Leita í fréttum mbl.is

Einhliða umburðarlyndi

er orðið nokkuð áberandi í málflutningi elítunnar úr 101, góða fólksins og No Borders liðinu.

Við eigum að vera umburðarlynd gagnvart öllu sem þetta fólk vill upp á okkur troða. En þeir leyfa sér að vaða yfir okkur hin með ofbeldi.

Sigurður Guðmundsson kaupmaður á Akureyri skrifar svo:

"Umburðarlyndi fyrir suma, ekki alla.

Jæja nú eru blessuð jólin að nálgast. Tími þar sem við getum æst okkur yfir því að börn eru flutt nauðug og grátandi í kirkjur landsins á skólatíma. Foreldrar viðkomandi barna fá joðsótt eða skyrbjúg í höfuðið af tilhugsuninni einni að þetta skuli geta gerst á tímum umburðarlyndis og fjölmenningar. Froðufella af vandlætingu og saka presta landsins um að troða trú upp á saklaus börnin. Þetta er auðvitað kjaftæði.

Sömu foreldrar halda jól og gefa hvort öðru gjafir. Snýta sér svo í glanspappírinn á eftir og koma með þá skýringu að jólin séu heiðin siður og hafi ekkert með trú að gera. Horfa svo á Nightmare on Elm street á aðfangadag og trúa í alvörunni að Freddy Kruger sé maðurinn. Mikið er ég þreyttur á þeirri skýringu.

Sl. nokkur hundruð ár hafa jólin verið tengt kristinni trú. Þetta er ekkert flókið. Helstu stuðningsmenn fjölmenningar og kyndilberar annarra trúarbragða eða trúleysis eiga ofboðslega erfitt að sætta sig við þetta. Halda áfram í hræsni sinni að gagnrýna kristna kirkju, þjóna hennar og meðlimi safnaða. Ég veit ekki hvenær er komið nóg.

Einhverra hluta vegna á kristið fólk að vera umburðarlynt gagnvart öllu í kringum sig. Öðrum trúarbrögðum eða trúleysi en má aldrei verða þess aðnjótandi að fá að halda í sína siði og venjur án afskipta Siðmenntar eða annarra andstæðinga kirkjunnar. Þetta skil ég ekki og hef aldrei skilið.

Hræsnin nær nýjum hæðum þegar jólin færast nær og nær okkur og gleðin á að vera á hverju horni. Nei, við skulum eina ferðina enn gera mál vegna heimsókna skólabarna í kirkjur landsins. Hvernig væri að þið hélduð að ykkur höndum, svona einu sinni. Hættið að röfla yfir þessum heimsóknum sem engan skaða. Þær koma flestum í gott skap og skapar stemmingu fyrir jólunum.

Sú hátið var oftast kennd við börnin, sem þið eigið örugglega einhverjar fallegar minningar um úr ykkar eigin æsku. Hvað gerðist síðan veit ég ekki. En endilega látið þennan gleðilega og uppbyggjandi sið í friði.

Lifið heil"

Er þetta ekki málið? Umburðarlyndið er einhliða og við snúumst ekki til varnar gegn afsiðunarprédikurum sem í heimsku sinni geta ekki séð neinn í friði  með sín innri mál. Hversvegna má ég ekki láta annað fólk í friði? Hversvegna lætur þetta lið ekki annað fólk í friði?

Einhliða umburðarlyndi á ekki að líða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór.

Einhliða umburðarlyndi er ekki til. Það orðalag stangast á, og er því marklaust.

Svolítið eins og ESB-mótsagnar-ruglreglukerfið marklausa og mannréttindasvíkjandi á stórum og smáum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2016 kl. 18:05

2 identicon

Hversvegna lætur þetta lið ekki annað fólk í friði? Vegna þess að þið getið ekki látið börnin þeirra í friði. Fyrir börn sem ekki teljast kristin eru kirkjuheimsóknir hvorki gleðilegar né uppbyggjandi. Þið viljið skapa aðstæður þar sem þeim líður illa og eru greinilega ekki hluti af hópnum. Meint umburðarlyndi ykkar felst í því að þvinga ykkar siðum upp á aðra. Trúboð á ekki heima í skólum þar sem börn af öllum trúarsiðum eiga að vera jafn velkomin.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 01:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn, þessi uppöldu vantrúarbörn eru ekki skylduð til að fara í kirkjur ena annað, þurfa ekki að læra biflíusögur eða neitt slíkt.

Halldór Jónsson, 9.12.2016 kl. 12:35

4 identicon

Já, Halldór, þið viljið skapa aðstæður þar sem börnum af annari trú en ykkar líður illa og eru greinilega ekki hluti af hópnum. Þeim sem ekki þyggja trúboð ykkar bjóðið þið útskúfun og einelti.

Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 13:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn, ég er ekki af neinni sérstakri trú, hvað þá lít ég upp til einhvers siðmenntarfólks. Ég á góða vini meðal presta og lít upp til þeirra margra og dáist að þeim. Og hvern kallar maður til við dauðsföll? Einhvert siðmenntarlið?

Mér leið ekkert illa í skóla vegna þess og lærði biflíusögurnar af því að þær voru uppsláttarfag eins og pabbi minn sagði og var hann lítt kristinn. En ég man eftir vantrúarkrökkum sem voru með stæla og áttu frí í kristnifræði, man ekki hvort þau fóru á jólatréið. Maður var ekkert að skipta sér af því sem aðrir voru með eða var að reyna að níða það niður. 

Vagn mér finnst að þu viljir berja þá niður sem vilja fara í kirkju með sín börn. Af hverju geturðu bara ekki séð annað fólk í friði? Af hverju ertu með þessa afskiptasemi?

Halldór Jónsson, 10.12.2016 kl. 15:47

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn, þessi síðasta setning þín er ekki sönn:"Þeim sem ekki þyggja trúboð ykkar bjóðið þið útskúfun og einelti." Þetta er rakalaust hjá þér.

Halldór Jónsson, 10.12.2016 kl. 15:48

7 identicon

Þeir sem vilja fara í kirkju með sín börn er það velkomið og ég hvet alla þá sem vilja að börnin þeirra fari í kirkju að fara með þau. En þeir sem vilja fara í kirkju með annarra manna börn verða barðir niður. Ég er með þessa afskiptasemi vegna þess að trúaruppeldi barna minna kemur þér ekkert við og afskipti þín eru ekki velkomin.

"Þeim sem ekki þyggja trúboð ykkar bjóðið þið útskúfun og einelti."  Að skipta skólabörnum í hópa eftir trú er ætíð til skaða. Sjálfur man ég hvernig farið var með þá krakka sem fengu að sleppa við kristinfræðslu. Í dag kallast það einelti og er enn stundað.

Vagn (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband