Leita í fréttum mbl.is

Dagur eða Stólpi-Gámar?

Varla líður sú vika að Dagur Bergþóruson tilkynni ekki um lausn húsnæðisvandans sem hann hefur átt þátt í að skapa meðal annars með móttöku hælisleitenda umfram getu.

Það er tilkynnt um ný hverfi hér og ný hverfi þar með hundruðum íbúða.Þau muni leysa vanda  húsnæðislausra- hugsanlega bráðum þegar búið er að byggja annarsstaðar en í Úlfarsfelli.

Á sama tíma auglýsir Stólpi-Gámar íbúðagáma sem hægt er að flytja inn í næstu viku eða svo ef leyfi fæst til að setja þá niður.

Hvernig væri að auglýsa samkeppni?

Stólpi-Gámar fá úthlutað lóð t.d. í Úlfarsfelli með plássi fyrir 1000-2000 gáma með frárennsli, hita og rafmagni.

Dagur hefur allar sínar lóðir til umráða.

Samkeppnin felst í því að hvor aðili bjóði fram 200-1000  ca. hundrað fermetra leiguíbúðir á sanngjörnu  leiguverði frá 1.júní næstkomandi.

Munar ekki um 200-1000 leiguíbúðir? Er ekki hugguleg gámaíbúð fullboðleg fyrir þá sem eru á götunni eða komast ekki af Hótel Mömmu?

Dagur B eða Stólpi-Gámar, hvor skyldi vinna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband