Leita í fréttum mbl.is

Jón Gunnarsson

samgönguráđherra var hjá Binga á ÍNN.

Jón vekur athygli fyrir sinn yfirvegađa og ćsingalausa málflutning. Hann er pottţéttur í röksemdum sínum gegn ćsingamönnunum, flestum af vinstra kantinum, sem hafa risiđ öndverđir gegn hugmyndum Jóns og ađ leita nýrra leiđa til ađ leysa ţá skelfingu sem viđ blasir í vegamálum landsins. En Jón fór yfir ţađ kalt og rólega ađ ţađ vantar ađ lágmarki 75 milljarđa til brýnustu ađgerđa í samgöngumálum. Ekki einhvern tímann í framtíđinni heldur núna.

Ţađ gefur auga leiđ ađ venjubundiđ kukl Alţingis međ einhverja örfáa milljarđa hér og ţar í kjördćmapot og spottagerđir einstakra ţingmanna duga hvergi til. Vegakerfiđ er brotiđ, brýr sprungnar, jarđgöng vantar hér og ţar, flugmál í uppnámi vegna pólitískra skemmdarverka. Ferđamenn brenna upp vegina sem aldrei fyrr, banaslys éta upp ţjóđarhag međan viđ sinnum ţessum málum eins slćlega og raun ber vitni og menn sjá endurspeglast í Alţingi ţar sem nú eru samankomnir fleiri furđugripir en nokkru sinni fyrr og ekki virđast fćrir um eitt eđa neitt sem afgreiđa ţarf af röskleika.

Ţađ er ţví gott ađ hlusta á nútímamanninn Jón Gunnarsson rćđa um viđblasandi vandamál á sinn yfirvegađa hátt. Mađur međ nýja hugsun og lausnamiđađa. Ţađ er átakanlegt ađ hlusta á hann lýsa ţví hvernig steinaldarmennirnir í Borgarstjórn Reykjavíkur ţvćlast fyrir öllum framförum og reyna ađ eyđileggja allt sem til framfara horfir.

Ţađ er morgunljóst ađ ekki verđur hćgt ađ taka á neinum málum af alvöru á höfuđborgarsvćđinu fyrr en ţađ liđ hefur veriđ kosiđ frá Borgarstjórninni.  Fyrr en til valda kemur nýtt nútímafólk sem áttar sig á ţví ađ Reykjavíkurflugvöllur er ekkert ađ fara enda er hann ţvílík ómissandi perla fyrir allt atvinnulíf landsmanna ađ ţađ eru ađeins blindir fornmenn sem ekki sjá ţađ.Fólk sem virđir val íbúanna á eigin samgöngumáta en er ekki upptekiđ af ţví ađ láta vatniđ streyma upp í móti.

Ađ ţađ skuli vera til menn á tuttugustu og fyrstu öld sem bulla um ţađ ađ byggja nýjan flugvöll ofan á virku eldfjalli á Reykjanesi fyrir 150 milljarđa eins og ţađ sé skiptimynt  ţegar viđ höfum prýđilegan flugvöll sem getur ţjónađ okkur lengi enn. Bulla um borgarlínur í stađ mislćgra gatnamóta fyrir ţann ferđamáta einkabílinn sem fólkiđ hefur kosiđ sér í stađ hjólhesta og strćtisvagna, gersamlega ónćmt fyrir ţeim banaslysum sem ţessi sleifargangur hefur ţegar kostađ og á eftir ađ kosta, fólk sem er heltekiđ af eigin firrum ađ ţađ sér ekki nćsta nćrumhverfi sitt eđa nútímann.

Ţađ er algerlega fáránlegt ađ menn sem eiga heima á Sturlungaöld frekar en í nútímanum skuli fara međ öll skipulagsvöld á höfuđborgarsvćđinu og halda öllu mannlífi ţar í gíslingu sakir tröllskapar síns og fordćđuháttar eins og meirihlutinn í Borgarstjórn Reykjavíkur stendur fyrir međ náđ Píratans. 

Ţađ er ekkert hćgt ađ gera í ţeim ađkallandi málum sem samgöngumál landsmanna eru í komin, nema međ nýrri hugsun. Ţegar fram kemur nútímamađur eins og Jón Gunnarsson og vill leita leiđa til ađ finna lausnir á ţessu ţá rís allt afturhald landsins af vinstra vćngnum upp á afturlappirnar og gargar órökstuddar fullyrđingar og slagorđ gegn öllum breytingum.

Ţađ sem ţarf ađ gera er ađ fá hundrađmilljarđa lánalínu til samgöngumála og byrja á framkvćmdum hiđ fyrsta. Ţađ er skítnóg af billegum peningum til í heiminum ef viđ ekki bara prentum ţá sjálf eins og bankarnir okkar gera daglega. Ef viđ höfum ţađ ađ leiđarljósi ađ láta notendur sem mest borga fyrir afnot af nýframkvćmdum, eins og til dćmis ţeir fyrir norđan vilja láta yfir sig ganga gegn ţví ađ fá úrbćtur strax, ţá eru viđ á réttri leiđ. Viđ ţurfum ađ drífa í ţví ađ hanna Sundabraut og setja í hana einkaframkvćmd međ gjaldtöku, viđ ţurfum nýja brú eđa göng á Ölfusá,viđ ţurfum göng í gegn um Reynisfjall, viđ ţurfum göng undir Fjarđarheiđi og margt fleira sem viđ blasir. Hćtta ađ hugsa í hjólhestum og einhverjum Hjöllum í stađ nútíma lausna.

Ef viđ berum ekki gćfu til ađ hlusta á Jón Gunnarsson en ćtlum ađ bíđa úrrćđa frá nćsta samgönguráđherra Vinstri Grćnna í fyllingu tímans, ţá verđum viđ fyrst komin í alvarleg vandrćđi.

Tćkifćriđ er núna og viđ eigum ađ nota Jón Gunnarsson til ađ drífa málin áfram.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband