23.3.2017 | 08:32
Afleikur aldarinnar
er salan á Arion banka.
Í Mogga í dag er gerð grein fyrir stöðunni:
"Ein stærsta fréttin af íslenskum fjármálamarkaði á síðustu misserum er salan á um þrjátíu prósenta hlut í Arion til erlendra fjárfesta. Margir hafa orðið til þess að tjá sig um þessi viðskipti og hvað þau þýða fyri íslenskan fjármálamarkað og sér í lagi íslenskt bankakerfi, en í þeirri umræðu hefur komið fram afar ólík sýn þátttakenda á þróun mála.
Til að skilja eðli og þýðingu ofangreindra viðskipta er mikilvægt að átta sig á kaupendahópnum og tilgangi viðskiptanna. Kaupendurnir eru fyrst og fremst þrír erlendir vogunarsjóðir, sem samkvæmt fréttum eru jafnframt stærstu eigendur Kaupþings, slitabús Kaupþings banka. Þar sem Kaupþing á 87% hlut í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt, Kaupskil, þá eru þessir þrír vogunarsjóðir jafnframt stærstu endanlegu eigendur Arion banka, bæði fyrir og eftir viðskiptin. Ef við gefum okkur að hlutur vogunarsjóðanna í viðskiptunum sé nokkurn veginn í sömu hlutföllum og eignarhlutur þeirra í Kaupþingi þá hefur endanlegt eignarhald Arion banka lítið breyst við viðskiptin, en það sem hefur breyst er að hlutabréfin hafa færst frá Kaupþingi yfir í beint eignarhald vogunarsjóðanna.
En hver skyldi þá vera tilgangur viðskiptanna ef endanlegt eignarhald á Arion er lítið eða ekkert breytt eftir þau?
Í fyrsta lagi þá stuðla viðskiptin að auknu virði eigna Kaupþings og þar með hærri endurheimtum til eigenda og þar með talið kaupenda Arion. Þetta skýrist af því að Kaupþing skuldar íslenska ríkinu um 84 milljarða stöðugleikaframlag, en þessi skuld er með veð í öllu hlutafé Kaupþings í Arion og hana má einungis greiða upp með andvirði af sölu Arion og verður að greiðast að fullu innan 1-2 ára. Ef Kaupþing hefði ekki greitt skuldina, þá hefði ríkið gengið að hlutabréfunum í Arion án þess að Kaupþing fengi fyrir neitt endurgjald. Með því að kaupa Arion hlutabréf af Kaupþingi fyrir sem svarar upphæð skuldarinnar, um það bil 84 milljarða, er hægt að greiða hana upp og Kaupþing og sjóðirnir þurfa síðan einungis að selja sinn 87% hlut í Arion fyrir hærri fjárhæð til að hagnast á viðskiptunum, sem ætti að reynast auðvelt þar sem 84 milljarðar fyrir 87% hlut myndi þýða að hluturinn væri seldur á um 46% af eigin fé.
Í öðru lagi þá þýða viðskiptin að Kaupþing getur greitt upp ofangreinda skuld við íslenska ríkið fyrir gjalddaga hennar og þar með flýtt fyrir losun eigna Kaupþings og þar með útgreiðslum til eigenda, þar með talið sjóðanna sem keyptu hlutinn í Arion. Og tími er peningar.
Af ofangreindu er ljóst að líklegur tilgangur kaupanna á Arion er ekki að eignast banka á Íslandi, heldur að hámarka virði eigna til tiltölulega skamms tíma. Nýir eigendur eru ekki líklegir til að hafa sterka skoðun á þróun eða möguleikum íslensks bankakerfis og munu líklega reyna að selja Arion við fyrsta tækifæri, fáist fyrir bankann gott verð. Í þessu samhengi skiptir litlu máli að bandaríski bankinn Goldman Sachs sé með í kaupunum með lítinn hlut, því líklegast er að sá banki annað hvort haldi á hlutnum fyrir fjárfesta, eða að hluturinn sé þóknun hans fyrir framkvæmd viðskiptanna. Viðskipta sem hefðu verið töluvert flóknari í framkvæmd fyrir losun hafta, sem gæti skýrt tímasetninguna að einhverju leyti.
Íslenskt bankakerfi er vissulega statt á tímum talsverðra breytinga, en salan á Arion markar þar engin sérstök tímamót. Bankakerfið er eftir sem áður að langmestu í eigu ríkisins, sem er hvorki líklegt til að hafa skýra sýn né að bregðast hratt við breyttum aðstæðum, og fjárfesta sem hafa ekki hugsað sér að eiga og reka banka á Íslandi."
Það er glæsilegt að afhenda banka sem ríkið á að veði fyrir 84 milljarða sem hægt er að taka alla fjárhæðina út úr strax á fyrsta degi. Jafnvel afrek Steingríms J.(?) blikna í samanburði þótt skaðinn sem hann olli heimilum landsins fáist aldrei bættur.
Er eitthvað að því fyrir okkur að eiga allt hlutafé í Ation banka? Gefur hann ekki af sér marga milljarða í arð á hverju ári? Á hann ekki fullt af verðmætum eignum? Er hann ekki í vandræðum með allt eiginféið sitt?
Af hverju grípur ekki Alþingi inn í og hirðir bréfin í bankanum?
Salan á Arion er afleikur aldarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 3420154
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ef ríkið fær sitt skuldabréf greitt, hverju er þá verið að stela af hverjum?
ls (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 09:48
Er ef til vill bara verið að spila á fíflið?
Við lögum allt, en missum ekki trúna á lífið, ljósið og litina.
slóð
Incidentally, the SEC was very proud of .. $550 million penalty, – apparently didn't realize that Goldman booked more than $13 billion in the process. ..the pigs still wear lipstick .. regulators haven't got a clue just who's running the show these days."
Við verðum að muna að banki skrifar aðeins tölur, sem eru ávísun á fólkið.
Þegar þú selur leyfið til að prenta bókhaldið fyrir þig, og sá sem skrifar bókhaldið
þykist vera að lána þér eitthvað, pening, sem er aðeins bókhald.
Skáldsaga.
Það er sagan af Ol-ís-kaupunum, ég skrifaði ávísun kl. 18:00 á föstudegi, lykillinn og prókúran fenginn, skrifuð ávísun frá ol-ís kl. 08:00 á mánudagsmorgun, farið í bankann þegar hann opnar, og lagt inn á reikninginn minn.
Önnur skáldsaga.
Ég kaupi Landsbankann, með láni í Búnaðarbankanum, 100 milljarðar.
Síðan kaupi ég Búnaðarbankann, með láni frá Landsbankanum, 100 milljarðar.
Þá skulda ég sjálfum mér 100miljarða frá hvorum banka.
Þá skulda ég ekki neitt.
Bankalánið í Landsbankanum er vel tryggt, með Búnaðarbankann að veði.
Bankalánið í Búnaðarbankanum er vel tryggt, með Landsbankann að veði.
Mikið gaman.
Lesa
Incidentally, the SEC was very proud of .. $550 million penalty, – apparently didn't realize that Goldman booked more than $13 billion in the process. ..the pigs still wear lipstick .. regulators haven't got a clue just who's running the show these days."
20.3.2017 | 13:43
Ég er fjármálakerfið
Gamla sagan
Það er ekkert skáldlegra en fjármálakerfið.
Auðvitað eru þetta skáldsögur, og sannari en sannleikurinn.
Egilsstaðir, 20.03.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.3.2017 kl. 11:55
Steingrímur J olli heimilum landsins ekki skaða. Hann var einn af leiðtogum ríkisstjórnar sem reysti íslenskan efnahag við eftir hrun sem var orsök stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það voru þeir sem olli heimilum landsins skaða. Það voru þeir sem ollu hruninu sem ollu heimilum landsins skaða en ekki þeir sem reystu efnahag landsins við með það góðum árangri að eftir var tekið. Steingrímur á skilið orðu fyrir það sem hann gerði fyrir þjóðina en ekki tilhæfulausar ásakanir fólks sem er að reyna að endurskrifa söguna.
Sigurður M Grétarsson, 23.3.2017 kl. 17:24
Hver gaf veiðileyi á íslensk heimili með þvi að gefa bankana sem rukkuðu í topp og seldu ofana af fólkinu?
Eftiráskýringar kommatittanna duga ekki til. Þvílík öfugmæli að tala um orðuveitingu til mannsins sem ætti að vera fyrir Landsdómi vegna heimskupara sinna.
Halldór Jónsson, 23.3.2017 kl. 18:59
Það er ekki að spyrja af því með kommana
hvernig þeir réttlæta endalaust sitt fólk.
Nægir að rifja upp fyrir SMG hvernig Venúsuela endaði..!!
Allt í rúst.
Fyrrum sovét...!!
Allt í rúst.
Draumalandið hjá svona fólki er að sjálfsögðu Norður-Kórea.
Þessa vegna ætti það að vera löngu búið að heiðra Steingrím með
ókeypis ferð aðra leiðana þangað.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 19:45
Sigurður M. Grétarsson,svo ærlegur sem þú eflaust vilt vera þá værir þú vís með að segja okkur hvaða glæpur það var sem framin var í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar og Steingríms J. Og ekki þolir dagsljósið fyrr en við erum öll dauð?
Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2017 kl. 20:02
Ekki verð ég klókur af því sem Scheving er að skrifa eða hvað það kemur þessari síðu við,
Halldór Jónsson, 24.3.2017 kl. 05:59
Halldór. Það var engin sem gaf veiðileyfi á heimilin. Kröfuhafarnir áttu þessar kröfur strax frá falli bankanna og það var eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar sem kom í veg fhyrir að það væri hægt að banna þeim að rukka þær í topp. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti stopp á uppboð á heimilum fólks í einhver tvö ár og tók þannig mikla áhættu á að lenda í mikilli skaðabótaábyrgð gagnvart lánveitendum og bjargaði það fjölda fjölskyldna frá því að missa heimili sín. Það gerði 110% leiðin líka sem kom eftir samningaviðræður við kröfuhafa og var sú eftirgjöf gerð á þeirra kostnað. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gerði aldrei neitt sem gerði kröfuhöfum auðveldara fyrir að innheimta kröfur sínar frá íslenskum heimilum heldur þvert á móti stóð hún fyrir margháttuðum aðgerðum til að verja heimilin sem hjálpaði tugþúsundum heimila við að kljást við skuldavanda sinn.
Sigurður M Grétarsson, 24.3.2017 kl. 14:14
Hrólfur. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur framdi engan glæp og það er fyrir löngu búiðo að svara þessu bulli um langa leynd yfir hluta þeirra aðgerða. Fullyrðingar um að hún hafi sett langa leynd á sín verk er einfaldlega kjaftæði.
Sigurður M Grétarsson, 24.3.2017 kl. 14:15
Sigurður Hjaltested. Ég er jafnaðarmaður en ekki sósíalisti og ætla tkki að svara fyrir stjórnarstefnu sósíalista. Það hefur ekkert land farið illa út úr því að stjórna í anda jafnaðarstefnunnar en margar hafa farið illa út úr því að taka upp sósíalisma eða frjálshyggju.
Sigurður M Grétarsson, 24.3.2017 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.