Leita í fréttum mbl.is

Hverskonar flokkur er eiginlega VG?

Er þetta stjórnmálaflokkur sem er kominn til þess að reyna að hafa áhrif? Eða einhver sérvitringaklúbbur sem byggir tilvist sína einvörðungu á því að segja Sjálfstæðisflokkurinn er fíbjakk og Framsóknarflokkurinn er fíbjakk sem við viljum ekki tala við.Ulla bjakk.

Við höfum engar tillögur í þjóðmálum nema að hækka skatta sem mest svo að hægt sé að eyða þeim í einhver verkefni sem okkur detta í hug seinna. Við vitum ekki hver þau verða en þau kosta peninga. Allt sem hreyfist á að skattleggja. Allt skal jafnað niður á við svo allir hafi það jafn skítt og verði að vera upp á okkur komnir um sem flesta hluti.

Er Katrín Jakobsdóttir algerlega hugmyndalaus stjórnmálamaður, sem bara brosir og blikkar í tíma og ótíma en hefur ekkert fram að færa? Hugmyndalaus nema helst um vondar náttúrur allra annarra? Spéhrædd pempía  sem þorir ekkert að gera vegna þess að henni gæti mistekist og einhverjir gætu gert grín að henni? Og Svandís og Björn Valur séu í raun ekki hótinu skárri.Bara pólitískir Mökkurkálfar? Steingrímur J.var að því leyti ólíkur þessu því hann hikaði þó aldrei við að framkvæma sín pólitísku illvirki og hryðjuverk. Nú vill hann sitja á friðstóli og hafa það náðugt í þinghelginni.

Svei mér þá, ég er hættur að botna í þessum flokki VG. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór ávallt - sem og aðrir gestir, þínir !

VG: er sams konar ofur-skattheimtu (10% FLATUR skattur, telst sanngjarn, en ekki 24% / og þaðan af hærra) - og gripdeilda flokkur, fjármuna íslenzks almennings, sem og Sjálfstæðisflokkur þinn / auk hinna 5, sem þingið sitja.

Og - Björn Valur Gíslason er Göbbels útgáfa VG / líkt Brynjari Níelssyni, Göbbels: ykkar Sjálfstæðismanna.

Hæfa þar vel: skeljar kjöptum, fornvinur góður /

Með: beztu Hvítliða og Kúómingtang Jóla og áramóta (komandi) kveðjum - sf Suðurlandi, sem endranær /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

VG hefur náttúrlega aldrei verið annað en sérvitringaklúbbur og Katrín kom upp um dugleysi sitt þegar þreytan yfirbugaði tilraun hennar til stjórnarmyndunar. Og þú hefur rétt þegar þú segir Steingrím óragan, en þá hafði hann líka mátt þola meira en 15 ára eyðimerkurgöngu. Hann var einfaldlega að springa úr athafnaþrá. Verst að það skuli helst hafa verið illvirki sem hann tók sér fyrir hendur.

Ragnhildur Kolka, 26.12.2016 kl. 18:04

3 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Ragnhildur Kolka !

Steingrímur J. Sigfússon: er engu minni glæpamaður, en núverandi stjórnarliðar:: sbr. ákefð flokkanna ALLRA 7, að flýta aðstreymi Múhameðsks innrásarliðs, hingað til lands.

Til dæmis.

Á meðan - eru Hægri menn, í : Ungverjalandi / Tékklandi / Slóvakíu og Póllandi, að reyna að sannfæra nágranna sína, Austrríkismenn, Þjóðverja og fleirri um brýna nauðsyn þess, að reka Hálfmána villimanna hyskið, út úr Evrópu.

Suður í Afríku: hafa Angólamenn tekið á sig rögg (2013/ 2014), og BANNAÐ iðkun Djöfulsskapar, óþverrans Múhameðs, þar í landi !

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 18:13

4 identicon

VG var stofnað fyrir og um SJS. Markmið hans hefur og mun alltaf vera að sjá til þess að á þingi sitji einhver rest af kommúnistahugsuninni, þ.e.a.s. að allir skulu vera jafna fátækir og hafa það jafn skítt. Hans arfleið fyrir næstu kynslóðir, verða í minningunni, um stjórnmálamann sem minna má á hryðjuverkamann. Hans tæra fyrsta vinstri stjórn, sá til þess að fela allar upplýsingar og gögn til hvorki meira né minna en 110 ára. Fyrir hvern og hverra..?? Sést best hvernig þessi ruslahaugur sem á alþingi situr, treður í sig lystsins gómsæti, á tvöföldum launum eftir ákvörðun kjararáðs, og finnst ekkert af því að njóta þess. Þenja sig upp í viðtölum, um að þessu þarf að breyta, en lifta ekki litla fingri til að breyta því. Á meðan svelta öryrkjar og gamalmenni og ungt fólk sér framtíðinna fyrir sér í hjólhýsi. En á meðan BB segir að við höfum það svo gott, þá hljótum við að hafa það gott. Þrátt fyrir að unga kynslóðin sér sýna framtíð í hjólhýsum, aldraðir og öryrkjar hafa ekki í sig og á og hælisleitendur koma hér í stórum stíl til að hafa það betra en okkar eigið fólk. KJ veit þetta og fleira af hennar liði, enda verið alla ævinna á ríkisjötunni. Af hverju að fara út í frumskóginn og reyna að berjast fyrir sínu, þegar þú getur setið á ríkisjötunni alla ævi....????????????

Allir pólítíkusar sem á eftir SJS komu, gátu breytt þessum ólögum með 110 ára regluna en gerðu ekki.!!

Greinilega hentaði hún fleirum en SJS.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 21:32

5 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Sigurður K Hjaltested !

Hafðu: hinar beztu þakkir, fyrir þessa þörfu ádrepu / verst: að þau Halldór Verkfræðingur og fornvinur okkar - sem og Ragnhildur Kolka sjá ekki Sólina fyrir Engeyjar flóninu Bjarna umræddum, sem er jafnsekur Steingrími J. og ruzlatunnunni Katrínu Jakobsdóttur, í aðför þessa óyndis lýðs, gagnvart hagsmunum almennings.

Það var óhætt: að nefna 110 ára felu skjölin, sem, .... vel á minnst Sigurður:: ALLIR flokkarnir 7 virðast hafa sammælst um að láta rykfalla, áfram.

Þetta lið - skilur ekki, fyrr en í tönnum skellur, jafnvel: með atburðarás, ámóta þeirri / sem varð í Frakklandi, í Júlí 1789, Sigurður minn.

Því: miður !

Sömu kveðjur - sem síðustu, eftir sem áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 21:44

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kata littla er engin stjórnmálaskörungur og mun aldrei verða, því miður.

En fólk ætti ekki að vera undrandi að Katta littla vilji skattlegja allt og all, það ættu allir að vita að hún er eldrauður komonisti.

Kata littla heldur að allt verði betra þegar sumir verða jafnari en aðrir og kun kemur til með að passa upp á afturendinn á henni sjálfri verður jafnari en annara. 

Var Kata litla ekki að fá 46% (1.5 milljón í manaðarlaun) kauphækkun á grunnlaun og henni finnst það alveg sjálfsagt og henni finnst allt í lagi að stór hópur landsmanna fái ekki nema 200 þúsund í mánaðarlaun.

Já svona er nú jafnræðishugsun Kötu littlu og hennar flokksfélaga í VG.

Ég undra mig á af hverju fólk bjóst við einhverju öðru frá VG komonistunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2016 kl. 01:17

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hendir mann að sjá ekki sólina fyrir afgerandi glæsiframkomu og framboðs'talanda manns eins og formanns Sjstfl. Bjarna Ben. í kynningu RÚV. í sjónvarpssal,sneri örugglega urmull af hálfvolgum kjósendum við blaðinu og sáu að Ísland var að ganga okkur úr greypum,kæmust þessir fjölmenningaflokkar til valda. Bætum nú í og rekum þetta lið af höndum okkar. Ég veit að Óskar minn Helgi tuskar mig ef ég nefni Sigmund Davíð,sem hefur gríðarlegt fylgi,enda 100% sjálfstæðissinni.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2016 kl. 05:02

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Hef aldrei skilið hvað menn sjá svona fallegt við þetta sem í upphafi sýnist ætla að verða bros en strekkist svo í grettu með höfuð sveiflu. Hún hefur alltaf fylgt Steingrími í einu og öllu og stutt öll hans óhæfu verk.  Svo nú í stjórnarmyndunnar viðræðunum þá kemur í ljós að hún er úthaldslaus, ósjálfstæður, kjarklaus vingull.

En í þessu tilfelli var það ágætt, því það vantar kosningar en ekki stjórn sem bara límir sig við stólanna og gerir vitleysur eða ekki neitt. 

Varðandi Bjarna Ben þá hefur hann gert margt gott sem fjármálaráðherra og hann er mjög ánægður með ákvörðum kjararáðs og hann er líka mjög sáttur með stöðu aldraðra og öryrkja og að því leiti hefðu þau Katrín og Bjarni geta átt vel saman því að hann er vingul eins og hún og hann hefur aldrei beðist afsökunar á sínu ískalda mati. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.12.2016 kl. 10:05

9 identicon

Sigurður K Hjaltested er sannarlega með réttu lýsinguna á vinstri grænum og er ég 100% sammála hans viðhorfi.

Sjaldan hef ég séð eins ítarlega útskýringu á þessum andstyggðarflokki í jafn fáum orðum sem og ruslinu sem mannar þennan þjóðóholla skolpræsisflokk sem vinstri grænir sannarlega eru !

Gaman þegar menn tala tæpitungulaust um þetta krabbamein sem vinstri flokkarnir eru allstaðar.

runar (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 11:14

10 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan !

Jóhann - Hrólfur og Runar !

Ágætlega fram settir punktar: af ykkar hálfu, sem vænta mátti.

Nafna mín Kristjánsdóttir (kl.05:02) !

ALLIR - allir núverandi 7 þingflokkar, keppast við að smjaðra fyrir svokallaðri fjölmenningu / ENGINN þeirra:: undanskilinn þar, fornvinkona góð.

Hvernig er það Helga mín: er Glámskyggni þín, á menn og málefni eitthvað vaxandi, með aldrinum ?

Jah - sé mið tekið af sælu þinni, með ódráttinn Sigmund Davíð mætti ætla það, að minnsta kosti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: fengi ekki einu sinni aðgang að klúbbum Ítölsku mafíunnar / hvorki: á fastalandinu þar syðra né á Síkiley, nafna mín.

Hins vegar - yrði honum tekið með kostum og kynjum austur í Norður- Kóreu, enda einkar áþekkur valdhafanum þar, að öllu upplagi, og innræti.

Kannski: gæti Sigmundur Davíð tekið eitthvað af Tortólu- og Panama skjala vinum sínum hérlendum með þangað, aðra leiðina vel á minnst, Helga mín ?

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri, og áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 12:42

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei kallinn minn skyggnið ágætt! Það hefur aldrei truflað mig þótt menn eigi peninga, hafi þeir ekki dregið sér það. Annars gleðilega jóla-rest.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2016 kl. 14:03

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigmundur Davíð hafði þor og einurð til að gera margt gott á þá hann var forsætisráðherra.  Hann braut engin lög en þeir sem æfðu í marga mánuði að gera honum fyrirsát brutu að minnsta kosti siðareglur.

Það er því ekkert skrítið þó að þessi einstaklega subbulega árás kæmi honum á óvart þar sem þetta var ekki í hans huga og hann vissi nánast ekkert um málið.

 Subbuskap þarf ekki  að ljúga uppá RUV, sem allir þingflokkará Alþingi okkar halda verndarhendi sinni yfir.

Hrólfur Þ Hraundal, 27.12.2016 kl. 15:56

13 identicon

Komið þið sæl - enn !

Helga og Hrólfur !

Auðvitað: skapaðist fölsk auðlegð Sigmundar Davíðs, af samþykkjandi eftirgöf almennings til allra þingmanna, ekki bara hans eins: til SJÁLFVIRKRA launahækkana, með og án hlutdeildar hins dæmalausa og ósvífna Kjararáðs: ráðs, sem meira að segja gaf Hæstaréttardómurum drjúgar forgjafir, til þess að gambla með fjármuni skattgreiðenda / ekki bara þingmönnum, eins og kunnugt er.

Finnst ykkur þetta virkilega hrósvert - gott fólk ?

Fyrir nú svo utan hið óupplýsta: um örlög Ratsjárstofnunar á sínum tíma / sem og tilkomu Kögunar, í kjölfarið.

Hvaða mögulegu aðkomu - hafði Sigmundur Davíð, að æfintýrum og mangi Gunnlaugs föður síns, í kringum þau mál, t.d. ?

Sjáum fyrir okkur: einn nýjasta scandal Framsóknarmanna, í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, þar sem mætri konu þar úr sveitinni:: Þóru Einarsdóttur á Kárastöðum er bægt frá vinsælli og viðurkenndri veitingasölunni, sem hún hefir staðið fyrir, svo áratugunum skiptir (frá 1986), til þess að rýma fyrir mögulegum gæðing/um Ólafs Arnar Haraldssonar, þar efra.

Ótal margt annað - mætti nefna.

Með sömu kveðjum / sem áður // 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 20:28

14 identicon

óskar helgi, er það veitingastaðurinn sem brann til kaldra kola? Ég fór þar sumarið 2009 og við mér blasti hrúga af kolaviði og brunnar rústir, ég hafði gaman af því að fá mér kaffi þarna á árum áður en þetta sumar var af sem áður var. Annars er íslensk pólitík ekki sérlega áhugaverð, frekjudósum er hampað og góðir menn höggnir niður, kannski ekki skrítið að þjóðin hafi lítið álit á stjórnmálunum.

Böðvar (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 20:59

15 identicon

Komið þið sæl: margfaldlega, og aftur !

Böðvar !

Nei - það var Hótel Valhöll, sem fór í brunanum 2009.

Í Þjóustumiðstöðinni á flötunum (þegar komið er niður brekkuna ofanað, að vestanverðu) hefir Tóta (Þóra Einarsdóttir) og hennar dugmikla fólk haft sínar bækistöðvar, að minnsta kosti all lengi.

Þekking mín: á Þingvallasögu seinni ára er svo sem fremur broguð Böðvar, en ég kynntist all mörgum Þingvellinga aftur á móti, þegar ég var einskonar Vetrarmaður (1980 - 1981) hjá þáverandi Þjóðgagarðsverði og Prófasti, Síra Eiríki J. Eiríkssyni frænda mínum (hann og móðir mín voru systrabörn), þá ég kom að umsýslu þáverandi Veðurstöðvar og einnar, hinna síðustu handvirku Símstöðva landsins (stutt - löng - stutt), þar: á setrinu.

Sammála þér Böðvar - um hið algjöra fánýti íslenzku stjórnmálanna, nú: um stundir.

Sízt lakari kveðjur - öllum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband