Leita í fréttum mbl.is

Friðrik I. Óskarsson

skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag:

"Nýlega er ég var staddur í Hörpunni og hitti þar frú eina sem sagði við mig: »Þú ert duglegur við að skrifa í Morgunblaðið.« Ekki finnst mér það nú, en ég hef hugleitt með sjálfum mér að fólk virðist lesa bullið í mér og þykir mér það virkilega gott að fá smá komment á það sem maður hugsar. Mér þykir ákaflega gaman að lesa greinar eftir frúna frá Sauðarkróki sem lætur hjartað ráða í skrifum sínum. Ég viðurkenni það að ég er mikill hægrimaður og vil frjálsræði, en ég get líka gagnrýnt gerðir hægrimanna. Mér finnst til dæmis miður að Framsóknarflokkurinn skyldi ekki vera valinn í ríkisstjórn, t.d. að fá Lilju Alfreðs sem utanríkisráðherra og Sigurð Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegráðherra. Sigmundur Davíð á ekki heima í ríkisstjórn. Ég tel að hann þurfi aðeins að skoða sjálfan sig. T.d. að fara í gegnum sporavinnu, en mér finnst Sigmundur Davíð vera hálfgerður hrokagikkur. Það er eins með Þorgerði Katrínu, hún á ekki heima á ráðherrastóli, eins finnst mér Þorsteinn Víglundsson sem starfaði meðal atvinnurekenda ekki vera á réttum stað sem ráðherra, en ég geri mér fulla grein fyrir því að ég kem ekki til með að breyta neinu. Mér finnst Bjarni Ben. hafa tekið rangar ákvarðanir í myndun þessarar ríkisstjórnar, þó svo að mér finnist Bjarni Ben. frekar hafa vaxið sem stjórnmálamaður. Ekki þekki ég neitt til Benedikts Jóhannessonar, allavega finnst mér hann hálfleiðinlegur í sjónvarpi.

 

Þá kem ég að málum sem ég skil ekki og kannski engin furða, þegar kemur að Vinstri grænum og Pírötum. Katrín Jakobs er aldrei ánægð og tuðar endalaust um að hækka skatta á lýðinn og um jöfnuð í þjóðfélaginu. Sennilega hefur Katrín aldrei fengist við stjórnun og skilur ekki hvað jöfnuður þýðir. Ef Katrín er að tala um jöfnuð í þjóðfélaginu, þá getur hún gleymt því, því það verður aldrei jöfnuður því það verður alltaf bil milli fólks og hækkun skatta þýðir aðeins meiri svört vinna. Málið er að við Íslendingar virðumst ekki skilja að ef við greiðum ekki til samfélagsins er ekki endalaust hægt að heimta peninga úr ríkissjóði (því ríkissjóður er bara við sjálf) til framkvæmda, t.d. heilbrigðismála, menntamála, vegagerðar o.s.frv. Með lægri sköttum verður til hvati fyrir fólk að greiða í ríkissjóð.

 

Svandís Svavarsdóttir ætti löngu að vera hætt á þingi. Svandís fékk dóm á sig sem ráðherra og ætti því ekki að hafa leyfi til að vera á þingi, enda lítið vit sem kemur frá hennar munni. Píratar hafa ekkert til málanna að leggja annað en stjórnarskrármálið. Í sjónvarpi fyrir stuttu var rætt við Píratakonu, Katrínu Jakobs og Lilju Alfreðs. Að mínu viti kom ekkert af viti, hvorki frá Katrínu eða Píratakonunni sem ég veit ekki hvað heitir. Lilja var sú eina sem sagði eitthvað af viti sem ég helda að allir hafi skilið. Samfylkingin er dáin með þrjá þingmenn, enda hefði verið langtum nær að Samfylkingin sameinaðist Vinstri grænum því stefna þessara flokka er svo til eins. Ég hef þá trú að bæði Píratar og Samfylking deyi út í næstu kosningum. Fólkið sem stjórnaði Samfylkingunni gat þurrkað út krataflokkinn, en hér hefur ekki verið flokkur fyrir alþýðufólk síðan Jón Baldvin hætti.

 

Svo er það eitt mál sem lengi hefur legið á mér og það er þessi mál er varðar fólk sem kemur hingað til lands án skilríkja og hefur allavega afsakanir fyrir því að það hafi flúið sitt heimaland. Það er enginn góðvild í því að hleypa hingað inn allavega fólki sem við vitum engin deili á. Ég vil - og tek það fram - að það er mín skoðun að þessu fólki sé snúið við á flugvellinum og sent til baka til þess lands sem það kemur frá.

 

Það kostar ríkissjóð mikla peninga að halda öllu þessu fólki uppi á sama tíma og það vantar nýjan Landspítala og sjúkrahúsin á landsbyggðinni svelta. Það vantar lækna í Rangárþingi svo ég tala ekki um Vestmannaeyjar með gott sjúkrahús, en konur geta ekki fætt börnin sín þar vegna læknaskorts. Svo eru það við gamlingjarnir sem höfum borgað okkar skatta og gjöld alla tíð og ekkert hlustað á okkur. Við erum bara rugluð þó svo að við og forfeður okkar byggðum þetta land upp, samt erum við þakklát fyrir hverja þá hækkun á launum sem við fáum frá Tryggingastofnun þó svo að enginn skilji útreikninga Tryggingastofnunar. TR lætur alltaf í það skína að þetta séu bætur, þetta eru ekki bætur heldur laun sem við gamla liðið höfum safnað okkur og ættum að fá þau óskert án þess að lífeyrissjóðum sé blandað inni í.

 

Alþingismenn, farið að hugsa um þjóðarhag, ekki alltaf um eigin rass. Svo í lokin þá erum við kristin þjóð og ég sem kristinn maður hef lítinn áhuga á að fylla hér allt af einhverjum múslimum, en mér sýnist þjóðin stefna hraðbyri í að verða múslimum að bráð. Á sl. 70 árum hefur mikil breyting orðið hér á Íslandi, s.s. í heilbrigðis-, menntamálum og vegagerð. Mörg hrun, atvinnuleysi, gos þar sem heilt byggðarlag varð undir ösku og hrauni en reis samt upp. Verum þakklát fyrir það sem við höfum, þökkum þeim sem reis upp og fyrirgaf og gaf okkur lífið í sér."

Hér er talað mál sem venjulegt fólk skilur. En að vinstri Alþingslýðurinn sem þar nú trónar hæst skilji þetta er líklega borin von. Takk fyrir Friðrik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband