Leita í fréttum mbl.is

Er ég stoltur?

Er ég stoltur af því að tilheyra mannkyninu við þessi áramót?

Maður er búinn að horfa á myndir frá Aleppo og sjá brjálaðan Arabalýð skjóta og myrða allt sem hreyfist,sjá iðnveldin henda sprengjum á spítala og drepa lækna og hjúkrunarfólk,  sjá blóð barnanna fljóta og sundurtætta borgina hrunda. Og þetta eru ekki fyrstu fólskuverkin í mannkynssögunni. Allt löðrandi í blóði og bardögum.

Heyra um 7 ára börn sem eru klædd í sprengjubelti og send inn á meðal saklauss fólks í mannþröng  þar sem þau  eru sprengd af múslíma í nafni Kóransins og Allah í þeim tilgangi að drepa sem allra flesta sem eru nálægt. Hlusta á fréttastofur voga sér að kalla þetta sjálfsmorðsárásir.

Líklega er trúarbrjálæðið verst viðfangs af öllu sem mannkynið hrjáir. Þar sem vitfirringar í grímubúningum og slæðum  æsa fólkið til fordæðuskapar eftir forskriftum úr gömlum skruddum. Og leggja líflát við því einu að andmæla eða efast.

Nei ég er ekki stoltur að tilheyra sömu dýrategund og er þarna að verki.

Úti í geimnum sveimar Hubble sjónaukinn umhverfis jörðu. Hann hefur birt okkur myndir af súlum sköpunarinnar. Gríðarlegum ryk-og gasmekkjum þar sem sólirnar fæðast og byrja líf sitt í hinum rámu regindjúpum himingeimsins.Milljóna ljósára fjarlægðir segja ævagamlar sögur af einhverju sem var. En hvað skyldi vera að gerast þarna núna? Hvernig getur geimurinn verið að þenjast stöðugt út? Erum við utaná himnu tímarúmsins þar sem eitthvað óþekkt er á innrabyrðinu? 

Að hugsa sér að þessi litla örsmæð miklu minni en baktería í hlutfalli  við þessar víddir,- maðurinn-, skuli vita þetta og sjá. Mann sundlar við hugsunina eina. En samt getur maður fundið fyrir stolti af því að þetta hefur okkar tegund gert. 

Að mannkynið skuli hafi átt einstaklinga eins og Einstein sem skildi lögmálin sem himingeimurinn hlítir í tímarúminu, mann eins og Stephen Hawking sem þrátt fyrir algera fötlun líkamans hefur með hugarorku sinni jafnvel skilið tímann og sögu hans sem og margt annað. 

Já ég er þá stoltur af af því að tilheyra þessu mannkyni sem getur þetta.  

Ég horfi á Nýjárskonsertinn í Vín og heyri þessa dýrðlegu tóna og sé alla þessa fegurð sem birtist á skjánum. Ég er bergnuminn af því sem ég sé. Svo óendanleg fegurð er til í heiminum. Og svo óendanlegur viðbjóður. Heimska, brjálæði,hugsun og þekking, kærleikur og botnlaus illska.

 

Ég er samt stoltur og þakklátur fyrir að tilheyra þessu mannkyni sem getur allt þetta fagra. Ég er ekki stoltur af því að tilheyra þeim hluta mannkyns sem anar fram í blindri heimsku myrðandi og drepandi allt sem fyrir verður. Þetta sama mannkyn sem átti Maó, Hitler, Stalín og Pol Pot.

Hvílíkar andstæður eru ekki í þessu mannlífi við þessi áramót? Brjálaðir einstaklingar sem geta ekki fengið nóg af drápum og ofbeldi. Aðrir sem helga allt líf sitt kærleika og umhyggju til að reyna að bæta böl og auka við þekkingu manna til framþróunar? Vísindamenn sem finna læknislyf við ólæknandi sjúkdómum. Er það sanngjarnt að kenna einhverjum Guði um þetta allt?

 

Er ég ekki samt stoltur af því að tilheyra mannkyninu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband