Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki úðakerfi?

í öll ný hús?

Í bænum Scottsdale í Arizona var þetta sett í lög fyrir margt löngu.þar hafa ekki orðið banaslys í eldsvoðum í langan tíma og fjártjón í brunum minnkað stórkostlega. 

Tryggingafélög myndu hugsanlega vilja styðja við framkvæmdir í eigin þágu.

Við sáum í sjónvarpinu hversu litlu mátti muna í Árbænum í gær.

Af hverju gerum við ekki neitt?

Úðakerfi er ódýr líftrygging.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í bænum Scottsdale í Arizona varð banaslys í eldsvoða 23.desember síðastliðinn. Og úðakerfi eru langt frá því að vera ódýr. Í Skottsdale hafa þeir metið kostnaðinn sem 1~1,5% af íbúðarverði.

Espolin (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 19:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er þá nýskeð. En hérna yrði þetta hugsanlega lægra hllutfall af því að íbúðarverðið er svo miklu hærra hérna en þar.

Í Scottsdale skeði það að krimmar ætluðu að drepa einn gaur. þeir fylltu hann svo hann lá dauður í rúminu sínu. Þá helltu þeir yfir hann bensíni og kveiktu í. Þeir athuguðu ekki að það var úðakerfi í herberginu sem slökkti í honum og gaurinn lifði af.

Halldór Jónsson, 12.2.2017 kl. 20:22

3 Smámynd: Elle_

Það kviknaði í út frá nýju útvarpi sem var í gangi á efstu hæð 3ja hæða húss í Massachusetts en úðakerfið fór í gang, líka bjalla utan á húsinu fyrst. Yfirmaður slökkviliðsins sagði að húsið hefði brunnið til kaldra kola ef úðakerfið hefði ekki verið. Það er líklega ekki næstum eins dýrt ef úðakerfið er sett í strax í byggingu.

Elle_, 12.2.2017 kl. 21:00

4 Smámynd: Elle_

Yfirmaður slökkviliðsins bætti við að aðalorsök elda í húsum væru akkúrat rafmagnstæki og mesta hættan væri af nýjum rafmagnstækjum. Þetta er fræðsluþáttur um rafmagnsöryggi;)

Elle_, 12.2.2017 kl. 21:31

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Get mér til að þetta geti verið tvíeggja sverð - vatnstjón séu vátryggingafélögum ekki síður til útgjalda, svo varla sé þar á vísan að róa  ...en hvað veit ég svosem?

Þorkell Guðnason, 12.2.2017 kl. 22:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Það eru engin vatnstjón frá úðakerfum sem eru rétt upp sett og þjónustuð. Bullshit hjá fólki sem veit ekki neitt eins og Keli.

Halldór Jónsson, 12.2.2017 kl. 23:45

7 identicon

Það varð töluvert vatnstjón frá úðakerfi núna í janúar í skóla einum á höfuðborgarsvæðinu. Úðakerfi sem var rétt upp sett og þjónustað, enginn eldur, krakki fór óvarlega og rak sig í eitthvað sem setti kerfið af stað.

Ávinningurinn af úðakerfum eru færri dauðsföll vegna bruna og öryggi slökkviliðsmanna þó fjárhagslegur ávinningur sé ekki endilega neinn. En úðakerfi er líftrygging og reykskynjarar eru ódýr líftrygging. Slökkviliðsmaður á vakt í hverjum stigagangi og íbúð væri einnig líftrygging.

Kostnaðurinn við uppsetningu er hærri en fjárhagsleg tjón vegna eldsvoða. Í Reykjavík þyrftu nokkrir tugir íbúða að brenna til grunna árlega til að úðakerfi í hvert hús borgaði sig fjárhagslega. Árlegur kostnaður við uppsetningu í nýjar íbúðir væri meiri en heildar brunatjón eru í Reykjavík.

Espolin (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 02:30

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Espolin, þú virðist ekki fæddur í gær. Þú metur mannslíf ekki mikils miðað við tryggingabætur bruna.

Hvað heldurðu að stofnkosnaður við einfalda sprinkler lögn utanáliggjandi í íbúð bara tengd við vatnskerið í eldhúsinu myndi kosta?Þetta þarf ekki að vera neitt alfullkomið með varðlokum og dælum , bara ódýrt og einfalt sem líklega myndi virka í flestum tilvikum

Halldór Jónsson, 13.2.2017 kl. 09:06

9 identicon

Það verður ætíð mat á kostnaði hvað við viljum setja mikið í að bjarga mannslífum. Annars væru brunaverðir í hverju herbergi og læknir tilbúinn við eldhúsborðið. Gatnakerfið væri allt annað og fullkomin sjúkrahús í hverjum bæ. Það að eitthvað geti bjargað mannslífum gerir það ekki sjálfkrafa að góðri hugmynd.

Eitt sprinklerkerfi kostar ekki marga hundraðþúsundkalla en 1.000 kerfi til að slökkva í einum sófa sem kviknar í gæti einhver talið dýrt. Hvað verða mörg dauðsföll á ári í bruna og hvað eru byggðar margar íbúðir? Væri réttlætanlegt að fjárfesta fyrir 100 milljónir í sprinklerkerfum á ári til að koma í veg fyrir eitt dauðsfall, en 500 milljónir, 10.000 milljónir? Einhverstaðar drögum við línuna.

Sprinklerkerfi virka ágætlega þar sem ekkert fólk er. Þar sem fólk er nægir oftast að setja upp reykskynjara. Er hærri húsnæðiskostnaður réttlætanlegur þegar ódýrari leiðir standa til boða?

Espolin (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 09:56

10 Smámynd: Elle_

Jú það ættu að vera úðakerfi í húsum og ekki síst bæta þeim í gömul timburhús. Það var enginn að tala um 100 eða 500 milljónir í hús og fjárfesting upp á 1000 milljónir eða miklu hærra væri eðlilegt ef allir væru varðir. Það gæti líka hafa bjargað unga drengnum frá stórbruna.  

Elle_, 13.2.2017 kl. 12:17

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Elle til dæmis Menntaskólinn Í Reykjavík?

Halldór Jónsson, 13.2.2017 kl. 12:42

12 Smámynd: Elle_

Skil ekki talið um peninga og vatnstjón í samhenginu. Það verður eldtjón í eldi. Það verður miklu minna eldtjón þó það bættist við vatnstjón við að slökkva eldinn. Ætti kannski ekki að nota slökkvilið við að slökkva elda af því af slöngum þeirri verði vatnstjón? Það kannski kosti bara of margar milljónir að hafa slökkvilið?

Elle_, 13.2.2017 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband