15.1.2017 | 11:05
Meinvættir
virðast ráða för í þróunarmálum Reykjavíkur. Það er sama hvar niður er borið um það sem til framfara og úrlausna brýnna verkefna heyrir, allstaðar rekast menn á einhverja meinbugi sem borgaryfirvöld láta hindra för. Það virðast allstaðar vera einhverjir meinvættir á ferð sem gera allt ómögulegt nema að gera ekki neitt.
Frá því er skýrt í Morgunblaðinu að Flugfélag Íslands hafi árið 2013 sótt um að fá að gera endurbætur á gömlu bröggunum sem eru notaðir til að afgreiða nærri 2000 manns á dag á Reykjavíkurflugvelli. Félagið hefur boðist til að hafa byggingarnar úr niðurtakanlegum einingum eða á hvern þann hátt sem gæti verið þóknanlegt yfirvöldum. Til þessa dags hafa þeir aðeins verið hunsaðir og ekki einu sinni hvorki fengið hvorki neitanir né vífillengjur, bara þögnina eina.
Hjálmar Sveinsson og Dagur Bergþóruson eru þeir sem með öll reiðhjólavöld í Reykjavík fara. Þetta háttalag er þeim auðvitað líkt. Dagur gefur hinsvegar reglulega yfirlýsingar um að nú ætli hann að láta byggja svo og svo margar félagslegar leiguíbúðir. Nú síðast lét hann dekka fyrir sig borð úti á víðavangi þar sem hann tilkynnti um næstu tugi slíkra bygginga til viðbótar við þær þúsundir sem hann hefur áður lofað. Og þetta var auðvitað myndað í bak og fyrir að hætti Dags. Sumir segjast enn vera að leita að þessum byggingum öllum en finna víst lítið. Enda víst næsta fátt verið byggt af þessum sífelldu Pótemkíntjöldum Dags Bergþórusonar.
Hinsvegar gengur honum alveg prýðilega að hindra allt sem til framþróunar horfir. Sleppa helst viðhaldi gatna en þrengja aðrar þess meira og standa í vegi fyrir nýjum akreinum fyrir bíla. Sem myndu bara fyllast hvort sem er af fleiri bílum að sögn Hjálmars Sveinssonar reiðhjólasérfræðings í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar. Því er betra að gera bara ekki neitt.
En meirihlutinn er víst að bíða eftir nýrri borgarlínu í samstarfi við nýja ríkisstjórn þar sem fyrrum félagi þeirra situr. Stefnan er því bara að bíða og tala, ekkert byggja né bæta. Það er eiginlega stjórnmálasaga Dags Bergþórusonar í hnotskurn.Honum tókst meira að segja að tala hið mætasta fólk inná að byggja tugmilljarða flugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar beint ofan á einu virkasta eldfjalli landsins í Hvassahrauni. Og ekki heyrðist að hann hafi ætlað að borga mannvirkið af lóðapeningnum sínum úr Vatnsmýri heldur væri það þjóðarinnar.
Auðvitað vill þjóðin að Reykjavíkurflugvöllur sé efldur bættur og byggður upp til frambúðar. það eru blindir menn sem sjá ekki hvílík gullnáma og lífsgæði völlurinn gæti orðið þjóðinni ef honum væri sómi sýndur. Nýr ráðherra Jón Gunnarsson virðist gera sér glögga grein fyrir nauðsyn þessa. En hann á þvílíkum forynjum að mæta hjá Reykjavíkurborg sem bara vilja tala og tala um einhver samkomulög sem eiga það sameiginlegt að verða aldrei gerð né til nokkurs leiða vegna þess neikvæða hugarfars sem að baki býr.
Allt er þetta hörmungarástand hinsvegar á ábyrgð Halldórs Auðars Pírata Svanssonar sem færði Reykvíkingum þessa kumpána, Hjálmar og Dag, aftur á valdastóla eftir að kjósendur höfðu kosið þá frá. Og endurgjaldið er svo lítið að menn undrar stórlega lítilþægni þessa borgarfulltrúa sem í raun hefur öll þeirra ráð í hendi sér.Hans gerð er ekki meiri en þetta.
Halldór Auðar Svansson er því vafalaust dýrasti borgarfulltrúi sem Reykvíkingar hafa nokkru sinni fengið í töpuðum tækifærum mælt. Heil glötuð fjögur ár í framþróun og lífi Reykjavíkurborgar eru ekki neitt smáræði. Hann heldur þeim meinvættum við völd í Reykjavík í trássi við vilja þjóðarinnar og Borgarbúa flestra sem flesta framþróun hindra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Ef ég man rétt, þá kröfðust herstöðvarandstæðingar, ef ekki Alþýðubandalgið líka, þess í eina tíð að Keflavíkurflugvöllur yrði lagður niður og öllu flugi beint til Reykjavíkurflugvallar.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 12:37
Já meinvættir og svo óvættir sem ekki verður grandað nema með tréfleygum.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.1.2017 kl. 13:52
Halldór minn, taktu eftir því sem ég skrifa hérna, þetta lið verður endurkjörið á næsta ári af því að afi, amma, pabbi og mamma kjósenda kusu alltaf krata hvað sem á dundi, þetta gengur í erfðir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 15.1.2017 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.