Leita í fréttum mbl.is

Frábær Flugsaga

er bókin sem fræðaþulurinn og fjölfræðingurinn Örnólfur Thorlacius hefur ritað.

Ég hef verið að lesa í henni yfir hátíðina og dáist mjög af heimildaöflun höfundarins. Hvers mikinn fróðleik hann hefur ekki dregið saman um sögu flugsins frá örófi alda og nefnt til sögunnar menn sem maður hafði ekki heyrt um áður en eru þó líklega engu ómerkari en Wright bræður og jafnvel langt á undan þeim.

Um lofbelgjafara eins og Montgolfier bræður sem voru sem voru atvinnuflugmenn fyrir frönsku stjórnarbyltinguna, ritar Örnólfur heillandi frásagnir. Hversu mikil þessi flugsaga mannsins er orðin og hvergi nærri lokin verður manni ljós af lestrinum sem ég hef þó alls ekki enn lokið til nægilegrar fullnustu. 

Ég mæli hiklaust með þessari bók Örnólfs við alla sem láta sig flugmál varða. Hafi hann heila þökk mína fyrir þessa frábæru flugsögu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég rakst á tvær villur.

Sú fyrri er að P51 Mustang hafi ekki verið á Íslandi. Ég sat í Gagnfræðaskóla Austurbæjar líklega að vori 1951 þegar Kaninn var kominn aftur, þegar margar svona vélar komu hver á eftir annarri í dýfu yfir húsið niður að Reykjavíkurflugvelli. Ég man enn hversu vel þær sungu enda voru þetta mínar dálætisvélar.

Þær voru sendar til Kóreu en biðu þar afhroð fyrir MIG 15. Tími skrúfuvélanna var liðinn og þotuöldin gengin í garð.

Sú seinni er að Chuck Yeager hafi verið fæddur 1943,hann er fæddur 1923 enda hefði hann ekki verið orustuflugmaður alla heimstyrjöldina síðari á P51 annars.

Halldór Jónsson, 26.12.2016 kl. 13:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

HJálmar vinur minn í Amreíku skrifar mér:

Hi Dori,

I also remember the P-51s making low passes down Fossvogs dalin in 1952.  Fantastic sight and sound.

BW

Hjalmar

Halldór Jónsson, 26.12.2016 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband