Leita í fréttum mbl.is

Heiðrún Lind

Marteinsdóttir skipstjóra var á Sprengisandi nú áðan.

Málflutningur Heiðrúnar er aldeilis frábær. Rökvís fór hún yfir hinar flóknu hliðar sjávarútvegsins og fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er Íslendingum endalaus þrætubók.

Hún fór yfir uppboðsleiðina og sýndi fram á það að sú leið yrði ekki til þess að gefa nýliðum tækifæri.Reynsla Færeyinga það sem af er benti ekki til slíks hvað sem yrði.

Stórir aðilar sem væru búnir að leggja mikið fé í grunn fyrirtækjanna myndu ekki láta sinn hlut á uppboðum sem þannig myndi verka til enn meiri samþjöppunar í greininni en nú er.

Hún benti á að íslenska ríkið væri þegar einn stærsti handhafi aflaheimildanna eftir skerðingar á heimildunum. Það væri í raun verið að spyrja hversu mikið sjávarútvegurinn ætti að greiða umfram önnur fyrirtæki skattalega séð.Hún sagðist fúslega viðurkenna að notendur sameiginlegra auðlinda ættu allir að greiða fyrir afnotin. Spurningin  væri hinsvegar hversu mikið væri sanngjarnt.

 

Eiginlega hliðstæða þess þegar Guðmundur Einarsson verkfræðingur spurði fulltrúa Bandaríkjastjórnar í verksamningi hvort hann gæti sagt sér hversu mjúkt það mjúka væri sem útboðslýsingin kvæði á um? Það varð skiljanlega fátt um svör hjá stórveldinu og í raun er það álíka líklegt að hægt sé að svara spurningunni um sanngirni varðandi auðlindagjald.

Heiðrún Lind vakti sérstaka athygli mína fyrir skýra hugsun og skilvirka framsetningu. Pólitískir trumbuslagarar sem nú eru víst að mynda ríkisstjórn ættu að hlusta grannt eftir því sem Heiðrún Lind segir um eðli sjávarútvegsins og möguleg uppboðskerfi aflaheimilda sem fram komu í þessum þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆ Halldór !

       Í bloggskrifum þínum hér að ofar, er ljóst að þú hefur nú tekið boðskapinn rangt inn.  Ef við lítum um öxl gátum við lesið, greiningu og skrif hins mæta f.v. ritsstjóra og bloggara, Styrmis  Gunnarssonar.  Styrmir hafði starfa síns vegna tök á að  horfa yfir  þjóðarsviðið  og í skrifum  þar mátti lesa greiningu Styrmis, en þar taldi hann að spilling hafi hafist fyrir alvöru þegar stjórnvöld heimiliðu framsal á aflaheimildum. Þó nokkur ár séu   liðinn frá þessari greiningu Styrmis er þjóðin mjög ósátt enn í dag.  Það verður að segjast  að þessi óánægja er ekki minni í dag en var  þegar Styrmir setti sína skoðun á þessu máli  fram.

       Þegar minnst er á spillingu við vini þessa kerfis eru þeir með svör á reiðum höndum, og minnast á gengisfellingar fyrri tíma.  Þeir sem muna fyrri tíma muna að þrátt fyrir gengisfellingar var hægt að byggja sjúkrahús (Borgar) skóla, félagsheimili og flr. Og flr. Það var varla minnst á þessi mál í fjölmiðlum þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt.

       Leitt er að segja að nú er svo komið að illa gengur að reka sjúkrahús. Ekki er hægt að reka löggæslu né Landhelgisgæslu og flr. Allt verðu þetta til, vegna misskiptingar og spillingar.. Þá kemur upp hvaða flokkur er helsti vermdari misskiptingar og spillingar ??  Allt þetta verður hver að meta fyrir sig.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 17:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er nú ekki til að hrópa húrra fyrir hjá þér Eddi minn. Steingrímur J. hafði vit til þess að heimila framsalið em er nauðsynlegt til að kerfið þrífist rétt. Ríkið er að skekkja myndina með byggðatilfærslum.

Ég er fylgjandi krókaveiðum eða strandveiðum í einhverjum mæli og kannski væri hægt að byggja einhverja varanlega aflareynslu inn í það system sem myndaði kvótaeign.

En í heild er kvótakerfið það skásta sem fram hefur komið, þú eða aðrir geta að minnsta kosti ekki bent á neitt sem er betra.

Útgerðarfyrirtækin þyrftu hinsvegar að vera fleiri almenningshlutafélög þannig að þjóðareign myndi myndast. 

Halldór Jónsson, 8.1.2017 kl. 18:05

3 identicon

     Það er rétt Halldór minn, við getum verið sammála um margt t.d. að gefa krókaveiðar frjálsar með einhverjum takmörkunum. Það gæti skapað sátt.  Það væri eðlilegt að allur fiskur færi á markað og gjald fyrir afnot til þjóðarinnar væri greiddur þar.  Þannig fengi þjóðin eðlilegt afnotagjald.

     Halldór það má aldrei segja að aflareynsla skapi kvóta eign.  Fiskurinn innan Íslensku fiskveiðilögsögunnar er aðeins sameign þeirra sem byggja Ísland hverju sinni, sem sagt þjóðareign.  Réttur innan fiskveiðilögsögunnar á ekki að geta breyst mema evrópusinnaðir flokkar komist til valds á Íslandi.  Flokkar eins og þeir sem eru nú að komast valda á landi voru, og er það hættumerki.  

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 18:38

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Steingrímur gleymdi alveg að setja ákvæði um að allur afli yrði seldur á fiskmörkuðum, svo þeir sem misstu frá sér kvóta gætu stundað fiskverkun áfram. Uppboð á kvóta er rugl, aðgangurinn að aflanum verður að vera í gegnum markaði

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.1.2017 kl. 19:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hallgrímur Hrafn

Á Samherji að kaupa sinn fisk sem hann veiðir á markaði til að setja hann í sína vinnslu? Er það ekki dálítið snúið?

Halldór Jónsson, 9.1.2017 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420089

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband