Leita í fréttum mbl.is

Sá eini sem veit

líklega hvað gerðist með Birnu Brjánsdóttur þegir.

Á meðan leitar öll þjóðin að vegsummerkjum og sorgin og reiðin nagar hana.

Maðurinn sem öll líkindi benda til að viti sannleikann þegir. Og er varla yfirheyrður því hann þverskallast.

Af hverju skyldi hann ekki vera beittur mesta mögulega harðræði í yfirheyrslum? Hefur hann unnið fyrir einhverri silkihanskameðferð?

Er hann ekki sá eini sem veit allt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita veit félagi hans líka allt þó hann hafi ekki verið vitni að síðustu ökuferðinni.

 En á Íslandi er ekkert einfalt og raunar margt skrítið og ef svo hefði farið að stúlkunni hefð auðnast að verjast með þeim afleiðingum að árásar maðurinn hefði drepist, þá væri hún sökkudólgurinn.  

En þó að ég beri ekki mikið traust til löggjafans og dómstólanna þá held ég að lögreglan vinni sín mál svo vel sem aðstæður leifa.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2017 kl. 13:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð spurning og gæti verið að fleiri úr áhöfninni hafi komið við sögu en fljótir eru lögfræðingarnir að sækja á lögregluna en þeir eru þjálfaðir flóttamanna lögfræðingar.Mig grunar samt að sökudólgarnir hafi ekki verið yfirheyrðir ennþá út af ótta hjá lögreglu að gera skissur. 

Valdimar Samúelsson, 6.2.2017 kl. 14:01

3 identicon

Þvinga fram játningu svo dómstólar geti sparkað málinu út og sleppt manninum fyrir ólöglegar yfirheyrsluaðferðir og harðræði af hendi lögreglu? Það verður seint skortur á heimsku, dómhörku og forvitni almennings.

Hábeinn (IP-tala skráð) 6.2.2017 kl. 14:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að á síðari árum hafa upplýst fjöldamörg mál þar sem ný gögn, svo sem DNA, hafa sýnt að saklausir menn voru dæmdir þrátt fyrir að aðferð Trumps, harðræði af grófustu gerð, hafi verið beitt við að knýja fram játningu þeirra. 

Merkilegt er að sjá hve margir trúa á "harðræði" og vilja losa vestræn þjóðfélög við grundvallarreglu þeirra: "In dubio pro reo" þ. e. allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil, - hver maður skal talinn sýkn saka, nema sekt hans sé sönnuð.  

Ómar Ragnarsson, 6.2.2017 kl. 16:03

5 identicon

Hvað myndi vera "mesta mögulega harðræði í yfirheyrslum" grunaðs afbrotamanns/konu?

Agla (IP-tala skráð) 6.2.2017 kl. 19:00

6 Smámynd: Halldór Jónsson

"að saklausir menn voru dæmdir þrátt fyrir að aðferð Trumps, harðræði af grófustu gerð, hafi verið beitt við að knýja fram játningu þeirra. "

Alveg furðulegt hvernig þú getur komið með svona óþverra Ómar að draga Trump Bandaríkjaforseta inn í þetta mál. Hvað þekkir þú til aðferða Trumps við yfirheyrslur?

Agla mín, ég er ekki lögregla eða yfirheyrandi. Sama gildir um aðdróttanir Hábeins.

Halldór Jónsson, 6.2.2017 kl. 20:16

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Pyntingar og "harðræði" geta verið freistandi ef maður er viss í sinni sök. En staðreyndin er samt sú að pyntingar gagnast ekki til að fá fram sannleikann. Þar kemur að rannsóknargögnum lögreglunnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.2.2017 kl. 20:25

8 Smámynd: Elle_

Bandaríkjaforseti átti þetta ekki skilið.

Elle_, 6.2.2017 kl. 20:29

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Trump hefur lýst því yfir að hann vilji taka upp pyntingar yfir grunuðum hryðjuvkerkamönnum þannig að hann á skilið orð Ómars.

En gallinn við það að ná fram upplýsingum með pyntingum er sá að sá sem fyrir verður gerir á endanum hvað sem er til að losna undan pyntingunum og segir þá bara það sem þarf til að gera það. Og það leiðir þá til þess að hann segir þeim sem pynta hann það sem hann telur að muni duga til þess. Það leiðir þá til þess að hann játar á sig glæpi sem hann framdi ekki eða ber vitnisburð um aðra sem ekki eru sannleikanum sakmvæmt. Pyntingar eru þess vegna ekki góð leið til að ná fram sannleikanum. Flest þau tilfelli þar sem DNA tækni hefur sannað sakleysi dæmdra manna löngu seinna eru einmitt tilfelli þar sem játningum eða upplýsingum frá öðrum var náð fram með harðræði við yfirheyrslur.

Sigurður M Grétarsson, 6.2.2017 kl. 22:03

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar vinstri öfgamenn eins og Sigurður M Grétarsson hefur eftir Trump vilja hans við yfirheyrslur á grunuðum óvinum mannkinsins hryðjuverkamönnum, þá get ég sagt mér að(fenginni reynslu)að því fylgja örugglega fleiri orð hans með sem er sleppt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2017 kl. 02:41

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að skálda neitt né gera Trump neitt upp.

Nánar tiltekið sagði hann og hefur ekki borið það til baka, að hann teldi vatnspyntingar hafa gert gagn, og sem forseti Bandaríkjanna myndi ekki skipta sér af því þótt slíkar pyntingar yrðu notaðar við yfirheyrslur á hryðjuverkamönnum. 

Ómar Ragnarsson, 7.2.2017 kl. 11:50

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Helga. Getur þú útskýrt hvað það er sem gerir menn að "öfgamönnum" við það að vera á móti pyntingum? Ekki gleyma því að það er aðeins hluti "grunaðra hryðjuverkamanna" sem eru í rauninni "hryðujverkamenn". Það er því verið að heimila pyntingar yfir saklausum mönnum, sem oft á tíðum endar með fölskum játningum eða fölskum ásökunum á aðra menn. Eru það ekki frekar öfgar að vilja gera slíkt?

Og venga þess að pyntingar leiða til falskra játninga og falskra ásakana sem leiðir baráttuna gegn hryðjuverkum inn á rangar brautir sem aftur leiðir til sóunar á mannskap og peningum sem settir eru í baráttuna gegn hryðjuverkum þá verður árangurinn af pyntingunum engin, og jafnvel minni en engin, og það síðasta sem þær gera er að auka öryggi borgaranna.

Sigurður M Grétarsson, 7.2.2017 kl. 12:11

13 identicon

Í raun er þetta afar heimskulegt innlegg.  Yfirheyrslur lögreglunnar fara fram innan ákveðins lagaramma, og ekki að ástæðulausu.  Ef lögreglan myndi beita sakborningum í þessu máli harðræði, yrðu slíkar játningar ekki dómtækar.  Þetta vita allir sem vilja.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.2.2017 kl. 16:28

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Það sem ég kalla harðræði er að maðurinn sé yfirheyrður eins og hann sé í vinnu.Svona 8-12  tíma á dag stanslaust. Ekki að hann fái að vera bara í fríi dögum saman meðan björgunarsveitir leita. Kannski frí á sunnudögum ef það þykir mannúðlegt. Fyrr eða síðar verður hann að ákveða sig hvenær hann er búinn að fá nóg.

Halldór Jónsson, 7.2.2017 kl. 22:08

15 identicon

Mer þykir nafna mín Kristjánsdóttir hafi tekið full stórt upp i sig með því að kalla Sigurður M Grétarsson vinstri öfgamann út af því hann er á móti því að fólk sé pyntað.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 09:49

16 identicon

Mer þykir nafna mín Kristjánsdóttir hafi tekið full stórt upp i sig með því að kalla Sigurður M Grétarsson vinstri öfgamann út af því hann er á móti því að fólk sé pyntað. NOT !

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 10:27

17 identicon

Nei er ekki Valur mættur aftur og skrifar undir mínu nafni eina ferðina en

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband