Leita í fréttum mbl.is

Gengisfellingarkórinn

er farinn að væla daga og nætur.

Nú síðast kemur auðjöfurinn Grímur Sæmundsen í Bláa Lóninu fram og heimtar gengisfall. Þetta er maðurinn sem hefur sölsað undir sig auðlind Orkuversins í Svartsengi ókeypis og selur til túrista á þvílíku verði að venjulegur Íslendingur hefur engin ráð á að heimsækja dýrðina. Auðvitað alveg án þess að borga nokkuð auðlindagjald til  eigendanna fyrir frekar en aðrir þeir sem selja veitingar í námunda við þjóðargersemar.

Loksins þegar almenningur á að fá að njóta þess að hafa þraukað þorrann og góuna frá hruni fjármálaspekúlantanna, þar sem téður Grímur læknir var gildur þáttakandi í, og getur farið að njóta einhvers í formi lægra verðs á lífnauðsynjum, þá koma ferðamálafrömuðir fram og heimta gengisfall af því að þeir séu búnir að selja svo mikið fyrirfram til útlendinga að gróðinn sé að minnka.

Hverjir gerðu þessa samninga aðrir en þeir sjálfir og hversvegna á þjóðin að fara að borga þetta fyrir þá? Af hverju hækka þeir ekki bara verðið eða gera raunhæfar áætlanir eins og almenningur verður að gera? Og svo fá þeir pólitíska lukkuriddara eins og Benedikt flokkseiganda í Viðreisn til að að taka undir skrækina og krefjast lífskjararýrnunar fyrir þá sem voru svo vitlausir að kjósa hann.

Það er frjáls verðlagning í ferðamannabransanum enda hefur gróðinn verið ómældur. Ef frömuðirnir halda að almenningi vorkenni þeim við einhvern smávægilegan kostnaðarauka vegna styrkingar krónunnar, þá segjum þeim að velta honum áfram á túristana þangað til að þeir hætta að koma. Almenningur í þessu landi hefur enga þörf til að gefa túristum eitt eða neitt. Lögmál framboðs og eftirspurnar á að gilda í ferðamannaiðnaði eins og annarsstaðar. Þeir geta hagrætt eins og sjávarútvegurinn hefur gert. Ef einstæða móðirin og öryrkinn geta fengið ódýrara bensín og bíla og annað innflutt kram, þá er Seðlabankinn á réttri braut í gengismálunum. 

Hlustum ekki á gengisfellingarkórinn en styrkjum krónuna sem mest við megum. Hún er eina vörn litla mannsins í þessu þjóðfélagi í gegn um Seðlabankann sinn.

Lifi krónan og sterkt gengi!Dollarann niður eins og var á Davíðstímanum og algert gjaldeyrisfrelsi. 

Engan gengisfellingakór vantar okkur úr Bláa Lóninu eða Viðreisn.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ertu alveg úti að aka Halldór minn blessaður.

Lætur einhverja auðmannaglýgju villa þér sýn!

Það kemur engum verr en almenningi þessa lands að gengið sé of hátt.

Manstu nokkuð eftir Hruninu?

Snjóhengjunni?

Fjárfestingum Íslendinga í útlöndum?

Þar var einn stærsti orsakavaldurinn of hátt  gengi.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 09:09

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá þær kæri Halldór.

Grímur læknir var árið 2015 með einhverjar kr.  7-8.000.000,- í mánaðarlaun sem hann skenkti sér af gróðanum. Það er gott auðvitað að menn geti haft góð og mikil laun, en þeim á ekki að líðast að tska þau á kostnað konunnar sem þrífur hús fyrir aðra á lágmarkslaunum á Ísafirði eins og Milton Friedman benti Ólafi Ragnari og fleirum vinstrimönnum svo eftirminnilega á um árið.

Ef smellt er á slóðina hér að neðan þá er hægt að sjá nokkur góð brot eða þáttinn í  heild sinni með Friedmann og ÓRG.  There is no such thing as free lunch......, og alls ekki á kostnað annarra samborgara.

.

https://www.youtube.com/results?q=%C3%B3lafur+ragnar+gr%C3%ADmsson+milton+friedman

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.12.2016 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni Gunnlaugur, það mætti frekar segja að þú sért úti að aka, því hátt gengi ætti að öllu eðlilegu að koma almenningi vel, ef kaupmenn lækkuðu vöruverð í samræmi við styrk krónunnar. Sterk króna þýðir aukinn kaupmáttur því eftir því sem hún er sterkari er ódýrara að kaupa innflutta vöru.

Þeir sem líða fyrir þetta eru útflutningsiðnaðurinn, sem fær minna fyrir sitt. Allavega fiskútflutningurinn, sem tekur mið af markaðsverði. 

Ferðamaðurinn fær skertan kaupmátt fyrir gjaldeyrinn sinn og það hvarflar ekki að ferðamannaiðnaðinum að lækka verðið. Ferðaiðnaðurinn nýtur góðs af lækkuðu innkaupsverði en hækkar bara verðið eftir styrk kronunnar. Ferðaiðnaðurinn er útflutningsgrein en lýtur allt öðrum lögmálum en framleiðslugreinar. Þeir hafa hellings svigrúm til lækkunnar en hækka bara í staðinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 12:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, þetta er algert kjaftæði Bjarni Gunnlaugur. Hrunið varð af því að bankarnir tóku lán í útlöndum, dældu því hér inn í krónum  og fengu ekki framlengt í útlöndum. Þjóðin vann sig útúr þessu með útflutningnum eftir að bankarnir fóru á hausinn og sviku allan almenning. Í stað þess að vera í tugthúsi eru sumir glæpamennirnir í hæstu stöðum í kerfinu núna

Halldór Jónsson, 13.12.2016 kl. 12:56

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Cachoetes, glöggskyggn á vandann að sjá þenna vælukjóa Grím Sæmundsen jarma svona í blöðunum,sá ætti að skammast sín.

Halldór Jónsson, 13.12.2016 kl. 12:58

6 identicon

Maður hefur nú hingað til rakið þessa innantómu neysluhyggju og lofsöng allt of hás gengis til krata og vinstrimanna en greinilegt að nú hafa gamlir hægriskröggar bitið illilega á agnið. 

Að vísu hefur alltaf verið sterkur þáttur í Sjálfstæðisflokknum innflutningsíhaldið eða stórkaupmennirnir sem hafa reyndar lónað á mörkum krata og íhalds.  

Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus gott dæmi um þetta innflutningsauðvald sem tókst heldur betur á flug þegar gengið varð hér of hátt og peningar streymdu inn vegna vaxtamunaviðskifta.

Ekki bætti úr skák að þeir og aðrir slíkir fengu bankana gefins til að spila með. 

Nei þetta er innistæðulaust kratabull í ykkur hér að ofan, Ísland byggir á að framleiða en ekki að flytja inn, of hátt gengi drepur mjólkurkýrnar í öllum merkingum!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 14:49

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bjarni Gunnlaugur, það er greinilegt að  það hefur slegið eitthvað meiriháttar út hjá þér og það er með öllu óskiljanlegt hjá þér að blanda pólitík inn í þetta, því málið er að mjög litlu leiti pólitískt.  Það sem er að er að menn hafa svo lítið hugmyndaflug eins og það að einblína á gengisfellingu, sem er ekkert annað en að pissa í skóinn sinn.  Það er ágætt á meðan hlandið í skónum er enn volgt en það kólnar fljótt og þá verður aðgerðin djöfulleg.  Það sem mér finnst hins vegar vanta er að Seðlabanki Íslands haldi ekki dauðahaldi í úreltar hagfræðikenningar og sé ekki eingöngu að einblína á það vandamál að halda verðbólgu í skefjum (stundum virðist vera að það sé eina hlutverk Seðlabankans). Eitt af því sem er hægt að gera til að gengið verði ekki of sterkt er að LÆKKA STÝRIVEXTINA VERULEGA og koma með því í veg fyrir að erlendir fjárfestar séu að koma með fjármagn til landsins til að hagnast á vaxtamuninum hér og í okkar helstu viðskiptalöndum.  Við munum hvað gerðist síðast þegar þetta var staðreyndin en menn virðast EKKI ætla að læra af því.  Það verða sem betur fer framfarir í hagfræðinni og það hefur verið sýnt fram á að sambandið milli stýrivaxta og verbólgu er EKKI til staðar eins og áður hefur verið haldið fram, en þeir sem eru í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands eru ekki að hafa fyrir því að uppfæra þekkingu sína, sem var fengin fyrir 30 árum + og halda að við útskrift hafi þeir orðið fullnuma.

Jóhann Elíasson, 13.12.2016 kl. 15:36

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Jóhann

Þú skilur þetta greinilega.

Halldór Jónsson, 13.12.2016 kl. 17:06

9 identicon

Þið eruð greinilega nokkuð fastir í fornum hugmyndum um miðstýrða gengisfellingu. Búið ykkur þar til undarlegan strámann að hnoðast í.

Jóhann skilur þetta þó til hálfs en verður þó um leið tvísaga þar sem hann í öðru orðinu fordæmir gengisfellingu (rétt eins og einhversstaðar sitji einhver sem hafi höndina á gengistakkanum) og í hinu hvetur til aðgerða (lækka vexti) sem komi í veg fyrir að gengið verði of hátt. 

Það er semsagt ekki lengur um það að ræða "að fella gengið" (elsku kallarnir mínir reynið þið nú aðeins að komast inn í nútímann)heldur hitt eins og Jóhann bendir þó á að koma í veg fyrir að gengið verði út úr korti, t.d. of hátt eins og nú er. 

Eitt af tækjunum til þess er að lækka vexti en ýmis önnur ættu að koma til greina líka. 

Til dæmis væri hugmynd að fjölga krónum í hagkerfinu til móts við þann gjaldeyri sem streymir inn og spennir upp gengið.

En á meðan menn fagna vandamálinu (of háu gengi) er lítil von til að þeir leiti lausna. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 18:33

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hátt gengi mælist alltaf sem staða þess gegn öðrum myntum, hátt gengi hér er því að stórum hluta tengt falli evru og dollars t.d.

Báðar þessar myntir hafa undanfarin ár prentað peninga á sólahringsvöktum svo pressurnar glóa, og þar með hafa þessir gjaldmiðlar veikst gagnvart krónunni. 

Þetta er lúxusvandi, sem mun lagast með vorinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 22:23

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, Bjarni ætti að velta fyrir sér því sem Jón Steinar segir. Það eru ekki allar gengissyndir Guði að kenna,

Halldór Jónsson, 14.12.2016 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband