Leita í fréttum mbl.is

Þvílík hamingja

er það fyrir þjóðina til þess að vita að þeir flokkar sem töpuðu kosningunum skuli sitja við það nætur og daga að berja saman bláþráðs ríkisstjórn sem þjóðin vill alls ekki sjá.Ríkisstjórn sem ætlar að skattleggja og eyða eftir hinni klassísku kratahagfræði, sem gengur nú sér til húðar um allan hinn vestræna heim.

Þetta á að verða sígild vinstri ríkisstjórn sem ætlar að einbeita sér að því að rýra allra hag með nýjum gjöldum,nýjum sköttum og sértækum eignaupptökum. Auk þess að berja landið inn í hið brennandi hús Evrópusambandsins með illu eða góðu. Innan um alþjóðlega alræmt fólk og með áhugaverða akademíska titla. Auglýsingagildið fyrir alþjóð er ákaflega sterkt.

Svo orti Páll Ólafsson þegar frambjóðendur á hans tíð riðu úr hlaði:

Hér í hlaðið rógur reið,

ranglætið og illgirnin.

lygi og smjaður skelltu á skeið.

skárri var það nú fylkingin.

Þvílík hamingja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig getur stjórn með 34 þingmenn á móti 29 hafa "tapað kosningunum"? 

Og hvernig getur stjórn, sem hafði enn stærri meirihluta sem nú er kominn niður í 29 þingmenn á móti 34 hafa unnið kosningarnar?

Ómar Ragnarsson, 9.12.2016 kl. 12:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

 Hvaða "stjórn" er með 34 þingmenn Ómar?

Jóhann Elíasson, 9.12.2016 kl. 17:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, vann Samfylkingin þann sigur með 46 atkvæðum að maður hljóti að álykta að þjóðin beinlínis kalli á hana til að setjast í stjórn? 

Halldór Jónsson, 10.12.2016 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband