Leita í fréttum mbl.is

Furðuskrif formanns

neytendasamtakanna Ólafs Arnarsonar í Mogga vöktu athygli mína.

Látum vera að menn hafi hugmyndir um vexti og verðtryggingu. En að krefjast þess að kjaraviðræður verði aflagðar ef þeir fái ekki sérvisku sinni framgengt er furðulegt.

Ólafur segir:

"... - Peningastefnu Seðlabankans verði breytt þannig að íslenskir neytendur þurfi ekki að borga fyrir þrjár íbúðir á sama tíma og aðrir Norðurlandabúar þurfa aðeins að borga fyrir eina. Þetta kallar á afnám verðtryggingar af húsnæðis- og neytendalánum hér á landi. Og þetta kallar líka á að raunverulegt eftirlit verði haft með íslenskum bönkum. Til að fullur árangur náist kallar þetta á nýja mynt..."

Hvað ætlar formaður Neytendasamtakanna að gera að stefnu samtakanna? Ganga í ESB og taka upp EVRU? Eða bara heimila húsnæðislán í norskum krónum á norskum vöxtum? Borga þannig eina norska íbúð(sem kostar talsvert meira en íslensk)? Er hægt að gera SALEK upp á þau býtti? Engin íslensk verðtrygging en bara erlend lánsmynt?

Er ekki líklegt að Bjarni Benediktsson og Már Guðmundsson gætu haft milligöngu um slíka framkvæmd?

"- Heilbrigðiskerfið sé skilvirkt og öllum aðgengilegt óháð efnahag."

Er þetta krafa um framlög tilheilbrigðiskerfisins eins og Kári klári hefur lagt til? Og hvaðan á það fé að koma? Með skattheimtu á Neytendur?

"Þegar búið er að leggja þann grunn að íslenskir neytendur hafi sambærilegan aðgang að fjármagni, húsnæði, menntun, heilbrigðisþjónustu og réttlæti og nágrannaþjóðirnar, sem búa við norrænt stöðugleikamódel, skulum við tala um SALEK og norrænt vinnumarkaðsmódel hér á landi. Ekki fyrr!"

Myndi aðgangur að  norskum húsnæðislánum, í norskum krónum og á norskum vöxtum uppfylla kröfur formanns Neytendasamtakanna? Vonandi ekki á norskum húsnæðisverðum líka?

Þetta fólk sem heimtar afnám verðtryggingar í síbylju verður að fara að skýra frá því hvernig það sér fyrir sér framtíð lífeyriskerfisins íslenska. Hvernig ætlar það að tryggja lífeyrir landsmanna ef afhenda á sjóðina til nýrra lántakenda?  Hvernig  mun þá SALEK tryggja enga verðbólgu sem þýðir enga verðtryggingu?

Þessi furðuskrif  Ólafs eru ekki í samræmi við það sem menn eiga að búast við af formanni Neytendasamtakanna til þess að þessi mikilvægu samtök rísi undir ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband