7.3.2017 | 09:11
Ný hugsun í vegamálin
er nauðsynleg ef við eigum að búa við viðunandi vegi á Íslandi.
Landið er svo stórt og við svo fá að við ráðum ekkert við vegamálin ef aðeins við 300.000 manns eigum að borga vegina fyrir 2 milljónir ferðamanna og rúturnar sem þrælast með þá um allar trissur. Ferðamennirnir verða að borga þetta með okkur.
Gullfossvegurinn er hérumbil ófær á stundum vegna djúpra holumyndana. Fullt af köllum, á gulum göllum að klessa ofan í þær dýpstu.
Samgönguráðherrann Jón Gunnarsson á í hugmyndafræðilegri baráttu við afturhaldið í landinu vegna þessara mála. Hann vill að við Íslendingar förum að hugsa meira eins og Bandaríkjamenn sem reyna að lát þá borga sem nota.
Svo segir í Mogga:
"»Að ekki fáist meiri peningar í vegamálin eru vonbrigði. Því þurfti að taka verkefnalista þessa árs upp og forgangsraða. Sumt bíður svo sem ýmsar stórframkvæmdir sem þó eru aðkallandi,« segir Jón Gunnarsson. »Vegna sífellt meiri umferðar er nauðsynlegt að ræða hvort veggjöld séu valkostur. Við þurfum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum svo ganga megi í málin sem fyrst. En ég vænti þess líka að svigrúm verði til að fá meira af fjárlögum til vegamála, samanber stjórnarsáttmálann um átak í innviðauppbyggingu á næstu árum.«
Samgönguráðherra segir að bollaleggingar um vegagjöld séu í bili að minnsta kosti bundnar við vegi og önnur mannvirki næst borginni. Fyrir liggur að bæta þarf enn vegina frá Keflavíkurflugvelli og inn til Reykjavíkur og leiðina austur fyrir fjall svo sem með breikkun vega, nýframkvæmdum í Ölfusi og Flóa og byggingu nýrrar brúar á Ölfusá við Selfoss. Einnig þarf að fara í framkvæmdir á Vesturlandsvegi alveg upp í Borgarnes, með Sundabraut, nýjum Hvalfjarðargöngum og fleiru.
»Ef hægt er að taka þessi stóru verkefni næst borginni út fyrir sviga, og innheimta vegagjöld, myndast ruðningsáhrif. Meira verður til skiptanna og hægt að setja í verkefni annars staðar á landinu sem ella þurfa að bíða,« segir Jón Gunnarsson. Hann kveðst sýna sjónarmiðum þeirra sem gagnrýna vegagjaldahugmyndina eða eru henni mótfallnir skilning. Þó verði þeir sem þar leggja orð í belg að brjóta málið til mergjar enda verði þeim ávinningurinn þá ef til vill ljós.
Gjaldtöku segir Jón að stýra megi þannig að innheimtustöðvar verði á þeim stöðum þar sem best næðist til ferðamanna. Þeir fari í flestum tilvikum aðeins stakar ferðir og myndu greiða meira en til dæmis þeir sem eru í daglegum ferðum sem aftur myndu njóta góðra afsláttarkjara, samanber það sem tíðkast í Hvalfjarðargöngum. Þeir sem oftast fara um þau göng kaupa yfirleitt veglykil og greiða 283 krónur fyrir hverja ferð.
»Framkvæmdir á vegum næst borginni myndu ekki stytta leiðirnar ýkja mikið. Hins vegar myndi ferðatími væntanlega styttast og á beinum og breiðum vegum er frekar en ella hægt að halda jöfnum aksturshraða og spara þar með bensín og draga úr mengun. Stærsti ávinningurinn yrði samt minni slysahætta,« segir Jón.
Samgönguráðherra vekur athygli á því að eftir breikkun hluta Reykjanesbrautarinnar fyrir um áratug hafi þar ekki orðið alvarleg umferðarslys. Reynslan af sambærilegum framkvæmdum á Hellisheiði sé sömuleiðis góð. Einboðið sé því að halda áfram á sömu braut. Það hvernig þessar framkvæmdir megi útfæra og hvernig þær yrðu fjármagnaðar sé hins vegar óskrifað blað og þar muni starfshópur sem Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræðingur fer fyrir, leggja línurnar með skýrslu sem er væntanleg í maí.
Þá segir ráðherrann að veggjöld séu alsiða í nágrannalöndunum og sennilega sé andstaðan við þau hér minni en ætla megi af umræðunni. Þannig hafi t.d. fulltrúar Seyðfirðinga sagst tilbúnir að skoða veggjaldahugmyndina, megi slíkt verða til að flýta gerð jarðganga undir Fjarðarheiði. Mýrdælingar taka í svipaðan streng, en þar í sveit hefur lengi verið rætt um að gera jarðgöng í gegnum Reynisfjall, sem kæmu í stað fjallvegarins yfir Gatnabrún. Fleiri dæmi megi nefna.
En er það svo að stærstu samgöngubætur hér á landi þurfi að fjármagna með sértækum aðferðum? Minna má á að fyrstu árin eftir að Keflavíkurvegurinn var steyptur fyrir um hálfri öld var þar innheimtur vegtollur, slegið var lán hjá Alþjóðabankanum vegna framkvæmda við Suðurlandsveg úr Reykjavík austur á Selfoss árið 1972, efnt var til happadrættis árið 1974 svo loka mætti hringveginum og byggja Skeiðárbrú og einkafyrirtækið Spölur á og rekur Hvalfjarðargöngin sem verða uppgreidd á næsta ári og þá fær ríkið göngin til eignar.
»Skoðanir og viðfangsefni samfélagsins eru alltaf að breytast og sú sprenging sem orðið hefur í fjölda ferðamanna sem til Íslands koma kallar á alveg nýja nálgun í ákveðnum málum,« segir Jón Gunnarsson. »Það er sammerkt með Íslendingum og öllum samanburðarþjóðum okkar að æ meiri fjármuni þarf í skólakerfið og velferðina og þeir málaflokkar verða áfram frekir til fjárins. Því er það bókstaflega skylduverk að kanna hvort vegtollar séu valkostur þegar þarf að leggja þarf vegi, byggja brýr, grafa göng og fleira slíkt sem allt kostar sitt.«"
Það er nauðsynlegt að hlusta á Jón Gunnarsson um úrbætur og gjaldtöku í vegamálum. Við höfum einfaldlega ekki afl til að borga vegamálin af hefðbundnum fjárlögum.
Það er staðreynd að við verðum að fá nýja hugsun í vegamálin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Var ekki búið að koma þessum tollum í eldsneytisverðið????? Erlendir ferðamenn, hvort heldur eru á bílaleigubílum eða með rútum kaupa bensín eða dísel þar sem gjöld til vegamála eru innifalin, ef mig misminnir ekki!!!!
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.3.2017 kl. 10:25
Láta þá borga sem nota !
Halldór verkfræðingur vinur minn er með afbrigðum reikningsglöggur maður. Á sínum tíma reiknaði hann út og seldi gæðasteypu sem notuð var til vegagerðar. Vegur til Keflavíkur var steyptur og einnig var steypt upp á Kjalarnes. Steypu reiknaði Halldór út og þetta gekk allt upp án vegtolla, að vísu var reynt að setja á vegtolla, en Keflvíkingar hrundu því af höndum sér og sprengdu upp vegtollskýlið. Fyrir daga slitlags á þjóðvegi, unnu vinnuflokkar vegagerðarmanna sumarlangt um land allt. Þá var ekki rætt um vegtolla. Þá var ekkert þingfífl sem talaði um vegatolla. Ég sagði vin minn Halldór talnaglöggan mann, hefur hann reiknað út hvað ríkið ( hítin ) tekur til sín af ökutækjum landsmanna yfir árið ? Af því að Halldór er reikningsglöggur væri fróðlegt að sjá niðurstöðu þess reikningsdæmis.
Þeir sem nú tala um aukna skattheimtu vilja viðhalda bákninu. Sú var tíð að sjálfstæðismenn vildu báknið burt. Einstaka gamlir muna þá tíma, en sumir gamlir hafa gleymt þeim tíma.
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 7.3.2017 kl. 11:55
Tibsen og Eddi lögga
Líklega er ekki hægt að fela ríkinu að innheimta vegatolla. Pólitíkusar stela öllu steini léttara. Sjáið nefskattinn til RÚV sem Þorgerður Katrín kom á? Stolið hægri og vinstri. Bensínskattar, bílatollar.Stolið hægri vinstri. Gjöldin í Hvalfjarðargöng? Fóru bara þangað sem þau áttu að fara. Vegatollurinn á Keflavíkurveginn eyðilagður af því að það var ríkið sem innheimti hann.
Það er bara hægt að innheimta veggjöld af einkeframkvæmdum.
Halldór Jónsson, 7.3.2017 kl. 12:37
Fyrir það fyrsta þá eru innheimt gjöld af bíleigendum uppá um 70 milljarða á ári, miðað við umferðaþunga síðasta árs. Af þessum 70 milljörðum fara tæplega 30 milljarðar til vegamála og fjarskipta, samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2017. Þarna virðist því vera borð fyrir báru. Þó teknir væru 10 milljarðar til viðbótar af 70 milljörðunum sem bíleigendur leggja til í ríkiskassann, svo standa megi við samgönguáætlun, væru bíleigendur eftir sem áður að leggja meira til ríkiskassann en aðrir, svo misvitrir stjórnmálamenn geti leikið sér!!
