Leita í fréttum mbl.is

Bravó Bjarni

Undir lok þessarar viku hyggst ríkisstjórnin kynna hugmyndir að lækkun hins svokallaða almenna þreps virðisaukaskattskerfisins sem í dag stendur í 24%. Það var síðast lækkað úr 25,5% í ársbyrjun 2015. Þetta boðaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu í gær. Sagði hann að hugmyndirnar yrðu kynntar samhliða framlagningu ríkisfjármálaáætlunar.

 

»Með því að gera það þá getum við tekið töluvert forskot á Norðurlandaþjóðir varðandi það á hvaða stað við erum með almenna þrep virðisaukaskattsins,« sagði Bjarni.

 

Sagðist hann telja að nú væri rétti tíminn til að stíga skref í þessa átt, í kjölfar þess að markviss skref hefðu verið stigin til þess að einfalda innheimtukerfi tengd vörugjalda- og tollakerfinu.

 

Ferðaþjónustan í almennt þrep

 

<sw,-12><ys,1>Í dag er ferðaþjónustan skattlögð í lægra þrepi kerfisins sem er 11%. Benti Bjarni á að sú gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur í landinu gæfi tilefni til að spyrja sig hvort ástæða væri til að halda virðisaukaskatti á greinina í lægra þrepi. »Erum við hér með atvinnugrein sem í heild sinni er réttlætanlegt að halda í undanþáguþrepinu, lægra þrepinu, í þeim tilgangi að styðja við og auka viðgang hennar,« sagði hann.

 

Svigrúm til frekari lækkana

 

Í ræðu sinni boðaði hann einnig lækkun tryggingagjalds á kjörtímabilinu.

 

<sw,-12>»Atvinnulífið hefur kallað eftir lækkun tryggingagjalds og við munum lækka tryggingagjaldið á þessu kjörtímabili en við ætlum ekki að fara út í skattalækkanir á röngum tíma. Við munum þurfa að tímasetja slíkar aðgerðir með hliðsjón af því sem er að gerast á vinnumarkaði og að öðru leyti í opinberum fjármálum,« sagði Bjarni en ítrekaði að í sínum huga væri ljóst að slíkt svigrúm myndi fást á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir."
 
Nú er um að gera að hlusta ekki á vælð í ferðaþjónustunni heldur framkvæma þessa nauðsynlegu aðgerð. Rúturnar fara að innskatta rekstrarkostnaðinn og opna klósettin.Það er framför og ekki verða þeir á móti.
 
Bravó Bjarni!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú er Bjarni sagður vera á fundi á Sögu, að tilkynna hærri skatt á ferðaþjónustuna. Allir sitji við sama borð?

Það er mikilvægt að ekki verði einhverjar baktjaldabókhaldsins brellur með tilheyrandi einkavina undanþágum og skattasvikum.

Lars Cristiansen var með einhverja slíka fiskikvótahugmyndafræði á ferðaþjónustuna á Íslandi. Hann Lars þyrfti nú kannski í þetta sinn að fara í endurmenntun? Í það minnsta að kynna sér ólöglega braskið í kvótasvindlinu á Íslandi, áður en hann auglýsir ágæti ólöglegra efna og sölu/vöruskipta verkferla?

Það er ekki gott til afspurnar að Lars danski mæli með ólöglegu spillingarbraski á Íslandi?

Það mun ekki ganga að ætla sér slíka fiskikvóta aðferðarfræði felubókhalds undanþáguvaldaklíkunnar rænandi og ruplandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2017 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband