefur að mörgu leyti komið á óvart eftir að hann sigraði og hikar t.d. ekki við að óska eftir aðstoð fólks sem gagnrýndi hann og/eða var andstæðingar hans. Vonandi tekst honum að ná til sín hæfasta fólkinu til að þjónusta bandarísku þjóðina undir sinni stjórn. Vonandi tekst honum líka að deila valdinu eins og Reagan gerði, en það reyndist einstaklega vel vegna hæfileika þeirra sem valdinu var deilt til.
Þegar Reagan var sakaður um það að deila valdinu um of og gera of lítið sjálfur sagði hann: Það kann að vera rétt að mikil vinna skaði engan, en mér finnst engin ástæða til að taka áhættuna. Donald Trump verður valdamesti maður heims og það liggur mikið við að honum takist vel til. Lengi skal manninn reyna og vinstri elítan ætti að forðast að dæma hann fyrirfram en leggja þeim mun meiri rækt við að gaumgæfa hnignun Bandaríkjanna undir stjórn þeirra Bush-feðga, Bill Clinton og Obama. Slæmur má Trump verða ef hann slær út þá hersingu."
Þessi söguathugun Jóns Magnússonar hrl.aftur í tímann sýnir hversu hættulegar rangupplýsingar fréttaelítunnar eins og hún birtist okkur til dæmis nær daglega á öldum RÚV eru fyrir okkar eigin dómgreind. Hversu auðveldlega við látum blekkjast af bulli sem er borið fyrir okkur í sellófan umbúðum eða jólapappír.
En okkur er vorkunn þegar sannleikurinn er ofurliði borinn af pólitískum helvítisprédikurum. Þá skiptir máli að heyra í yfirveguðu fólki eins og Jóni Magnússyni lögmanni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Morgunblaðið kom ókeypis í bréfalúguna hjá mér í dag en ég er ekki búin að fletta því ennþá. Var að rembast við að gera ýmislegt annað nauðsynlegt.
Þarf Jón Magnússon ekki lífverði eins og Davíð og Geir?
Hvað ræður því hverjum eru skaffaðir alþjóðlega kerfisskipaðir lífverðir?
Ekki meira heilaþvotta-kerfisspillingarbull og skoðanakúganir, takk fyrir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 14:33
Það sem skyggði á framgang verka Ronald Reagans var einkum það að hann þurfti að búa við meirhluta demókrata í þinginu öll sín átta ár, en þeir gerðu margt til þess að tálma árangri Reagans. Reagan hafði boðað skattlækkanir og skera niður útgjöld í ríkisbákninu, en einungis auka útgjöld til hermála. Demókratarnir í þinginu samþykktu skattalækkanirnar sem og aukin útgjöld til hersins, en stóðu gegn öllum tilraunum til þess að minnka “báknið”. Repúblikanar lögðu fram ótal frumvörp til þess að draga úr útgjöldum og “skera niður báknið”, en demókratarnir felldu öll slík frumvörp. Þá var tilgangslaust fyrir Reagan að beita sínu neitunarvaldi, - (það er; að neita að undirrita lög sem demókratar samþykktu, en fólu í sér að stórauka ríkisútgjöldin), - þar sem demókratarnir höfðu 60% atkvæða í þinginu, en 60% atkvæða í þinginu “yfirtaka” neitunarvald forsetans.
Repúblikanar gerðu margar tilraunir, sem og forsetinn, til þess að fá sett lög sem heimiluðu forsetanum að velja útgjaldaliði út úr fjárlagafrumvarpinu. Útgjaldaliði sem forsetinn gæti neitað að undirrita og þá yrðu þeir útgjaldaliðir að fara aftur til þingsins. en demókratarnir komu alltaf í veg fyrir það.
Demókratarnir gerðu síðan allt hvað þeir gátu til þess að auka ríkisútgjöldin. En það hafði líka þær afleiðingar að skuldir ríkisins fóru úr böndunum og skuldirnar náðu nýjum hæðum. Demókratarnir notuðu sér þetta óspart og þeir sökuðu forsetann um allt sem miður fór, hann hefði lækkað skattana og einnig aukið öll útgjöld. En það voru demókratarnir í þinginu sem samþykktu öll ríkisútgjöldin og þetta allt saman, án þess að forsetinn gæti nokkru um það ráðið.
Fyrir Trump er “landslagið” allt annað. Repúblikanar eru núna með meirihluta í þinginu og það ætti að auðvelda hinum nýja forseta að koma málum í gegn í þinginu, í samvinnu við hinn nýja meirihluta.
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.