17.2.2017 | 08:46
Vilhjálmur enn á ferð
Bjarnason fjárfestir og Alþingismaður,svona til öruggrar aðgreiningar frá þeim sem kynnu að móðgast með sama nafni.
Hann skrifar svo í Morgunblaðið sem enginn sannur vinstrimaður les víst:
"Það er gjarnan sagt að allar kenningar séu til skemmtunar. Það var í einni sókn að prestur nokkur fór mikinn og boðaði djúpar kenningar um aðskiljanleg efni umfram guðdóminn. Það fór svo að fólk fór að taka mark á því er prestur sagði. Ekki fór það alltaf vel því fólk breytti gjarnan öfugt við hvað prestur kenndi. Eins er það með kenningar hagfræðinnar. Sá er predikar kenningar hagfræðinnar vaknar upp við að heimsspámenn finna nýjan og heimatilbúinn sannleika og fólk breytir eftir honum. Þá fer gjarnan illa og af verður verðbólgubál.
Frumskylda í efnahagsmálum
Það er ein af frumskyldum í stjórn efnahagsmála að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu framleiðsluþátta. Til þess að svo megi verða þurfa aðstæður á mörkuðum fyrir framleiðsluþætti að vera með þeim hætti að þar ríki samkeppni. Verslun og samkeppni er forsenda framfara. Aðeins vinátta er verslun með kærleika.
Samkeppni er einnig forsenda fyrir mikilli framleiðni og það er framleiðni, sem er forsenda fyrir góðum lífskjörum. Eitt af grundvallarskilyrðum fyrir samkeppni er frjáls aðgangur að mörkuðum, án markaðshindrana af hvaða tagi sem er. Með því er átt við viðskiptahindranir sem byggjast á lögum og reglugerðum. Og ekki síður á tæknilegum hindrunum eins og kunna að vera til staðar í veitukerfum í orkudreifingu og fjarskiptum.
Þá leiða niðurgreiðslur og tollar einnig til þess að nýting framleiðsluþátta brenglast.
Samkeppnislitróf
Samkeppnislitrófið er frá því að vera einokun til fullkominnar samkeppni.
Fullkomin samkeppni er sem næst hugtak þar sem forsendan er sú að óendanlega margir kaupendur og seljendur koma saman til að miðla vöru eða þjónustu og hagnaður þurrkast út og verðið verður sem næst breytilegum kostnaði. Þetta hugtak er til í kennisetningum hagfræðinnar en er sennilega aðeins lýrik eins og guðfræðin.
Einokun er einnig huglæg. Þannig eru viðskipti með áfengi á Íslandi aðeins heimil í verslunum ÁTVR en það er einhvers konar samkeppni um að koma vörum í sölu og halda þeim í sölu.
Á milli fullkominnar samkeppni og einokunar eru tvíkeppni, fákeppni og einkasölusamkeppni. Hætt er við að þeir sem starfa á tvíkeppni- og fákeppnimörkuðum komi sér vel og makráðugt fyrir og hafi það verulega gott. Það er mesta sælan, sem líkist mest syndinni sem dýrlingar þrá.
Á tíma verðlagsákvæða á Íslandi var verð ákveðið með þeim hætti að heildsalar og smásalar hefðu það þolanlegt að áliti verðlagsyfirvalda og að neytendur borguðu fyrir vöru eða þjónustu á því verði sem verðlagsyfirvöld teldu sanngjarnt.
Heildsalar treystu ekki krónunni eða ríkissjóði eða innlendum bönkum og létu því sinn leverandör taka kommission af vörunni og senda á erlendan bankareikning.
Einkasölusamkeppni um merki
Skemmtilegasta samkeppnisformið er einkasölusamkeppni. Þar takast á vörumerki eins og Coca Cola og Pepsi Cola. Vörur þessar eru taldar svipaðar en trú og tryggð leiðir neytendur til að kaupa aðra hvora.
Eitt er það fyrirtæki sem starfar í umhverfi einkasölusamkeppni. Það er Louis Vuitton Moët Hennesy. Það fyrirtæki framleiðir vörur af ýmsu tagi þar sem vörumerkið tryggir gæði. Það kann að vera til önnur vara, en ekki eins fáguð eða talin hafa svipuð gæði. En ekki sömu áhrif í hugum kaupenda. Þetta fyrirtæki er með 10% af vörusölu í hagnað. Vörur þessa fyrirtækis kaupir fyrirfólk.
Almennt er reglan sú að sá sem greiðir fyrir vöruna hefur ekki hugmynd um hvað varan kostar í framleiðslu en hann veit hvað hann borgar fyrir hana. Hagnaður í einkasölusamkeppni er oftar en ekki til kominn vegna hégóma neytenda. Glöggt dæmi um það eru tískuvörur þar sem merkið verður aðdráttaraflið.
Samkeppni á Íslandi
Sennilega skortir verulega á að framleiðsluþættir séu nýttir með hagkvæmum hætti á Íslandi. Koma þar til tollvernd og niðurgreiðslur. Þá eru stærstu markaðir þrúgaðir af tvíkeppni eða fákeppni.
Á matvörumarkaði eru tveir risar sem hafa komið sér vel fyrir með því að ná til sín öllum helstu og bestu staðsetningum. Niðurstaðan er sú að hagnaður þeirra er um 5% af veltu. Eða er vöruverð 5% of hátt miðað við það sem vænta mætti ef um fullkomna samkeppni væri að ræða?
Á lyfsölumarkaði gerðist það að álagning lyfja lækkaði úr 60% í 30% þegar aðgengi að lyfsölu var aukið með því að hætta útgáfu svæðisbundinna lyfsöluleyfa.
Sama má segja um skipasamgöngur, þar eru keppendur tveir. Á fjármálamörkuðum eru keppendur þrír auk nokkurra smáfyrirtækja sem narta í hluta af markaðnum. Þar er vaxtamunur á milli 3,5% og 4,5% en það er það sem neytendur borga fyrir miðlun fjármagns. Þessi vaxtamunur er hærri en þeir vextir, sem góð íslensk fyrirtæki greiða af lánum sínum í erlendum bönkum.
Hvað með fjarskiptamarkaðinn? Þar eru keppendur nokkrir og þeir bjóða mismunandi samsetningu á þjónustu. Erfitt er að átta sig á verðlagningu á hverjum þætti fyrir sig. Þó virðist sem verð á farsímaþjónustu hafi lækkað eitthvað frá því byrjað var að veita slíka þjónustu.
Hvað gerðist í Bandaríkjunum?
Bandaríkin eru land drauma og einkaframtaks. Þó var það þannig að sumar tegundir þjónustu voru verndaðar með samkeppnishömlum.
Þannig var flugfélögum úthlutað sérleyfi á ákveðnum flugleiðum og þau fengu vernd fyrir samkeppni. Eftir 1975 var aðgengi breytt á þann veg að aðeins voru gerðar kröfur um fjárhagslegt og tæknilegt heilbrigði flugfélaga. Svo er einnig í íslenskum loftferðalögum.
Gömul og »gróin« flugfélög hurfu af markaði í Bandaríkjunum en ný og framsækin flugfélög komu í þeirra stað og þjónusta margfaldaðist en breyttist jafnframt.
Á svipuðum tíma var fjarskiptarisanum Bell skipt upp í smærri fjarskiptafélög, »Baby Bell«. Á sama tíma var aflétt hömlum á aðgengi að langlínumarkaði. Afleiðingin var sú að upp spratt fjöldi símafyrirtækja sem veita fjölbreytta þjónustu fyrir brot af því verði sem áður var.
Með samkeppni jókst magn framleiðsluvöru og þjónustu án þess að framleiðsluþættir væru auknir. Neytendur hafa ábata af ávinningnum með því að verð lækkar og magn vex. Ekki er víst að aukning á magni sé einungis í þeirri vöru og þjónustu sem áður var heldur einnig í vöru og þjónustu, sem er ávinningur nýsköpunar.
Hvað með Ísland?
Er það eðlilegt að hagaður af vörusölu á samkeppnismarkaði sé um 5% af vörusölu, eins og hjá Högum hf.? Kenningar um samkeppni segja að svo sé ekki. Þetta eru aðstæður sem eru nær einkasölusamkeppni þar sem fyrirfólk verðlaunar sig en ekki þar sem venjulegt launafólk kaupir daglegar nauðþurftir.
Lífskjör á Íslandi verða ekki bætt nema með bættri nýtingu framleiðsluþátta í kjölfar þess að samkeppni aukist.
Skortur á samkeppni á matvörumarkaði er sennilega sú synd sem mest heldur aftur af lífskjörum. Brenglun í verðlagningu framleiðsluþátta með beingreiðslum og innflutningshömlum bætist þar við. Sama á við á fjármálamarkað, sjóflutninga til landsins, vátryggingar og fleiri markaði þar sem skortur er á samkeppni."
Hér er sannleikurinn um okursamfélagið Ísland dreginn saman í eina opinberun sem fólk þarf að átta sig á í eitt skipti fyrir öll.
Ég er þeirrar skoðunar að hér lagist ekki ástandið nema Wal-Mart fengist til að koma til Íslands. Það myndi breyta hér öllu í verslun og fjármálastarfsemi um leið og líklega vinnumálum líka. Aldraðir fengju vinnu að vild, fatlaðir líka fengju störf við sitt hæfi, allt myndi breytast ef þetta ótrúlega fyrirtæki fengist til að koma til Íslands.Tilkoma CostCo er vissulega framför en varla nóg til að brjóta upp þetta helfrosna ástand sem hér ríkir á innanlandsmarkaði.
Vilhjálmur hefur sýnt okkur toppinn á ísjakanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420089
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.