Leita í fréttum mbl.is

Enga bankasölur

eins og nú er komið málum.

Það er mjög vafasamt að ríkið sé að selja hlut í Arion banka til aðila sem ekki er vitað hverjir eru.

Það er engin ástæði til að vera að selja Íslandsbanka sem er mjólkur kýr undir góðri stjórn og skilar tugum milljarða í ríkissjóð. 

Það er einhver bábilja sem ríður húsum í Sjálfstæðisflokknum að það sé ekki hægt að ráða hæfa ríkisstarfsmenn til að stjórna banka. Þegar mistekist hefur með slíkar ráðningar er það vegna þess að óhæfir brúkaðir pólitíkusar hafa verið ráðnir á stað fagmanna.Eru ekki dr. Jónas Haralz, dr. Jóhannes Nordal og Már Guðmundsson nægileg dæmi um hæfa embættismenn sem geta stýrt bönkum af nægilegri færni og þekkingu. Ég ætla ekki að fara að telja upp einkaframtaksmennina sem eru dæmi um hina gerðina sem eru innan eða utan tukthúsa eftir afrek sín.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ekki trúverðugur aðili í mínum augum sem ráðherra í ríkisstjórn sem ætlar að selja Íslandsbanka vegna fyrri fjölskyldutengsla við bankann. 

Það er heldur engin ástæða til að fara að selja hluti úr Landsvirkjun og raunar andstætt því sem Íslendingar þurfa á að halda til að geta sinnt virkjunarmálum á trúverðugan hátt. Það gengur ekki að gróðastjórnarmið ótengdra aðila fari að blandast inn í grunnhagsmuni Íslendinga í virkjun viðkvæmra náttúruauðlinda.

Sporin hræða. Engar bankasölur og engar sölur á Landsvirkjun í bútum eða heild. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mæli þú heilastur Halldór Jónsson.

Nú eru allir að fara að skilja að bankinn lánar aldrei neitt, og er alltaf tómur.

Það má búast við að þeir sem halda áfram að reyna að blekkja þjóðirnar lendi í vandræðum.

 Kreppufléttan, endurtekið

 Hent upp í hillu A4 blað

Egilsstaðir, 03.03.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 3.3.2017 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband