Leita í fréttum mbl.is

"Afnám verðtryggingar"

er slagorð allskyns pótentáta sem eru að reyna að slá sig til riddara á félagsmálasviðinu. Dæmigerður er einhver í útvarpinu sem er að reyna að pota sjálfum sér áfram með því að komast til áhrifa í verkalýðsfélagi. Hann skilur ekkert i því að ASÍ taki ekki undir með sér um nauðsyn afnáms verðtryggingar.

Hvað er þetta fólk að bulla? Er það að krefjast afnáms lífeyriskerfisins? Vill það afhenda lífeyrissjóðina gefins á verðbólgubálið svo að lántakendur í núinu geti fengið niðurgreidd lán, þeir sem eru búnir að borga lánin sín fái skertan lífeyri og framtíðarfólkið fái engin lán því að sjóðirnir séu búnir?. Og þeir sjálfir búnir að fá stjórnarjeppa og launað sæti í stórfyrirtækjum um sína hundstíð?

Á sama tíma finnst þeim ótækt að Íslendingar taki lán í erlendri mynt? Svo tala þeir um að erlend húsnæðislán beri bara 1 % vexti og finnst það eigi að gilda um krónulánin hér líka, án verðtryggingar?  Þeir nefna aldrei sambandið milli gengis erlendra gjaldmiðla, krónunnar sem styrkist núna og verðbætur og vísitala eru í mínus og verðtryggingar þegar illa gengur?

Mikið lifandis skelfing er þetta ómerkilegur málflutningur um nauðsyn afnáms verðtryggingar.Hvað var fyrir upptöku verðtryggingarinnar? Auðn og tóm, allt brann upp, engir lífeyrissjóðir eða sparnaður var mögulegur. Að svona fólk  skuli komast upp með þetta bull endalaust í eiginhagsmunaskyni? Sér enginn í gegn um þessa ómerkinga og sjálfhverfan slagorðavaðal þeirra?

Enginn nefnir að varðveita þurfi sparnað fólks. Enginn banki gerir fólki kleyft að varðveita peninga sína öðruvísi en að tapa allri verðbólgunni. Þeir leyfa ekki verðtryggða reikninga til skammtíma  heldur með svo langri bindingu að enginn venjulegur maður þorir að taka svoleiðis. Sparandinn er kvikindi sem enginn elskar.

Allir framagosar tala bara um nauðsyn þess að allir fái óverðtryggð lán sem brenni upp í verðbólgunni. Þeim finnst skelfilegt ef verðbólgan er lítil því þá léttast óverðtryggð lánin ekkert miðað við kaupið.Þeir vilja ekki borga til baka það sem þeir fá lánað frekar en þeir sem tóku gengislánin fyrir hrun og sluppu sumir á afturvirkum lagakrókum.

Það er kominn tími til að þessir menn séu teknir fram af skaftinu og látnir útskýra bull sitt um " afnám verðtryggingar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór minn í þá gömlu og góðu daga þegar við vorum að byggja í Kópavogi ásamt fjölda fólks sem voru þá að byggja bæði í austur og vesturbæ.  þessir bæjarhlutar byggðust upp og það sem meira var,  það var ekkert til í orðabók landsmanna sem hér verðtrygging, enda var öll umgjörð um fjármagnið af meiri skynsemi en síðar varð.  Það var meiri ballans í þjóðfélaginu og kjör fólks jafnari.  Á þeim árum gat enginn ímyndað ser að einn einstaklingur hafi verið tekinn í gjaldþrot á 21. öld.  Gjaldþrot hans var í fjármunum sem hefði dugað til að byggja fullbúið hátæknisjúkrahús.  í dag deplar þjóðin ekki auga þó hún lesi um gjaldþrot up á 10-20. miljarða. Því miður heldur verðtrygging húsnæðislána fólki í fátækragildru.  Fjármagnseigendur eru bæði með tvöfalt belti og amirísk gæða axlabönd.  í Þessum síðarnefnda hópi ( athafnamanna ) eru þjófarnir sem stela öllu steini léttara, eins og þú orðaðir vel í bloggi þínu á dögunum. 

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 10.3.2017 kl. 09:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er fremur einfalt ÞAÐ ER EKKI VERTRYGGINGIN OG VERÐBÓLGAN SEM ERU VANDAMÁLIÐ HELDUR EFNAHAGSSTJÓRNUNIN.  Ef verðtryggingin verður afnumin ÞÁ GETUM VIÐ GENGIÐ ÚT FRÁ ÞVÍ VÍSU AÐ VEXTIRNIR HÆKKA Á MÓTI.

Jóhann Elíasson, 10.3.2017 kl. 09:57

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eðvarð Lárus lýsir dýrðardögum áranna fyrir 1980, að "öll umgjörð hafi verið af meiri skynsemi en nú." 

Ég hef þá verið uppi í einhverju allt öðru þjóðfélagi en hann er að lýsa. 

Fram til 1980 ríkti vaxandi verðbólga sem fór sum árin yfir 25% og endaði í yfir 100% árið 1983. 

Það var vegna endemis lélegrar efnahagsstjórnunar og verðtryggingin var sett á 1979, vegna þess að stórir þjóðfélagshópar, svo sem aldraðir og ábyrgir fjármagnaeigendur, líknarsjóðir og sparifé, voru rændir fjárhæðum sem nam mörg hundruðum milljarða og brunnu upp í verðbólgunni. 

Þeir sem voru að byggja hverfin sem Eðvarð Árni er að lýsa, fengu þeim mun meira gefins af kostnaðinum sem þeir voru duglegri að taka lán. 

Að meðaltali fengu húsbyggjendur og íbúðakaupendur gefins um 30-40% af kaupverði fasteignina, sem rænt var frá þeim, sem sýndu aðgát í meðferð fjármuna. 

Ómar Ragnarsson, 10.3.2017 kl. 13:27

4 identicon

Ómar ég þekki þig ekki en er aðdándi Stikluþátta þinna, en að þessu sögðu JáJá þá voru jú gengisfellingar á fyrri árum , en á þessum tíma voru þó  byggðir myndarlegir skólar, samkomuhús sem þú hefur væntanlega notað, sjúkrahús og vegir byggðir.  Allt þetta var hægt vegna þess að jafvægi var meira i þjóðfélaginu ATHAFNAMENN  sem ég nefndi hér að ofan   bæði með belti og axlabönd voru ekki búnir að læra á hæfileikas sína.  Þetta var allt fyrir þann tíma sem snillingar áttuðu sig á því að hægt var að búa til fyrirtæki og skilja síðan miljarða skuldaslóð sem þú skattborgarinn, borgar að sjá með gleði.. Margir komust í gegn um fyrri ár án þess að fá neitt gefið.

Ég tel að þú hafir komist í gegn um þennan tíma án beltis og axlabanda, og fengið lítið gefið.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 10.3.2017 kl. 21:50

5 Smámynd: Elle_

Voru gömlu góðu dagarnir þeir í óðaverðbólgunni sem var oft alveg fram undir 1990? Það er alveg hægt að skoða það, eins og þarna. Það mundi ekki hafa þýtt mikið að geyma peninga í banka og það hafa margir skýrt frá þessu. 

MARKAÐSPUNKTAR

Elle_, 10.3.2017 kl. 22:39

6 Smámynd: Elle_

Það ætti að hafa ALVEG hemil á verðbólgunni EÐA skýra hvað fólk ætti að gera í ofurverðbólgu eða óðaverðbólgu. Þetta var satt hjá Halldóri um ómerkilegan málflutning og Ómari um að fólk hafi verið rænt peningum sem brunnu í óðaverðbólgu.  

Elle_, 10.3.2017 kl. 22:57

7 identicon

verðtrygging eða ekki aðalatriði er sama gildi um laun og gjöld. Vilji menn halda verðtryggingu er bara að verðtryggja launin líka. Einfalt réttlætismál. 

Gunnbjorn Berndsen (IP-tala skráð) 10.3.2017 kl. 23:32

8 Smámynd: Elle_

Vísitala launa hækkaði miklu meira en vísitala verðtryggingar. 

Helstu vísitölur - Hagstofa

Það vill skringilega oft gleymast. 

Elle_, 10.3.2017 kl. 23:38

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meðan sjallarnir eru í stjórn með hækjuni bjartri framtíð, þá verður verðtryggingin ekki afnumin og vextirnir verða ekki lækkaðir, heldur verða vextirnir hækkaðir með gengisfellingu í eftirrétt.

Hver er og hvar heldur peninga elítan sér? Ég held að það sé auðséð, í stjórnmálaflokkunum, það hefur sýnt sig frá BankaRáni I.

Hvenær ættla kjósendur að rísa á afturfæturnar og hætta að skríða fyrir þessum illmennum, það er spurningin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.3.2017 kl. 01:38

10 identicon

Já ,Halldór og fleiri.

Það gleymist alltaf þegar talið berst að verðtrygginu, hvaða kynslóð

lenti verst í þessu bulli.

Kynslóðin sem fædd var eftir 1960, er kynslóðin sem búin er að bera

baggan og blóðið af þessari helvítis verðtryggingu.

Þegar ég var ungur og glaður, keypti ég mér mina fyrstu íbúð 1980.

Þá liðu ekki nema 2 ár, þangað til sparimerkjasparnaðurinn

og sjóðurinn sem ég var búin að spara mér til kaupanna, var gjörsamlega

horfinn. Í byrjun átti ég fyrir þessu öllu og gott betur og í góðri vinnu

Í fiski, sem þá var hátekjuvinna.  Litli ódýri Datsunin 1200 sem ég keypti notaðan, árgerð 1972,

Þá 10 ára gamall,  á 50.000 nýkrónur þá, með 20.000 króna útborgun, á mánaðarlegum afborgunum,  var komin í 150.000 á tæpum 2 árum vegna verðtryggingar og vaxta og vaxta vexti sem komu endalaust ofaná  höfuðstólinn. Að sjálfsögðu, með hátt í 150% verðbólgu missti maður allt og á endanum í gjaldþrot.  Þetta var árið 1983. Allt farið.

Vegna uppeldis og þess sem maður var innrættur, gafst ég ekki upp.

Aftur hélt ég að hægt væri að koma undir mig fótunum og í byrjun árs 1985, var aftur reynt.

Ekki gekk það betur en svo að verðbólgan blés svo út á þeim árum, að aftur fór allt

til andskotans, missti allt og aftur í gjaldþrot. Enn og aftur hélt ég í minni einfeldni, að

komnir væru góðir tímar í byrjun árs 1996. Þá 10 árum seinna.

Búin að streða við að borga allt uppí topp til að vera gjaldgengur aftur.

Þú komst ekkert upp með það, þó þú hefðir lent í gjaldþroti á þeim tíma, nema að borga

svo þú yrði maður með mönnum. Annað er það í dag, sem er allt önnur saga.

Keypti aftur og strögglaðist við að reyna að búa til heimili handa mér og mínum.

En viti menn. Deja vu.

Verðtrygginigin sér um sína.

Aftur kom þessi andskotans draugur, verðbólga og verðtrygging.

Allt farið og það í þriðja sinn.

Ef meður hefði bara kunnað á eitthvað sem heitir kennitöluflakk..

Kannski verið betra. Og kannski ekki. En þetta var bara eitthvað sem maður kunni ekki

og þótti ekki sæmandi.

Búandi erlendis undanfarin ár,  og reynt að útskýra fyrir fólki hvernig hlutirnir ganga fyri sig á

Íslandi, er bara brosað og sagt, að sjaldan hafi það heyrt aðra eins skáldsögu.

þar er fólk sem hefur aldrei heyrt um aðra eins vitleysu og “VERÐTRYGGINGU”.

Þar er fólk segir mig ljúga um það sem ég hef lent í.

Þar er fólk sem getur tekið lán og vitað framm í tímann og vitað hversu mikið  það á að borga á mánuði framm á seinasta mánuð eftir 20 til 30 ár.

Þar er fólk sem sér, að höfuðstóllin gengur niður.

Þar er fólk sem sér, að það er að eignast eitthvað með sinni vinnu.

Þar er  fólk sem sér, að það eru ekki þrælar verðtryggingar, s.n.b. er bara til á

Íslandi.. Ísrahel og Venúsuela.

Á meðan þessi óskapnaður er til staðar á Íslandi,

mun ég hvetja alla til að yfirgefa þetta spillta sker og leyfa þeim sem eftir eru,

að reyna að lifa á verðtryggingunni og sjá svo til þegar enginn verður eftir til að borga hana.

Svo einfallt er það og barnalegt að halda það, að almenningur í dag, sem er orðin svolítið upplýstari um líf án verðtryggingar annar staðar, vilji setja sér þær klifjar á sig og sína að

greiða endalaust handa einhverjum útvöldum sem á verðtrygginguni geta lifað.

Þá er spurningin Halldór.

Ef engin er til staðar að taka þátt í því að borga

vexti og vaxta vexti, sem verðtryggingin er og ekkert annað, hverjir koma þá

til með að tapa þegar upp verður staðið,,,’’’’??????

Tek undir með Jóhanni Elíassyni. Það verður að breyta efnahagsstjórnuninni.

 

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 02:45

11 Smámynd: Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Verðtryggingin er vond. Ekkert land sem ég þekki er með verðtryggingu á lánum til húsnæðiskaupa. Bara það ætti að segja okkur eitthvað.

Að halda að efnahagsstjórnun hér á landi fari að vera ábyrg, er svona eins og halda ap tunglið sé ostur!

Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 11.3.2017 kl. 10:13

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú vilt þá að einhverjir aðrir borgi niður það lán sem þú færð til húsnæðiskaupa Sigrún Jóna?

Hver á að gera það og eftir hvaða reglum? Á ég að borga niður fyrir þig af því að ég er búinn að borga m+ín lán upp vegna aldurs? Mamma þín og pabbi? Segðu bara hver.

Og hver á að skaffa þá upphæð sem þú færð til húsnæðiskaupa þinna? Hvaðan á hún að koma? Á hún að koma úr sparisjóðsbók Sigurðar pabba þíns? Er tunglið ekki ostur úr því að effnhagsstjórnun okkar er svona vitlaus að þínu mati? 

Halldór Jónsson, 12.3.2017 kl. 14:03

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Siggi vinur

þú ert búinna ð yfirgefa þetta sker er það ekki.

Ef þú endar uppi með fullt af peningum út úr Vatnsenda, viltu þá lán a Sigrúnu Jónu þá til 30 ára á 1 % vöxtum án verðtryggingar? Er það ekki alveg öruggt að þú munir geera það?

Halldór Jónsson, 12.3.2017 kl. 14:05

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef einhver vill ábyrgð í efnahagsstjórnun, þá er verðtrygging vitlausasta kerfið sem hægt er að vera með. Verðtryggingin einmitt fríar bankana og þá sem stýra efnahagsmálum, nánast alfarið frá því að taka ábyrgð á vitlausum efnahagslegum ákvörðunum. Ef verðbólgan æðir af stað, þá bara fer sjálfvirk peningaprentun verðtryggingarinnar í gang og eykur gróða bankanna og annarra fjármagnseigenda.

Skilgreining á verðbólgu er einmitt aukið peningamagn í umferð. Verðtryggingin eykur peningamagn í umferð. Þess vegna getur verðtryggingin aldrei verið gild sem rök til að vinna gegn verðbólgu. Hvaðan koma þeir peningar sem verða til vegna verðtryggingar? Peningar eru ekki verðmæti. Peningar eru ávísun á verðmæti. Hvaða verðmæti verða til þegar verðtryggingin prentar meiri pening?

Theódór Norðkvist, 12.3.2017 kl. 18:23

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsaðu betur Theodor

 verðtrygging gerir mögulegt að skaffa fjármagn til að lána. Það er líka hægt að útvega erlenda mynt og lána þér gegn lágum vöxtum. Viltu það ekki frekar?

Halldór Jónsson, 12.3.2017 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband