Leita í fréttum mbl.is

Í minningu Icesave III

skrifar Sigríður Andersen nokkrar línur í Sunnudagsmoggann um þá tíma þegar elítan okkar hótaði okkur með að Ísland yrði Kúba norðursins ef við ekki borguðum Icesave.  Muna menn ekki hvernig flestir málsmetandi menn vildu semja og borga, allt  frá núverandi forsætisráðherra og niður allan elítulistann?

Hún segir m.a.:

 

"....Þetta var meðal þess sem rak okkur til að stofna Advice hópinn sem lagðist gegn samningi um málið. Þegar hópurinn kom saman í febrúar 2011 var útlitið heldur dökkt fyrir málstað hans. Kannanir bentu til að um 2/3 myndu samþykkja Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn fjölmiðlamaður mætti á fyrsta kynningarfund hópsins en þeir mættu hins vegar á sambærilegan fund Áfram-hópsins sem vildi samþykkja samninginn. Og margt virtist málstaðnum mótdrægt. Fréttablaðið, Ríkisútvarpið, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnulífs, álitsgjafarnir, bankarnir, matsfyrirtækin, seðlabankinn, mikill meirihluti Alþingis, ríkisstjórnin, samninganefndin og svo framvegis.

En að lokum komst mikill meirihluti kjósenda að þeirri niðurstöðu að best væri að hafna samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl.

Tveimur árum síðar, 28. janúar 2013, hafnaði EFTA dómstóllinn svo kröfu um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Menn halda upp á marga daga af minna tilefni. Til hamingju með daginn í dag".

Þarna kom upp þessi svipaða staða og upp kom með kjöri Donalds J. Trump. Fólk nennir ekki alltaf lengur að láta mata sig af einhverjum besservisserum hjá RÚV,vinstripressunni,Demokrataflokknum, Eglum Helgasonum, Illugum,og hvað þetta lið heitir allt saman sem allt þykist vita.

Nú tekur Trump til dæmis á flóttamannamálinu og allt gengið hérna, og raunar víða annarsstaðar,  trompast af vandlætingu, þegar þjóðin vill örugglega taka upp önnur vinnubrögð í þessum innflytjendamálum en þau sem góða fólkið viðhefur.

En þjóðin fær auðvita engu að ráða í þeim málum heldur sama elítugengið og ætlaði að láta okkur borga Icesave III. Spurning er hvort Sigríður Andersen getur eitthvað hægt á því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband