8.2.2017 | 17:36
Brennivín og bankarnir
skipta mig ekki lengur máli á hugsjónalegum grundvelli.
Mér er algerlega meinalaust þó ÁTVR sé áfram í núverandi mynd. Það þarf bara að passa að spilling þrífist þar ekki innandyra. Að útibússtjórar mismuni ekki seljendum með hilluröðun. Úrvalið er í fínu lagi í verslununum. Verðið er auðvitað brjálað. En ég held að ég myndi ekki drekka neitt meira þó það væri billegra. Og ég held héðan af að ég myndi ekki drekka neitt minna þó það kosti áfram svipað. Ég gef ekkert fyrir þetta Viðskiptaráð eða gírugheit Haga. Ég treysti þeim ekki til að velja sprútt fyrir mig.Hver segir að þeir verði minna spilltir? Eða skemmtilegri?
Ríkisbankarnir græða sem aldrei fyrr. Af hverju er ekki hægt að fá opinbera starfsmen til að reka banka? Við klikkuðum alltaf mest á því i gamla daga að ráða einhverja pólitíska apa sem bankastjóra sem höfðu auðvitað ekki hundsvit á peningum né bankamálum, auk þess stundum bullandi spilltir að lána sér og sínum flokksmönnum. Það á alveg að vera hægt að ráða heiðarlegt fólk til ríkisins eins og til annarra fyrirtækja.Það er mér engin pólitísk sáluhjálp lengur að Landsbankinn eða Íslandsbanki megi ekki vera ríkisbankar svo lengi sem þeir eru ekki settir undir stjórn fífla eða spilltra einstaklinga. Já, það er það eina sem þarf að passa því annað er bara heilbrigð skynsemi. Því það getur hver sem er rekið banka ef hann er hvorki glæpamaður né fífl. Það þarf enga sérstaka snillinga í það, það sannar sagan svo um munar.
Svo eitthvert frjálshyggjutrúboð virkar ekki á mig framar. Ég ber hvorki virðingu fyrir bönkum, bankastjórum né brennivíni lengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Því er haldið fram hér á Íslandi að brennivín og ekki bara brennivín heldur allt vín þurfi að vera dýrt til að forða fátæklingum frá því að gera sér og vinum sínum glaðan dag.
Vín á Íslandi er því einkum til handa heldrimönnum og snobbhænsnum með rúm fjárráð og þar með ósæmilegt að sauðsvartur almúginn njóti guðaveiga til jafns við andans jöfra og efnamenn.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.2.2017 kl. 20:27
Setti ekki Skallagrímur á sykurskatt svo veaalingarnir gætu nú ekki tekið upp á því að leggja í?
Halldór Jónsson, 8.2.2017 kl. 20:32
Jú rétt hjá þér Halldór Skallagrímur, sá ódámur réðist að fátæklingum og stal frá þeim þeirra eina möguleika til að gera sér glaðan dag.
Sjálfur gat hann hætt að brugga því hann var komin með ráherra laun.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.2.2017 kl. 21:08
Sælir félagar, Halldór og Hrólfur.
Getum við ekki í sameiningu keypt eitt stykki banka á uppsprengdu verði og fengið lán hjá bankanum sjálfum? Við látum síðan hagnað bankans fara í að greiða skuld okkar eftir að við höfum tekið út ríflegan arð.
Við hljótum að geta þetta eins og Björgólfarnir, við myndum bara passa okkur betur en þeir, verða ekki og gráðugir, eða þannig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2017 kl. 10:22
Heyrðu Tómas, við kaupum að sjálfsögðu tvo banka.
Tökum 100 miljarða lán í Arion, og kaupum Landsbankann.
Síðan tökum við 100 miljarða lán í Landsbankanum, og kaupum Arion banka.
Þá skulda þeir hvor öðrum 100 milljarða.
Með öðrum orðum skulda þeir ekkert.
Egilsstaðir, 09.02.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 9.2.2017 kl. 14:43
Já, þarna komstu með það Jónas alveg snilldar áætlun. Kaupa tvo banka á lánum og skulda ekkert, frábært, sláum til.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2017 kl. 14:58
Þið gleymið því að þetta styrkir efnahag beggja því með bankamargfaldaranum gefa þeir út rafeyri í miklum mæli og geta lánað okkur miklu meira.
Halldór Jónsson, 9.2.2017 kl. 17:24
Já Halldór, Wells Fargo kom sér upp apparati til að leggja inn og taka út af reikningum, og ég auðvitað skáldaði að þeir hefðu búið til forrit til að auka framleiðnina á peningabókhaldi.
Svona er hægt að búa til peninga, bókhald, peningar eru aðeins bókhald. Þetta er , bara, svona grín, eins og þessi gamla færsla. Fluga á vegg.
Kostur bókhaldsins, peninganna, hægt er að afskrifa mistök. Þú hendir 99% vandræðum, aftur fyrir þig, þá eru mistökin ekki að angra þig. Eina prósentið, 1%, það sem gengur vel, heldur í okkur lífinu. Þegar við lögum kerfið, verðum við að muna þetta.
Jónas Gunnlaugsson, 9.2.2017 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.