Um hvort erlendir ferðamenn eigi að taka meiri þátt í uppbyggingu vegakerfisins, má auðvitað deila, nú eða skoða. Þó er það svo að þessir ferðamenn ferðast um landið með rútum eða á bílaleigubílum. Rútueigendur þurfa að borga sinn hluta 70 milljarðanna og væntanlega rukka þeir hann inn af ferðagjaldinu, nema auðvitað þeir rútueigendur sem ná þessu fé með því að ráða Pólska bílstjóra upp á 5000 krónur á dag. Um bílaleigubílana er sagan aðeins öðruvísi. Þar greiða eigendur þann hluta 70 milljarðana sem til verður vegna kaupa, trygginga viðhalds og annars sem við kemur rekstri bíls, en leigutakinn greiðir þann hluta 70 milljarðanna sem til verða vegna eldsneytiskaupa. Auðvitað rukkar svo eigandi bílaleigubílsins leigutaka, þannig á endanum greiðir hann allan hluta 70 milljarðanna sem á bílaleigubílinn fellur.
Um gatnabætur umhverfis höfuðborgina er það helst að segja að þörfin á þeim er mjög ofmetin, svona víðast hvar. Sjálfur ek ég um Hvalfjarðargöng og Kjalarnes, þegar ég þarf að sækja höfuðborgina heim. Vissulega myndi ég fagna tvöföldun gangnanna og tvöföldun vegarins um Kjalarnes, en það er fjarri því að þetta sé eitthvað sem bráðliggur á. Meðan einbreiðar brýr skiptir tugum eða hundruðum á stofnbrautum, meðan enn eru ómalbikaðir kaflar á þeim sömu vegum, meðan heilu landshlutarnir búa við vetrareinangrun og meðan þjóðvegir landsins eru víða svo mjóir að beinlínis hættulegt er að mætast, er það flottræfilsháttur af mestu gerð að tala um tvöfaldanir umhverfis borgarmörkin.
Eina undantekningu má þó segja að þar sé hægt að réttlæta, en það er sá stutti kafli sem eftir er að tvöfalda af Reykjanesbraut. Það er nefnilega svo að þar sem tvöföldun þjóðvegar líkur og einfaldur vegur tekur við, er alltaf hættukafli. Þegar Reykjanesbraut var tvöfölduð var skilinn eftir smá kafli með einföldum vegi. Þarna var beinlínis verið að búa til hættusvæði og það tvö. Niðurstaðan er skýr.
Sundabraut getur beðið í mörg ár enn, tvöföldun Kjalarness og Hvalfjarðargangna getur einnig beðið, kannski ekki alveg eins lengi, en nokkur ár enn. Minnka má verulega umferðarþunga um þann veg með því einu að færa alla þungaflutninga milli norður- og vesturlands til hafnar í Reykjavík, upp á Grundartanga. Þannig má minnka alla umferð þungabíla verulega um Hvalfjarðargöng og Kjalarnes.
Peningarnir eru til og þeir eru rukkaðir af þeim sem um vegina aka. Vegtollar væru einungis enn einn aukaskatturinn sem bíleigendur þurfa að greiða. Ráðherra nefnir að víða séu slíkir vegtollar innheimtir erlendis, en hann gleymir að nefna þá staðreynd að hvergi erlendis eru bíleigendur skattlagðir jafn hressilega og hér á Íslandi!!
Gunnar Heiðarsson, 7.3.2017 kl. 13:07
Eftir minni bestu vitund eru engin bifreiðagjöld, né aðrar kvaðir, lagðar á bíla sem koma með Norrönu til landsins. Ekki skilja það svo að Norröna hafi eitthvað með það að gera, það fyrirtæki flytur jú einfaldlega fólk og bíla.
Nú er það óumdeilt og um ritað að erlend ferðaþjónustufyrirtæki, flytja bíla/rútur og nánast allar þær nauðsynjar sem þarf til ferðalaga, með sínum rútum/bílum. Þessar bifreiðar borga enga vegatolla, né önnur gjöld á Íslandi. Sumir hverjir taka ekki einu sinni eldsneyti, þannig að umræddir eldsneytisskattar eru núll krónur.
Bílaleigubílar eru jafnframt undanþegnir gjöldum sem lögð eru á mig og þig.
Erlendis kaupir þú miða til að líma í gluggan þegar þú tekur bílaleigubíl.
Pólitíkusar verða að koma höfðinu í fúnksjón og hætta þessu reiðuleysi. Þessi her myndi ekki einu sinni finna styrjöld í garðinum hjá sér, hvað þá annarsstaðar.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.3.2017 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.