Leita í fréttum mbl.is

Smáskammtalækningar

sem Jóni Gunnarssyni er falið að tilkynna um af gnægtaborði Ríkisstjórnarinnar eru lýsandi fyrir það hvernig ekkert er hægt að gera af því sem þarf með hefðbundnum fjárveitingum sem eru alltaf smáskammtalækningar síðan Hellu-Ingólfur lét steypa veginn upp í Kollafjörð 1972 í stað þess að malbika hann á 5 ára fresti. Vegurinn er þarna ennþá í Kollafirði og við Hlégarð, óviðgerður með öllu eftir 45 ára samfellda þjónustu."Svona er feðranna frægð,fallin í gleymsku og dá."

Í gamla daga voru sumir smáskammtalaæknar gjarnan sagðir lækna menn til,eilífrar sælu.Eins og Ágúst nokkur sem Páll orti um:

Ágúst fer til andskotans

yfir þessu hlakka má.

Dropar þessa djöfuls manns

drepa þá sem smakka þá.

 

Ágúst heyrði vísuna og ætlaði heldur betur að hrista upp í gamla Páli. Páll þóttist koma af fjöllum og sagðist hafa ort um Ágúst þessa vísu:

Ágúst fer til englaranns

yfir þessu hlakka má.

Dropar þessa dánumanns

duga þeim sem smakka þá.

 

Einhverjir óþokkar hlytu að hafa snúið út úr fyrir sér hefði Ágúst heyrt vísuna öðruvísi. Ekkert varð af barsmíðum Ágústar í það sinn.

 

1.2 milljarður ofan á allt of lítið þegar það vantar 12 milljarða strax ef á að vera hægt að leysa árlegan vandann sem við blasir.

Ríkisstjórnin virðist ekki geta ákveðið að gera neitt í að láta ferðaiðnaðinn borga.

3.0 milljónir ferðamanna þurfa að borga 4.000  kr. hver. Það er aðgangsmiðinn að Íslandi. 30 Evrur

Danke Schon and Thank You!

Allt annað eru smáskammtalækningar sem yfirleitt bara drápu sjúklinginn hægt en örugglega.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband