24.2.2017 | 08:50
EES bullið
er fyrir löngu farið að valda Íslendingum meiri skaða en gagni.
Í leiðara Mogga stendur þetta:
"Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, á langan og merkilegan feril í rannsóknum á veirusjúkdómum í búfé og mönnum og fáir hafa viðlíka þekkingu á efninu. Það er því full ástæða fyrir landsmenn að leggja við hlustir þegar Margrét tjáir sig um þessi mál og varar við afleiðingum þess að fara óvarlega við innflutning á erlendu kjötmeti.
»Það er alvarlegt mál ef hér koma upp nýir dýrasjúkdómar eða ólæknandi mannasjúkdómar. Ég treysti ekki þeim mönnum sem vilja flytja inn hrátt, ófrosið kjöt til að verja okkur fyrir þeim. Kannski af því að ég er orðin svo gömul að ég hef séð of margt,« sagði Margrét í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún rakti meðal annars afleiðingar innflutnings á búfé hingað til lands í gegnum tíðina. »Í hvert skipti sem reynt hefur verið að kynbæta búfjárstofnana með innflutningi á skepnum hefur orðið slys,« sagði Margrét og nefndi nokkur dæmi, meðal annars um fjárkláða, riðu, votamæði, þurramæði, visnu og garnaveiki. Enn er glímt við afleiðingar þessarar tilraunastarfsemi.
Innflutningur á kjöti getur einnig verið varasamur, en samið hefur verið um aukinn innflutning búvara frá löndum ESB og stefnan er að hann verði aukinn. Hingað til hafa stjórnvöld þó fyrirskipað að hrátt kjöt skuli vera frosið í að minnsta kosti einn mánuð til að draga úr smithættu, en þrýst er á um að slakað verði á þeim kröfum.
Margrét varar mjög við þessu og bendir á að ekki sé hægt að stóla á heilbrigðisvottorð frá innflutningslöndum. Afurðir sem sagðar séu þýskar þurfi til dæmis aðeins að vera 60% þýskar. Þá séu »meira að segja berklar í kúm í mörgum löndum ESB. Viljum við hafa þá í matnum okkar?« spyr Margrét."
Enn segir í Mogga:
"»Landfræðileg einangrun Íslands er höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í dýrum utan Íslands. Smitsjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna er því um margt óvenjuleg þegar hún er borin saman við það sem þekkist erlendis. Einkum á þetta við um hross, nautgripi, sauðfé og geitur. Þessi sérstaða Íslands veldur því að mikill fjöldi þekktra og óþekktra smitefna getur valdið faröldrum í búfé hérlendis.«
Þetta segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, í samtali við Morgunblaðið. Á morgun, laugardag, flytur hann fyrirlestur á fundi í Iðnó þar sem rætt verður um hættur sem fylgja innflutningi á ferskum matvælum til landsins. Það er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem stendur fyrir fundinum sem hefst kl. 12 á hádegi. Auk Vilhjálms mun Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, flytja fyrirlestur um efnið.
Vilhjálmur segir að mikil verðmæti séu fólgin í núverandi smitsjúkdómastöðu Íslands bæði með tilliti til affalla og afurðatjóns auk dýraverndar og verndar íslensku landnámskynjanna. Þó að skæðir dýrasjúkdómar séu fátíðir hérlendis sé sagan rík af dæmum um sjúkdómsfaraldra sem hér hafa valdið ómældu tjóni. Flesta faraldra hérlendis í búfé sé hægt að rekja til innflutnings á dýrum, en einnig séu dæmi um að dýrasjúkdómar hafi borist með vörum og jafnvel fólki. Í góðri smitsjúkdómastöðu íslensku búfjárstofnanna séu og mikil verðmæti fólgin fyrir lýðheilsu. Þannig séu mörg þeirra smitefna fátíð eða óþekkt í búfé hérlendis sem valdi algengustu og alvarlegustu matarsýkingum í mönnum.
»Milliríkjasamningar um aukið frelsi í viðskiptum hafa aukið mjög viðskipti með matvæli og fóður milli landa og heimsálfa, samhliða hefur hættan á smitdreifingu orðið meiri,« segir Vilhjálmur. »Matvæli eru stór hluti þeirra vara sem eru á alþjóðamarkaði og geta hæglega borið með sér óæskilega sjúkdómsvalda til staða í órafjarlægð frá framleiðslustað. En smitefni eru aðalástæða fyrir hindrunum á frjálsum viðskiptum með landbúnaðarvörur,« segir hann.
Smitleiðir eru nú greiðari
Vilhjálmur minnir á að Ísland sé eyja og af þeim sökum ætti að vera auðvelt að verjast nýjum smitefnum. Nútímalifnaðarhættir hafi veikt mikið þær varnir sem felist í legu landsins og gert það að verkum að smitleiðir til landsins séu nú greiðari og fjölbreyttari en áður. Smitleiðirnar séu margar og gegn sumum sé illmögulegt að hafa uppi varnir. Á aðrar sé hægt að hafa áhrif með fyrirbyggjandi eða áhættuminnkandi aðgerðum. Vegna óvenjulegrar smitsjúkdómastöðu Íslands í dýrum sé ljóst að öllum innflutningi á ferskum dýraafurðum fylgi ákveðin hætta með tilliti til smitefna. Kröfur íslenskra dýraheilbrigðisyfirvalda til innflutnings sem nú séu í gildi séu vegna sérstöðu landsins er varðar dýrasjúkdóma. Reglurnar dragi úr þeirri hættu sem lýð- og dýraheilsu Íslands geti stafað af innflutningi matvæla unnum úr dýraafurðum.
»Ef slakað verður á núgildandi heilbrigðiskröfum má ætla að tíðni matarsýkinga í mönnum hérlendis aukist. Jafnframt er líklegt að smitburður í dýr af óæskilegum sjúkdómsvöldum muni eiga sér stað fyrr en síðar, hvort sem það verður með vörunum sjálfum eða með þeim sem neyta þeirra. Afleiðingar þessara sýkinga og kostnaður samfélagsins mun ráðast af smitefnunum sem berast en getur í verstu tilfellum orðið mikill og afleiðingarnar alvarlegar og óafturkræfar,« segir Vilhjálmur Svansson."
Bónusbullið um verslunarfrelsið og allt það sem teygir sig nú inn í þingsalinn þar sem þingmenn halda að þeir séu í hugsjónabaráttu við að koma brennivíninu í hendur fákeppninnar hjá Högum er angi að sömu vitleysunni. Mörgum er slétt sama um íslenskan landbúnað eða lýðheilsu af ýmsum ástæðum. Krataruglið um ágæti EES samningsins er af sömu rótum runnið, heimsku eða misskilningi.
Svo skrifar Hjörtur í Mogga:
"Hins vegar þvælist EES-samningurinn í vaxandi mæli fyrir auknum viðskiptum við önnur ríki og þá ekki síst Bandaríkin vegna regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp hér á landi vegna hans.
Fréttir herma að í skoðun sé að bjóða Bandaríkjunum aukaaðild að Commonwealth of Nations, samtökum sem eitt sinn voru nefnd Breska samveldið en er í dag fyrst og fremst samstarfsvettvangur ríkja um allan heim sem deila frjálslyndum gildum. Vel væri skoðandi að mínu mati að kanna hvort Ísland gæti einnig fengið slíka aukaaðild að samtökunum sem yrði þá liður í að styrkja tengslin við ríkin sem þar eru innanborðs. <netfangið>hjortur@mbl.is"
EES bullið þarf að endurskoða hvað sem kratar segja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 84
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 3420050
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Eigum við í sjötta skiptið, áttunda ef minkurinn er meðtalinn, að þrjóskast við að láta náttúruna, í þessu tilfelli heilbrigði íslensks búfjár, njóta vafans?
Ómar Ragnarsson, 24.2.2017 kl. 10:06
Þakka góða grein Halldór. Það er undarlegt hve stjórnvöld eru ills samtaka í svona málum en ég get ekki séð nema eitt pennastrik þurfi til að koma sér úr EES. Maður spyr sig eru svona sterk undirheima völd hér sem vilja vera áfram en þingmenn þora ekki að gera neitt í svona málum. Við ættum að fá útgerðarmennina með og koma upp viðskiptum við breta og bandaríkja eins og þú segir með aukaaðild að Commonwealth of Nations einn er víst að Kanarnir fara varlega þegar verið er að tala um smitsjúkdóma. Sem dæmi þá eru þeir enn með ósýktar kartöflur.
Valdimar Samúelsson, 24.2.2017 kl. 10:28
Með innflutningi á kjöti, lifandi eða slátruðu, er verið að taka gífurlega áhættu fyrir heilbrigði íslensk bústofns og einnig mannfólkið í landinu. Eru menn virkilega tilbúnir að taka þá áhættu sem það gæti valdið??? Eru þessir sömu menn tilbúnir að axla ábyrgð ef illa fer???? Hvernig gætu þeir axlað ábyrgð??? Verður nóg að yppta öxlum og segja "æ hvílík óheppni"??????
Við eigum ekki að taka þátt í Rússneskri rúllettu upp á von og óvon bara til þess að Hagar geti grætt meiri pening um stundar sakir, en það yrði skammgóður vermir fyrir þá og hrikalegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2017 kl. 10:50
Tek undir þetta Tómas og mig minnir að Hagar sé mengað að erlendum eigendum sem huga um sinn Hag.
Valdimar Samúelsson, 24.2.2017 kl. 11:39
Enda er ekki verið að gæta hagsmuna neitenda hvað varðar heilbrigði kjöts. Eingöngu er verið að hugsa um hagsmuni verslunarinnar og reynt að skáka í skjóli viðskiptafrelsis. Hvernig væri að hugsa um matvælaörygggi þjóðarinnar?
Ég efast ekki um orð Margrétar Guðnadóttur í þessum efnum, hún veit um hvað hún er að tala.
Bjarki (IP-tala skráð) 24.2.2017 kl. 12:31
Það eru ekki bara smitsjúkdómur sem geta borist til landsins með lifandi búfénaði heldur mun líka aukast hætta á sýklalyfjaónæmi vegna of notkunar sýklalyfja á búpening víða í Evrópu.
Ragnhildur Kolka, 24.2.2017 kl. 12:57
Takk fyrir undirtektirnar öll. Ég sé að fólki er ekki sama um land og þjóð og við erum ekki tilbúin að taka bara sjansa eins og með minkinn og karakúlið sæla. Við hlustum vonandi á Margréti og það fólk okkar sem hefur eitthvað raunverulegt milli eyrnanna.
Halldór Jónsson, 24.2.2017 kl. 22:24
En hvað með mannfólkið Ómar? Skiptir kynstofn fólksins engu máli þegar innflutningur erfðastofna er annars vegar?
Halldór Jónsson, 24.2.2017 kl. 22:25
Í fleiri mánuði, jafnvel ár, voru framleiddar nautaafurðir úr hrossakjöti án þess að heilbrigðisstofnanir ESB yrðu þess varar.
Eigum við svo að leggja allt okkar traust á þær sömu stofnanir varðandi heilbrigði matvara sem flytja skal hingað til lands?!
Gunnar Heiðarsson, 25.2.2017 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.