Leita í fréttum mbl.is

Jón Gunnarsson

ráðherra stendur frammi fyrir risavöxnu verkefni. 

Ferðamannastraumurinn er að valda þvílíkum skemmdum á vegakerfi landsmanna að vegafé dugir fyrirsjáanlega hvergi til að bæta skemmdirnar. Hver rúta með 10 tonna öxulþunga skemmir veginn 10.000 sinnum meir en fólksbíll með 1 tonns öxulþunga. Hún ætti að borga samkvæmt því en gerir hvergi.

Það er ekki furða þótt Jón velti upp hugmyndum um að umferðin greiði fyrir sig. Þá rjúka kommúnistar upp og finna hugmyndunum allt til foráttu. Rifja upp brennuna á Tollskýlinu og alla þá "réttlætiskennd" sem að baki þess spellvirkis lá.

Svo voru lögð Vestfjarðagöng og svo Héðinsfjarðargöng og ekkert veggjald tekið. Hvalfjarðargöng lögð í einkaframkvæmd og eru búin að borga sig á næsta ári. Á þá að fella gjaldið niður eða halda því áfram til þess að nota í næstu göng?

740 bílar fara frítt um Héðinsfjarðargöng á dag. Hversu margir um Vestfjarðagöng ókeypis?

Af hverju ekki að hafa þetta einfalt? Ef einhver vill leggja Autobahn austur fyrir fjall og selja inn á hann þá má hann það svo lengi sem menn geta farið hjáleið. Þú getur keyrt fyrir Hvalfjörð ef þú vilt ekki borga i göngin.Þú mátt keyra yfir Fjarðarheiði ef þú vilt ekki borga í væntanleg göng.

Það er óþarfi að hlusta bara á svartasta afturhaldið í þjóðmálum í líki Katrínar Jakobsdóttur hvenær sem fitjað er upp á einhverju nýju. Af hverju ekki að ræða málin af einhverri skynsemi?

Jón Gunnarsson vill ræða málin við okkur af einhverju viti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband