Leita í fréttum mbl.is

Skelfileg staða

blasir við í vörnum hins vestræna heims eftir áralangt hirðuleysi og vesaldóm Obama stjórnarinnar og varnarmálaráðherrans Hillary Clinton.

Bandarísk samantekt hljóðar svo:

"F-18 Hornet orrustuvélar Bandaríkjanna eru 75 % óflughæfar af C-módelinu og 50% af Super Hornet E/F módelunum.

F-18D floti landgönguliðanna eru 75 % óflughæfar. 

Í USAF eru aðeins 9 B-1B af 20 sprengjuvélum flughæfar.

Af 56 bardagafylkjum Bandaríkjahers eru aðeins 3 tilbúin í bardaga.

Af 9 kjarnorkuknúnum flugmóðurskipum US Navy er aðeins 3 til sjós.

Aegis stýriflauga-beitiskip geta ekki lagt úr höfn nema að ræma varahlutum úr öðrum skipum.

Þær 54 billjónir dollara sem Trump Forseti er að biðja um í fjárveitingum til viðbótar þetta ár er aðeins dropi í hafið til að endurreisa hernaðargetu Bandaríkjanna til fyrri styrks.

Það mun taka 4-6 ár að ná einhverjum áþreifanlegum árangri í endurreisn heraflans. Og kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna er að gamlast, eldflaugar þeirra á landi eru frá sjöunda áratug síðustu aldar.

Rússland og Kína eru komnir fram úr Bandaríkjunum i endurnýjun herafla síns.

Guð hjálpi hinum frjálsa heimi"  segir greinarhöfundur að lokum."

Tilviðbótar er herbúnaður orðinn mjög gamall:

Meðalaldur USAF flugvéla:

Bombers:  Total 158, Avg. Age 39.1

Fighter/Attack: Total 2034, Avg. Age 24.0

Special Operations Forces: Total 148, Avg. Age 16.7

ISR/BM/C3: Total 538, Avg. Age 14.2

Tankers: Total 491, Avg. Age 48.8

Transport: Total 727, Avg. Age 19.5

Helicopter: Total 189, Avg. Age 31.6

Trainer: Total 1,187, Avg. Age 27.5

Grand Total: 5.472, Avg. Age 25.9

(Average age is weighted by quantity of aircraft in each category)

Hversu mikið geta Vesturlönd treyst á hernaðarmátt Evrópusambandsins sem ekki hefur fengist til að greiða sinn hlut af kostnaði við NATO? Og getur ekki tekið ákvarðanir um hernað vegna skipulagssins eins og sýndi sig í Bosníustríðinu.

Þarf hinn frjálsi heimur varnir og hernaðarmátt eða ekki?

Er ástæðan fyrir því að Trump vill vingast við Pútín sú, að Bandaríkin eru bara í bullandi skralli með hernaðarmátt sinn?

Er þetta skelfileg staða fyrir Vesturlönd eða bara allt í lagi? 

Ekki þarf víst að efast um afstöðu íslenskra kommatitta og RÚV?

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf að sjá líka fjölda og aldur samsvarandi vígtóla hjá Rússum og Kínverjum, - annars eru þessr tölur ónothæfar til samanburðar. 

Hvernig getur þjóð eins og Rússar, sem er með minna hagkerfi en Spánverjar, farið fram úr Bandaríkjunum í hernaðargetu fyrir margfalt minna fé?

Ómar Ragnarsson, 27.2.2017 kl. 23:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þarna sjáum við nokkrar gerðir vígtóla, sem eru orðnar 30-40 ára en samt er sagt að Obama beri alla ábyrgð á því, 

En hann var bara við völd í 8 ár og ber því aðeins hluta ábyrgðarinnar, tók við af George W. Bush, sem var við völd í átta ár á undan honum.  

Ómar Ragnarsson, 27.2.2017 kl. 23:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór og takka fyrir þetta.

Það þarf nú að borða smá salt með þessu. Engin ástæða er til að hafa allan bandaríska herinn ávallt í viðbragðsstöðu. Hann er því í frekar mikilli de-mobilization stöðu eins framarlega og þess er kostur og þreytu er farið að gæta síðan 11. sept 2001. En já það þarf að viðhalda honum og endurnýja hann.

Það sem er mest áríðandi er skipaflotinn (fjöldi skipa) og strategískur flugfloti. Þó svo að eitthvað sé óflughæft þýðir það ekki að smíða þurfi nýja flugvél.

Öll tíu nema eitt flugmóðurskip eru sjóklár, þ.e. nema CVN-72 USS Abraham Lincoln sem er í 3,5 ára eldsneytishleðslu í Newport News.

Fjögur þeirra eru á sjó:

1) CVN-77 USS George H.W Bush og Carrier Strike Group þess (CSG) er á fimmta flotasvæðinu í Arabíu, ásamt LHD-8 sjó- og landgönguliði. Halda siglingaleiðum opnum og vera til taks og svo framvegis.

2) CVN-70 USS Carl Winson og CSG eru í Suður-Kínahafi að hræða líftóruna úr Kínverjum og uppblásnum eyjum þeirra. Vernda alþjóðleg svæði.

3) CVN-78 USS Nimitz er í Austur-Kyrrahafi í þjálfunarleiðangri.

4) CVN-71 USS Theodore Roosevelt er á æfingum undan vesturströnd Bandaríkjanna.

Restin og þar með fjögur CVN flugmóðurskip Atlantshafsflotans eru í heimahöfn eða nýkominn í höfn á austurströndinni. Og CVN-76 USS Ronald Reagan er sjóklárt í heimahöfn í Yokosaka í Japan.

Guam er ok. Og Diego Garcia sömuleiðis.

35 þúsund bandarískir hermenn eru á meginlandi taparanna í Evrópu. Bandaríkjamenn eru nýbúnir að senda tæplega þrefaldan ökufæran skriðdrekaflota Þýskalans ásamt mannskap til Austur-Evrópulanda (Intermarium). Þetta og pólski herinn skákar Rússlandi eins og er. Pólski landherinn er að verða ansi öflugur. Pólland þarf að díla við bærði Rússa og ESB. Þ.e. óvini á báða bóga.

Það tekur 7-10 ár að koma einu flugmóðurskipi úr þinginu, í byggingu og síðan á sjó.

Restin af veröldinni á 3-4 flugmóðurskip og ekkert þeirra er kjarnorkuknúið (Carrier Vessel Nuclear). Og Carrier Strike Groups þeirra kunna ekki að dansa ballet. En það hafa Bandaríkjamenn gert á heimshöfunum í samfellt 70 ár.

Myndi ekki örvænta nema að til átaka komi á stærri skala eins og skot.

Það sem verra er, er að allur landmassi Evrópu-Asíu (gamli heimurinn nema Indland) og Mið-Austurlönd er í upplausnarferli og hann verður í því ástandi næstu 25 árin að minnsta kosti. Þessu þarf að mæta. Það er þetta sem er á teikniborðinu hjá Trump: að hafa getu til að mæta þessu. Og þetta verður ekki fallegt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2017 kl. 02:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Ómar, ekki allar syndir uði að kenna.Obama gerði ekkert til að bæta ástandið.

Sæll Gunnar og gaman að að heyra í manni sem er upplýstari en maður sjálfur um stöðuna.Þrátt fyrir hana þá voru Bandaríkin langt á undan öðrum í flestu en það er samt að fjara undan yfirburðunum vegna andvaraleysis Obama og demokratasem skilja eftir sig 8 ára gat sem Trump er að hugsa um að reyna að gera eitthvað í. En það er ekkert áhlaupaverk.

Yfirburðir Bandaríkjanna í ballet flugmóðurskipa eru enn sem komið er algerir en þair mega auðvitað ekki minnka.

Eisenhower gaf eftirmönnum sínum hinsvegar þau ráð,að passa sig á því að lenda aldrei í landhernaði í Asíu sem Johnson gerði svo auðvitað. Það er hættan sem af Kínverjum stafar, flóðbylgja af verðlausu kjöti með bera hnefa og móralska fyrirstaðan hjá kristnu fólki við flatarmálsdrápum.

Og svo skulum við hugsa um hvað Evrópusambandið er eins og Ítalía var Hitler.Gagnslaus bandamaður og bara byrði sem þarf að verja en leggur ekkert fram.Bandaríkin geta bara treyst á sjálf sig um alla hluti. Það er rétt athugað hjá Trump að krefjast þess að ESB að minnsta kosti komi fram með peninga úr því að ekkert annað kemur frá þvi.

Múslímaríkin eru ekki þjökuð af samviskubiti og skirrast ekki við ýmislegt frekar en að NorðurKórea eða Kínverjar hafi móral. Bandaríkin eru þau einu sem geta fengist við slíkt. Við erum hinsvegar svo vitlaus að við trúum engu upp á neinn sem segist vera vinur okkar. Komið bara og takið það sem ykkur langar í segir Merkel og við göpum upp í hana.

Og ég hugsa að Ómar bara klappi fyrir henni.

Halldór Jónsson, 28.2.2017 kl. 07:01

5 identicon

Af hverju er Póst og fjarskiptastofnun í stríði við Útvarp Sögu?  Hefur þetta fólk virkilega ekkert betra að gera?  Getur ekki einhver hent til þeirra nokkrum blýöntum?

http://www.dv.is/frettir/2017/2/28/dagsektir-gaetu-reynst-banabiti-utvarps-sogu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2017 kl. 07:41

6 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Þessu gekk Obama frá..http://billmoyers.com/story/the-trillion-dollar-question-the-media-have-neglected-to-ask-presidential-candidates/

Guðmundur Böðvarsson, 28.2.2017 kl. 07:44

7 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Gripen er þrisvar sinnum ódýrari, 10 sinnum ódýrari í rekstri og líklegri til að skjóta niður rússa...http://dailycaller.com/2016/01/22/american-gripen-the-solution-to-the-f-35-nightmare/

Guðmundur Böðvarsson, 28.2.2017 kl. 07:59

8 identicon

Gunnar þú segir hér "35 þúsund bandarískir hermenn eru á meginlandi taparanna í Evrópu".  Hverjir eru taparrarnir,  er það öll Evrópa eða er það bara Þýskaland.

Mig langar líka að spyrja hvort þú haldir að Trump sé maðurinn til að leysa málin í Miðausturlöndum ?

Brynjar (IP-tala skráð) 28.2.2017 kl. 10:11

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já mikið rétt Halldór.

Bandaríkin hafa skuldbundið sit til að verja 27 lönd NATO og þau eru eina land "varnarbandalagsins" sem tekur hlutverk sitt alvarlega. Þetta krefst herafla og það er rétt hjá þér að sá herafli er ekki til eins og er. Hin 27 löndin sem hafa skuldbundið sit til að verja Bandaríkin eru öll einn stór brandari, nema Bretland, Pólland og Grikkland. Þessi lönd taka hlutverk sitt ekki alvarlega. Nefna má sem dæmi að þau 0,85 prósent af landsframleiðslu sem Belgía kemur með að borðinu í NATO, fer í lífeyrisgreiðslur. Og Ísland kemur ekki með neitt sem kostar.

Brynjar: Meginland taparanna er Evrópa. Ekkert annað landsvæði í mannkynssögunni hefur sturtað sér í vaskinn eins og hratt og ömurlega og Evrópa. Á 30 árum tókst Evrópu að koma sér úr því að vera veraldarvald (global power) og í það að vera hernumin rúst. Þetta er heimsmet. Eftir fall Sovétríkjanna er ekkert land Evrópu með nein heimsáhrif.

Já ég hugsa að Trump sé maðurinn sem þorir að taka á íslam eins og það er: þ.e. sem eyðileggjandi stjórnmálaafl. Hvernig það verður gert er þó enn á huldu. Ég vona að sú stefna sem verður kynnt verði skynsamleg. Best er náttúrlega að reyna að láta þá kála sér sjálfir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2017 kl. 13:50

10 identicon

Þakka þér svarið Gunnar.  Ég er sammála með eitthvað af þessu en annað ekki.  Þýskaland Nasismans var síðasta stórveldi Evrópu.  Ég held við þurfum ekki annað.

Með Trump er ég ósammála.  Islam eru 1,5 milljarður manna og ég held að þú leysir ekkert nema að þú reynir að skilja þetta fólk og nálgast það með einhverri virðingu. Það er langt frá því að Trump skilji eða hafi vilja til að skilja Islam.  Mjög stór hluuti af þessu fólki þolir ekki USA og það skánar varla ef þú ætlar að tala niður til þeirra. Trump á líklega bara eftir að gera vont verra.

Þú segir að Islam sé eyðilæeggjandi stjórnmálaafl.  það má vel vera.  Fólkið aftur á móti stundar þetta sem trúarbrögð og þar með er öll " logig " farin úr spilinu.  Þú neiðir ekki fólk til að skipta um trúarbrögð.

Ég hef enga lausn.  Fylgist bara með og reyni að skilja og þannig skil ég þetta vandamál að þú leysir það ekki ef þú ætlar að þröngva þínum skoðunum yfir fólkið og særir stolt þeirra.

Gallinn við Islam er að þú mátt ekki efast.  Það er hættulegt þegar þú mátt ekki efast og það er heftandi á þroska fólks.

Það er eitt að þora að taka á Islam, það er annað að ná árangri.  Hingað til hefur Kaninn bara gert illt verra með sínum afskiptum og með Trump í brúnni er ég smeikur.  Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér en efast.

Brynjar (IP-tala skráð) 28.2.2017 kl. 15:42

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Brynjar, það eru margir sem efast. Það er skiljanlegt, því fáfræðin er orðin daglegur morgunmatur svo margra. 

Það islam sem þú sérð í dag og sem Vesturlönd hafa kynnst lauslega, er hin brotna útgáfa af íslam. Hin brotna útgáfa af islam.

Það var heimsveldisstefna (imperial og colonial) Evrópu og Rússlands sem stútaði framkvæmdavalds-tengingu kjarnans í íslam við 1,6 miljarða manna landsvæði þess.

1) Imperíum Hollands sá um að stúta íslam Austur-Indíum (sérstaklega Indonesíu)

2) Imperíum Bretlands og Frakklands stútuðu íslam Suður-Asíu og Norður-Afríku

3) Imperíum Rússland stútaði islam Kákasuss og Mið-Asíu

4) Og Ottómanska ríkið (Tyrkir) stútaðist í fyrri heimsstyrjöldinni.

Þetta allt er nú komið í nýja enduruppbyggingarfasa og Evrópa komin í keng.

Ekta íslam er á uppleið á ný. Kjarninn í íslam er á ný að komast til framkvæmda á landmassa þess.

Þetta þarf að fást við. Og þetta mun ekki stoppa, heldur brjóta sér leið inn í Evrópu via Balkan, Rússland og Miðjarðarhaf , eins og síðast. Tyrkland er að komast á stera. 

Þetta veit Trump. Og sérstaklega Trump.

Kvðejur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2017 kl. 16:14

12 identicon

 Vel orðað hjá þér, Gunnar Rögnvaldsson, og þetta að fáfræði sé morgunmatur margra er ekkert annað en þöggun og hálflygi vinstri fölmiðla um áraraðir varðandi islam og þá hættu sem af því stafar. Það hefur þróast einhverskonar islamaást hjá feministum og vinstra fólki, enda gleypt við lygi fjölmiðla og hefur ekki hugmynd um islamofasisma. 
En nú er svo komið að vesturlönd gera sér grein fyrir mistökum sínu, meira að segja sér Merkel sín mistök og er mjög óróleg.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að islam er fasista stjórnmál fyrst og fremst.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 00:33

13 identicon

Þið eruð svo ljómandi klikkaðir að það nær engri átt. 

Halldór: Samlíking þín við Hitler og Ítalíu er það eina þar sem þú hittir kannski naglann á höfuðið...og ef Evrópa er Ítalía þess tíma borgar sig kannski að sleppa alveg að vera í bandalagi með Þýskalandi yfir höfuð:). En getur ekki einmitt verið að með samlíkingunni sér þú að afhjúpa einhverja blauta drauma um eitt sterkt þúsund ára ríki?

Líka merkilegt hvað rasisminn þinn er illa dulinn þegar þú tala til dæmis um að Kínverjar hafi "engan móral". Þarna erum við að tala um u.þ.b 1/4 mannkyns. Þjóð sem hefur ekki hafið stríð á okkar tímum og öll þeirra átakasaga verið á eða við þeirra eigin landamæri. Á hinn bóginn hafa verðmenn frelsisins hafið og tekið þátt í hverju ólögmætu árásarstríðið á fætur örðu á fölskum forsendum. Steypt stjórnum, haft áhrif á kosningar, stundað ólöglegar pytningar og tekið fólk af lífi án dóms og laga um heim allan osfrv. 

Og Gunnar: 

Evrópa....taparar? Taparar í hverju? Eruð þið 5 ára? Hvernig sturtaði Evrópa sér í vaskinn? Með stríði sem var keyrt af stað af fíflum eins og Trump og Le Pen. Undir dynjandi lófataki vanapa á borð við ykkur. Eftir stríð hefur hins vegar ríkt fordæmalaus velmegun hjá "töpurunum" ef skoðuð eru almenn lífsgæði, frelsi og mannréttindi. En það skiptir auðvitað engu í sandkassaleiknum.  

Guðmundur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 09:51

14 identicon

Guðmundur, þegar talað er um stjórnmál kemur það rasisma ekkert við.Það virðist útilokað fyrir suma, að skilja hvað rasismi er, og þá sérstaklega fyrir vinstri-rasistana sjálfa.
Ekki gleyma að Hitler var sosialdemokrat og hataði kommúnista meira en nokkuð annað, því þeir voru keppinautar um atkvæði.
Hvorki Trump eða le Pen eru á þeirri línu.
Það væri kannski allt í lagi fyrir ykkur sossana, að hugsa út í það, hvers vegna hægri öflin í Evrópu sækja svona mikið fylgi sem raun ber vitni. Sossaríkisstjórnir í Evrópu geta sjálfum sér um kennt. Evrópa er varnarlaus ef til stríðátaka kemur vegna stjórnleysis. Þú talar um velmegun í Evrópu, en hvers vegna er fylgi hægri flokkana þá svona mikil?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 17:41

15 identicon

Sæll Valdimar, 

Nenni ekki í hártoganir um um skilgreiningar á rasisma... köllum þetta þá bara almenna og/eða órökstudda fordóma. 

Ég er svo heppinn að þurfa ekki að troða allri minni heimsmynd í hægri/vinstri, vondir sossar á móti góðum frelsurum. Vandamálið er ekki hægri eða vinstri. Vandamálið eru siðblindingjarnir sem sölsa undir sig samfélagið undir hvaða skipulagi og pólitík sem er, á öllum tímum. Það er barnalegt að halda að Hitler hafi verið svo vondur af því hann var svo mikill sósíalisti. Trump er enginn hægrimaður. Ég fullyrði að flestir meðlimir Isis eru ekki einu sinni Íslamistar. Siðblindir tækifærissinnar sem gera hvað sem er til að moka undir eigið rassgat. Spila hvaða lag sem almenningur dansar við...og vinsælastu lögin þegar illa árar eru alltaf svipuð, um blórabögglana sem allt er um að kenna. Um blaktandi fána, óskilyrta föðurlandsást eða heilalausa dýrkun á herskáum tannálfum og öðrum ímynduðum vinum. 

Varðandi síðustu spurninguna þína um Evrópu þá er það varla svo einfalt að það sé allt "sossum" að kenna.

Í fyrsta lagi er það ekkert svo að "sossar" hafi verið samfelt við völd í Evrópu frá stríði. T.d veit ég ekki til þess að  efnnahagshrunið 2007 sem skerti lífsgæði almennings á öllum vesturlöndum svo um munaði og gerir enn, hafi verið í sérstaklega í boði vinstrimanna. Óheft alþjóðavæðing stórfyrirtækja sem færir störf almennings á öllum vesturlöndum í þrælakistur í þriðja heims ríkjum er engin sérstök sósíalistaútópía. Spilling stjórmálamanna virðist þverpólitísk á heimsvísu. 

En svona til að halda því til haga, fyrirlít ég af öllu hjarta steinaldarheimsku bókstaftrúaríslamista. Allt þeirra ofbeldis og kúgunarblæti. Sannarlega mikið af stórskeggjuðum smámennum á ferð þar. En þeir eru nákæmlega sami pappírinn og fylkingar Trump og Le Pen. Hin hliðin á sama pening. Skíthræddir við lífið og tilbúnir að gera hvað sem er til að verjast einhverjum ímynduðum óvinum. 

Eymingjar. 

Guðmundur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband