29.12.2016 | 12:23
Af hverju þurfum við nýja stjórn?
Ég kem ekki auga á það.
Þessi stjórn kom fjárlögum í gegn með málamiðlunum sem allir sættu sig við nema komminn hún Katrín sem vildi skattleggja allt og alla upp fyrir rjáfur. Hinir betri þingmenn sáu delluna í henni og felldu tillögurnar hennar.
Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn framlengja líf þessa óþarfa flokksbrots Viðreisnar með því að mylja undir þá? Ef þeim er haldið úti í kuldanum þá eru þeir dauðir í næstu kosningum. Og mikið ef Píratar verða þá ekki útdauðir líka þar sem kjósendur eru búnir að átta sig á þeim eftir ræðuhöld Smára stærðfræðings og stjórnarmyndunartilraun Birgittu.
Mér sýnist minnihlutastjórnin sem nú situr vera að mörgu leyti mjög æskileg stjórn og betri en meirihlutastjórn, því hún þarf að leggja sig fram til að koma góðum málum áfram en getur ekki anað fram með offorsi. Það reynir þess vegna mun meira á hæfileika hennar ráðherra heldur en í öruggri meirihlutastjórn.
Eigum við ekki bara að hafa hana áfram? Það verða einhverjir til að verja hana vantrausti ef hún sýnir sig að vera traust og velviljuð.
Af hverju þurfum við einhverja aðra stjórn núna þegar ekki er hægt að mynda neina meirihlutastjórn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 82
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 3420048
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Segðu. Mæltu manna heilastur. Þetta er alveg rétt hjá þér, og ég tek undir þetta. Ég var að hugsa um það í morgun, að það er sífellt verið að tala um, hvað sé hlegið að okkur erlendis og gert grín að okkur þar, en mér finnst það ekki að ástæðulausu svo sem. Hvers vegna ætti fólk erlendis ekki að skopast að þeim, sem vilja endilega fara inn í brennandi og hrynjandi kofaskrifli ESB á sama tíma og aðildarþjóðirnar eru alltaf að velta því fyrir sér, hvernig þeir geti komist þaðan út? Skyldi það ekki skjóta skökku við í augum útlendinga? Ekki spurning. Erlendis yrði spurt, hvort þessir Íslendingar, sem vilja endilega fara inn í ESB þrátt fyrir ástandið á þeim bæ og þá staðreynd, að allir vilja fylgja í kjölfar Breta og fara þaðan út, séu ekki í lagi, eða í hvaða heimi og veruleika þeir lifi eiginlega. Engin furða, þótt fólk erlendis mundi spyrja svo, því að það er greinilegt, að þessir ESB-flokkar eru ekki með á nótunum í Evrópumálum, fjarri því. Það er eins og þeir búi við allt annan veruleika en við hin og hafi enga fjölmiðla til að fylgjast með fréttum í, og lifi eiginlega ennþá á 19. öldinni í þeim efnum. Þeir vilja hvorki, heyra, sjá né skilja, hvað er í gangi innan ESB, vilja heldur ekki vita af því, en halda fast við sinn keip, og það þrátt fyrir, þótt stærsti hluti Íslendinga vilji alls ekkert með ESB hafa og ennþá síður að fara þangað inn. Það virðist ekki koma þeim neitt við eða skipta neinu máli. Ég er ekkert hissa, þótt svona fólk sé aðhlátursefni útlendinga, og þeim finnist það eitthvað klikk. ESB-vitleysan er nóg til að ætla, að svo sé. Haldið það sé nú! Varðandi ríkisstjórnina, sem situr nú sem starfstjórn, þá finnst mér það leiðinlegt, að hún skuli ekki hafa fengið meirihlutaatkvæði, og fólk skuli ekki hafa séð sóma sinn í því að launa henni vel, það sem hún hefur gert til þessa til hagsbóta fyrir landsmenn. Að vísu má alltaf deila um sum mál, en þegar á heildina er litið, þá hefur hún staðið sig vel, og einstaka ráðherrar, eins og Bjarni og Lilja hafa verið einstaklega góðir ráðherrar. Sigurður Ingi hefur komist vel frá sínu sem forsætisráðherra líka. Það er ekki yfir neinu að kvarta, og því finnst mér alveg óþarfi að skipta þessarri stjórn út. Henni hefur líka tekist vel upp sem starfstjórn, og þess vegna ætti hún að sitja áfram, og kjósa síðan aftur í vor, og láta þær kosningar fara fram þá, sem með réttu hefðu átt að fara fram þá, ef þessi frekjulýður í stjórnarandstöðunni hefðu ekki heimtað kosningar strax. Þeir hafa líka farið flatt á þeirri kröfu sinni heldur betur, eins og sýndi sig á útkomunni. Sú niðurstaða verður ítrekuð enn frekar á næsta ári. Fólk vill ekki veruleikafirrta ESB-flokka, eða neitt Reykjavíkurrugl í landsstjórnina. Mál er að linni svoleiðis vitleysu. Málið er: Starfstjórnina áfram og kosningar í vor! Það á að vera krafa allra í dag, svo að hægt sé að koma á starfshæfri stjórn álíka þeirri og starfstjórnin var í upphafi. Svo einfalt er það mál.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2016 kl. 14:57
Það vantar bara alls ekki nýja ríkisstjórn. Við erum ekki á neinni heljarþröm að ég viti.
Elle_, 29.12.2016 kl. 21:49
Það sem vantar eru kosningar og þangað til er heppilegast og ódýrast að nota þá stjórn sem við höfum núna.
En því miður þá virðist forsetinn ekki skilja þetta og tönglast á því dag eftir dag að hann vilji sjá ríkisstjórn á morgun, næsta dag eða hindagin eða eftir jól.
Hann er heppinn vesalings maðurinn að Íslendingar eru umburðarlyndir.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.12.2016 kl. 22:58
Akkurat Hrólfur forsetinn veit hvers er vænsts af honum.Varla heppni að hann komast upp með einskonar þjófstart.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2016 kl. 00:29
Það eru líka hugsanlega einhver leikrit í gangi sem liggja ekki í augum uppi.
Halldór Jónsson, 30.12.2016 kl. 08:19
Þess er auðvita vænst að niðurstaða kosninga sé fyrsta flokks en það gerist aldrei á Íslandi. Venjulega fáum við annars flokks og stundum þriðjaflokks niðurstöðu og magn hrossakaupa í samræmi við það.
Niðurstaða haust kosninganna var og er ónýt, náði ekki einu sinni að vera þriðjaflokks og úr þessháttar dóti verður ekkert smíðað sem gagnast getur ærlegum. En hrossaprangarar hafa náttúrulega bara sína hagsmunni að leiðarljósi svo sem dómar og umsagnir þar um sanna.
Það er merkilegt að engum þingmanni, engum ráðherra, engri ríkisstjórn, hafi hugkvæmst að gefa kjósendum betri möguleika til að ráða því hverjir fari með völd eftir kosningar.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.12.2016 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.