Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmdanefnd Byggingaáætlunar

-man einhver eftir þessu nafni?

Kom þetta ekki upp úr júnísamkomulaginu? Voru það ekki Bjarni Ben og Edvarð Árnason, menn af sinn hvorum kanti stjórnmálanna, sem gerðu samkomulag um að leysa hin ferlegu húsnæðisvandamál í Reykjavík fyrir verkalýðinn með samstilltu áhlaupi? Það var neyðarástand. 

Það voru þá engir verktakar til að framkvæma. Það þurfti að stofna Breiðholt hf. og sækja Guðmund Einarsson verkfræðing suður á Keflavík til að veita þessu forystu, taka upp óþekkt vinnubrögð í massaframleiðslu íbúða, reisa fyrstu byggingakranana, nota fyrstu kerfismótin og ótal nýjungar þurfti að innleiða.

Breiðholtið reis og fólkið fékk íbúðir. Inn í þær fluttu ekki kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og íhaldið missti Borgina í framhaldinu. Davíð kom svo og endurheimti hana að vísu en svo tók sundrungin aftur við, R-listinn, Ingibjörg Sólrún  og hrossakaupin, Alfreð og allt það. Eða var það ekki einhvernvegin svona, maður er farinn að ryðga í þessu. 

En núna er staðan bara orðin svona aftur. Það er algert neyðarástand í húsnæðismálum í Reykjavík. Nú eru bara ekki Eðvarð og Bjarni lengur með okkur heldur einhverjir nýmóðins skeggjaðir skrifstofumenn sem hafa kannski ekki miklar hugsjónir aðrar en sjálfa sig, jeppa og ESB.

Er ekki bara annað júnísamkomulag og framkvæmdanefnd byggingaáætlunar framundan þó að Guðmundur Einarsson sé ekki lengur til að byggja á þessu plani heldur frekar á Astralplaninu? Verður ekki að gera eitthvað stórt og mikið með pólitísku átaki til að leysa húsnæðismálin? Nýtt Breiðholt? 

Markaðurinn og pólitíkin hefur ekki skapað lausnir í húsnæðismálunum. Ekkert nýtt Smáíbúðahverfi er sýnilegt eða væntanlegt. Fólk liggur úti í tjöldum í Laugardal meðan hælisleitendur hafa það huggulegt í íbúðunum.Og engar lóðir eru sýnilegar.

Kemur þá ekki bara ný pólitísk framkvæmdanefnd byggingaáætlunar fyrst  búið er að klúðra öllu í húsnæðismálunum eins og staðan er í dag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Þetta fer nú að verða hættulegt - Ég er svo innilega sammála þér í dag minn kæri.  Þekkti mjög vel fólk sem eignaðist sína fyrstu íbúð í Breiðholtinu, og þessi framkævmd var alveg stórkostleg fyrir svo marga 

Kristmann Magnússon, 10.3.2017 kl. 01:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Mannsi, mig minnir að þetta hafi nefnilega nreytt miklu fyrir marga á sinni tíð. Þetta var umdeilt man ég, þótti jafnvel sovéskt og byggingarnar ljótar.    Sjálfsagt sósíalista bragur á mörgu, hvort var nokkur samkeppni man ég ekki. Páll Friðriksson sá dugnaðarmaður er á lífi held ég og getur sagt betur frá þessu en ég því hann var þarna í miðjunni. Óli Gísla verkfræðingur líka man ég. Þessir  kallar þyrftu að rifja eitthvað upp.

Halldór Jónsson, 10.3.2017 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband