19.2.2017 | 17:04
Ekkert frítekjumark
finnst mér eigi að vera fyrir lífeyrisþega.
Ég spurði Bjarna Benediktsson út í þetta á fundinum í Kópavogi. Hversvegna við gætum ekki boðið eldri borgurum að manna eitthvað af þeim þúsund stöðum sem vantar í Keflavík núna án þess að kaupið skerði lífeyrinn þeirra. Bjarni sagði að Almannatryggingakerfið væri tryggingakerfi en ekki lífeyrisskerfi.Það ætti að grípa utan um þá sem ekkert hafa en á kostnað hinna sem meira hafa.
En hversvegna þarf þetta að hugsast svona? Af hverju má ekki borga fullan skatt af launum sem ellibelgir vinna sér inn og láta hitt kerfið afskiptalaust?
Ellert Schram krati er orðinn formaður í Samtökum aldraðra. Hann segir:
Við höfum náttúrulega varið miklum tíma í að koma á framfæri röksemdum og sjónarmiðum sem varða fjárhag eldra fólks. Það hefur verið misjafnlega tekið undir það og stundum blöskrar manni hversu kaldrifjuð pólitíkin getur verið þegar kemur að málefnum eldra fólks, segir Ellert.
Hann segist til dæmis þeirrar skoðunar að það eigi ekki að gilda neinar takmarkanir á því hversu mikla peninga eldri borgarar sem eru á vinnumarkaði vinni sér inn. Það á ekki að vera neitt frítekjumark og þeir sem hafa lægstu eftirlaunin frá Tryggingastofnun eiga ekki að borga af þeim skatt, segir hann.Þetta er svo lág upphæð. Varðandi viðbótartekjur sem eldri borgarar vinna sér inn, telur Ellert eðlilegt að þeir greiði af þeim skatt, á sama hátt og aðrir sem vinna fyrir viðbótartekjum.
Mér finnst þetta líka þó ég sé ekki krati eins og Ellert.Við þurfum að finna leið til að við getum nýtt allar vinnufúsar hendur án þess að þær hindrist af tæknilegum fyrirstöðum eins og þessu frítekjumarki.
Burt með frítekjumarkið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
"En hversvegna þarf þetta að hugsast svona? Af hverju má ekki borga fullan skatt af launum sem ellibelgir vinna sér inn og láta hitt kerfið afskiptalaust?"
Af sömu ástæðu og venjulegir launamenn fá ekki atvinnuleysisbætur þegar þeir eru í fullri vinnu. Heilbrigðir fá ekki sjúkradagpeninga. Skuldlausir engar vaxtabætur. Og barnlausir hvorki fæðingarorlof né barnabætur.
Espolin (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 18:01
Espolin, mér líkar ekki illa það sem þú segir núna. Mér finnstþetta svo sjálfsagt og ekki koma almannatryggingum beinlínis við. Af hverju má maður ekki bjarga sér frá hungri ef hann getur? Hvað er svona rangt við það?
Halldór Jónsson, 19.2.2017 kl. 19:36
Eins og Bjarni bendir á þá eru þetta bætur en hvorki lífeyrir né laun. Og eins og allir aðrir þá missa aldraðir þessar atvinnuleysisbætur fari þeir að vinna. Það er enginn að banna neinum að vinna, við bara borgum helst ekki atvinnuleysisbætur fólki sem vinnur - hvorki gömlum né ungum.
Espolin (IP-tala skráð) 19.2.2017 kl. 20:55
Sæll frændi
Bjarni Benediktsson skrifaði fyrir nokkru grein í Morgunblaðið sem hefst svona:
"Réttlætismál aldraðra
Um daginn hitti ég mann sem er kominn yfir sjötugt. Hann sagði mér að hann væri hættur að vinna – aftur. Hann hafði hætt þegar hann komst á aldur en síðustu ár hefur orðið heldur þrengra í búi hjá honum og konu hans og þess vegna tók hann því feginshendi þegar honum bauðst vinna hjá sama vinnuveitanda og áður. Vinnan var ekki mikil og launin þannig séð ekki heldur, en hann hugsaði sem svo að það munaði um allt og svo var líka ánægjulegt að fara reglulega út úr húsi, starfið var skemmtilegt og vinnufélagarnir líka.
Hver var ávinningurinn?
Ekki leið á löngu þar til hann áttaði sig á því að þrátt fyrir að launin næmu 80.000 krónum á mánuði, jukust ráðstöfunartekjurnar ekki um nema rúmar 4.000 krónur á viku. Að hans sögn skilaði vinnan vegna skerðinga innan við 20.000 krónum betri stöðu í lok mánaðar. Þrátt fyrir að þessi maður hefði ánægju af starfinu og fengi þó meira en ella í vasann, sagði hann upp. Hann sagði að það hefði verið hæpið að það svaraði kostnaði fyrir hann að sækja vinnu enda fylgja því alltaf einhver útgjöld, ekki síst þegar aka þarf talsverða vegalengd, eins og í þessu tilviki, með bensínverðið eins og það er..."
Sjá alla greinina:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1461472/
Ágúst H Bjarnason, 19.2.2017 kl. 21:24
Margir launamenn eru þvingaðir til að vinna þó á lámarkslaunum sé og kaupið lítið hærra en atvinnuleysisbætur. Það að vinnandi fái ekki atvinnuleysisbætur til viðbótar er ekki skerðing eins og aldraðir virðast halda.
Aldraðir hafa val um hvort þeir vinna eða ekki. En kjósi þeir að vinna þá fá þeir ekki bætur sem ætlaðar eru hinum rétt eins og hinir fá ekki laun. Það er eins rangt að launþegi heimti bætur eins og að bótaþegi heimti laun.
Espolin (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 01:08
Takk fyrir ábendinguna frændi.
Espólín,ekki sé ég lógíkína hjá þér með atvinnuleysisbætur ekki ofan á kaupið.Mín tillaga er að gamlingjar vinni og borgi bara fullan skatt án persónufrádráttar jafnvel, en haldi þeim greiðslum sem þeir höfðu áður en þeir fóru að vinna. Er ekki hugsanlegt að ríkið græði á þessu?
Halldór Jónsson, 20.2.2017 kl. 10:21
Lang auðveldast væri að allir með tekjur undir 300 þúsund á mánuði borgi engan tekjuskatt. Undir þessu kerfi þá er hugsað til aldraðara sem vilja vinna og lálauna yngra fólks.
Í viðbjóðslega landinu USA (að áliti flestra Íslendinga), þá er 4 manna fjölskylda ekki að greiða tekjuskatt á launum undir 36,000 dollurum á ári, síðast þegar ég skoðaði þetta fyrir nokkrum árum síðan, sem reiknast 342 þúsund á mánuði.
Ég trúi því ekki að íslensk stjórnvöld fari verr með sýna lag launuðu en viðbjóðsleg stjórnvöld í USA.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 20.2.2017 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.