Leita í fréttum mbl.is

Þau eru hissa!

Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún yfir afgreiðslu Útlendingastofnunar á málefnum hælisleitenda frá Makedoníu og Albaníu. Svo segja Staksteinar frá í dag:

"Yfir eitt þúsund manns hafa leitað hælis hér á landi á þessu ári, sem er um það bil þreföldun frá fyrra ári. Flestir hælisleitendanna eru frá Makedóníu og Albaníu.

Björn Bjarnason gerði þennan straum flóttamanna að umræðuefni í vikunni og benti á að enginn sem þekkti til mála í löndunum skildi hvað knýði fólk þaðan til að koma hingað. Að baki hlyti að vera annarlegur, hulinn tilgangur, sem sé viljinn til að dveljast hér á landi í nokkra mánuði á kostnað íslenskra skattgreiðenda, að stunda svarta atvinnu og nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Og hann bendir á að frá Alþingi komi enginn þrýstingur til að stöðva þessa ásókn í skattfé almennings.

Aukafjárveitingar vegna þessa, sem námu rúmum milljarði króna í ár, séu samþykktar án umræðu en „menn velta fyrir sér hverri krónu þegar rætt er um fé til að gæta landamæranna á viðunandi hátt“.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði þessa sókn Makedóna og Albana einnig að umræðuefni og furðaði sig á stöðu í málefnum hælisleitenda hér á landi. Benti hún á að þessi tvö ríki væru ekki átakasvæði og það væri „fullkomlega óeðlilegt að verja tíma og fjármunum í að skoða hundruð hælisumsókna frá þessum löndum meðan þúsundir kvenna, karla og barna eru í neyð á átakasvæðum heimsins“.

Er ekki tímabært að stjórnmálamenn fari að taka á þessum málum í stað þess að ýta undir öfugþróunina?"

Það er þá ekki furða þótt ýmsir aðrir séu löngu orðnir hissa á verkleysinu hjá yfirvöldum? Neyðin innanlands blasir við flestum í fréttum af útilegu íslenskra borgara, fátækt barna og bjargarleysi og útilegu fullorðinna.En nægir milljarðar til handa Útlendingastofnun vegna hælisleitenda.

Kannski rumskar einhver í kerfinu þegar þessi tvö eru orðin svona hissa! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband