12.4.2017 | 13:18
Bókmenntir
Á sínum tíma var mikið ritað og rætt um hlutabréfasölu í DeCode á gráa markaðnum hérlendis um fyrsta áratug aldarinnar. Margir græddu en líklega fleiri töpuðu.
En maður heyrði að margt hefði aldrei verið upplýst varðandi viðskipti dr. Kára og Hannesar Smárasonar varðandi meðferð umboðslauna af hlutabréfasölunni. Maður heyrði að RSK hefði elt þá í gegn um mörg lönd en slóðin hefði að lokum gufað upp í Panama, heimalandi Mosseck Fontesa.
Nú er dr. Kári í upplýsingarherferð gegn Engeyingum og Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Hann er greinilega að reyna að gera Bjarna tortryggilegan vegna viðskipta fjölskyldu hans. Það er eiginlega í gangi bókmenntaleg samkeppni í stílbrögðum þar sem dr. Kári á síðasta innslagið í Fréttó í dag í samkeppni við frábæran stíl Bjarna Einarssonar lögmanns.
En hefur dr. Kári einhvern tímann gert hreint fyrir sínum dyrum sjálfur fjármálalega varðandi DeCode á sínum tíma? Mér er svo sem slétt sama og ætla ekki þar að að koma. En eiga þeir sem búa í glerhúsi að kasta grjóti?
Þetta rakst ég á á netinu:
HUGARFYLGSNI dr.Kjartans:
Eftir að hafa lesið þessa frétt, þá fór ég að forvitnast um skattalega meðhöndlun í Panama. Smá gúggl leiddi mig inn á þessa síðu.
Þetta er nokkuð kostulegur vefur sökum þess að hann upplýsir fólk hvernig það á að framkvæma skattsvik með því að segja fólki nákvæmlega hvað það má alls ekki gera. Væntanlega er þetta skrifað í þessum stíl til að forðast hugsanlegar lögsóknir, en þeir mega eiga það að þessir fjármálamenn sýna ótrúlega hugkvæmni. Creative accounting er greinilega listform :)
Hér er til dæmis útskýring á því hvernig menn geta tekið peninga út úr offshore reikningum án þess að borga skatta með því að 'lána' sér peninga, en hætta svo að borga af láninu eftir 5-6 ár, þegar skylda til að geyma bókhaldsgögn rennur út. Þannig er hægt að má út sönnunargögnin, og varla ferð þú sjálfur að innheimta lánið sem þú gafst sjálfum þér:
Is there any way to bring money onshore and pay taxes later or never? How about a loan or mortgage? What if an offshore corporation was to lend you money, or give you a mortgage? To be a valid mortgage, you would have to pay interest payments of course just like a normal mortgage (or loan). The following is an illegal loophole we do NOT recommend to anyone. In fact, this is a good example of where tax planning can become tax evasion: After 6 or 7 years, depending on the jurisdiction, records can be destroyed legally (and should be!). After that period one could theoretically stop making payments and default on the mortgage. At that point the only person that would know would be the offshore corporation since it ceased to received payments. If the offshore corporation doesn't come after you for the money, who would? Your records would all be destroyed after 6 or 7 years so nobody would know.
POSTED BY KJARTAN AT 17:39
6 COMMENTS:
Nafnlaus said...
Mars 2004 (RÚV og DV):
Fé sem félagið Biotek Invest, frá Lúxemborg, fékk fyrir að selja hlutabréf í deCode rann til fyrirtækis í Panama sem nú er rannsakað vegna peningaþvættis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Hannes Smárason aðstoðarforstjóri keyptu bréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í gegnum félag sem var skráð á sama stað og Biotek Invest og er upprunnið í Panama. Þetta kemur fram í DV í dag. Kári Stefánsson segir þetta skáldskap sem hann svari ekki.
Upphaf málsins er að greint var frá því í DV í byrjun febrúar að deCode hefði borgað óþekktu fyrirtæki 400 miljónir króna í þóknun vegna sölu á 17%% hlut í deCode til Íslendinga. Þetta fyrirtæki, Biotek invest, var stofnað hálfum mánuði eftir að skrifað var undir samningana hér á landi. Annað fyrirtæki, Damato Enterprises í Panama, leysti Biotek invest síðan upp. Ekki hefur komið fram hvert hlutverk Biotek invest var við sölu á bréfunum í deCode hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri neitaði því að nokkuð af þeim peningum hefði runnið til sín eða Hannesar aðstoðarforstjóra.
Skömmu eftir að Biotek invest var stofnað var nýtt félag stofnað á sama stað í Lúxemborg. Félagið heitir Lisfield Holding og notuðu Kári og Hannes félagið til að kaupa 3,5% hlut í Fjárfestingabanka atvinnulífsins fyrir um 800 miljónir króna, haustið 1999.
Aðstandendur og endurskoðendur Biotek og Lisfield eru sömu einstaklingar. Eigendur Lisfield eru tvö panamísk fyrirtæki. Damato Enterprises, sem leysti Biotek upp, er skráð til heimilis hjá Lögfræðifyrirtæki í Panama en lögfræðifyrirtækið er flækt í rannsókn á peningaþvætti í fjórum löndum. Þá eru stjórnarmenn í þeim félögum sem eiga Damato rannsakaðir vegna fjársvikamála í Perú og Nikarakúa.
Ekki hefur verið sýnt fram á bein tengsl milli Damato Enterprises, sem tengist rannsóknum á fjársvikamálum og peningaþvætti, og félaginu Lisfield Holding sem keypti hlut Kára og Hannesar í fjárfestingabankanum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segir hann fréttir af þessu máli líklega hafa verið skrifaðar til að gefa í skyn að þeir Hannes hefðu stundað vafasöm viðskipti með hlutabréf í deCode. Það sé skáldskapur sem hann svari ekki. Hann segir rétt að þeir Hannes hafi keypt hlut í Fjárfestingabankanaum en fjárfestingabankinn sjálfur hafi fjármagnað kaupin og þau hafi ekkert með suður-amerísk ríki að gera.
Kári segir að kaup á hlutabréfum í bankanum hafi verið gerð í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem hafi haft þann einn tilgang að eiga bréfin enda hafi verið alsiða á þeim tíma að hýsa hlutabréfaeign í slíkum fyrirtækjum. - Rúv greinir frá.
Nafnlaus said...
Mikilvægt atriði er varðar Biotek Invest sem sjaldan er rætt er eftirfarandi:
Þegar Kári, Hannes, Bjarni Ármannsson og aðrir bankamenn sögðu þjóðinni frá markaðssetningunni á deCODE hlutabréfunum þá sögðu þeir að íslenskir bankar hefðu keypt bréfin, og að verðið hefði verið $15 á bréf. Frá þessu var greint í fjölmiðlum sumarið 1999, og á þennan hátt skýrðu bankarnir þetta fyrir viðskiptavinum sínum.
SEC skjölin sýna hins vegar að þeir voru að villa um fyrir almenningi. Þeir voru að ljúga að fólkinu sem þeir voru að markaðssetja bréfin til á s.k. gráum markaði.
Í fyrsta lagi voru bréfin ekki keypt af íslensku bönkunum; þau voru keypt af Biotek Invest. Í öðru lagi var verðið ekki $15; það var $7.50. Þetta kemur fram í S1 skjölunum sem eru aðgengileg hjá SEC.
Hins vegar var klausa í samningnum við Biotek Invest sem sagði að ef það tækist að halda hlutabréfaverðinu á gráa markaðnum yfir $15 til ársloka 1999, og Biotek Invest tækist að koma a.m.k. helming bréfanna til almennings, þá myndi Biotek Invest greiða deCODE $15 fyrir bréfið (samtals 5 milljón bréf). Tækist þetta allt þá fengi Biotek Invest 7% í þóknun sem eru umræddar 400 milljónir króna, sem fjallað er um í athugasemdinni hér að ofan.
Augljóslega var hér verið að svindla á skattinum og öðru, m.a. með hjálp ríkisbankanna. En grófasta svindlið er hins vegar þessi skilyrðisbundni samningur við Biotek Invest.
Með því að ljúga að almenningi að deCODE hefði selt bönkunum bréfin á $15 (þegar raunin var $7.50) beitti deCODE lygum til að pumpa upp verðið á gráa markaðnum sumarið 1999.
Og þar sem gífurlegir hagsmunir voru fyrir deCODE að fá $15 fyrir bréfin en ekki $7.50 er augljóst að öll PR starfsemi þeirra í gegnum fjölmiðla og sölustarfsemi bankanna frá sumri til enda 1999 beindist að því að halda verði bréfanna á gráa markaðnum yfir $15. Þetta tókst með miklum "ágætum".
Þessi skilyrðisbundni samningur var falinn gagnvart almenningi og því annað dæmi um blekkingar sem deCODE beitti til að hækka verð bréfanna, sem fór úr öllum böndum seinni hluta árs 1999.
Nú voru á þessum tíma í gildi almenn lög um góða viðskiptahætti, sem lögðu bann við því að hagnast í viðskiptum með því að veita misvísandi upplýsingar. Auk þess hafa allar þessar upplýsingar um svik deCODE legið fyrir frá þeim tíma sem deCODE var skráð hjá NASDAQ. Þess utan er ljóst að almenningur tapaði stórum fjármunum út af þessu svindli. Samt hafa stjórnvöld aldrei sýnt því áhuga að rannsaka eða kæra þetta mál.
Af hverju?
Var ekki verið að sakfella menn fyrir markaðsmisnotkun hér hægir og vinstri? Halda uppi röngu gengi á hlutafé?
Hvað gengur dr. Kára til að leggja núna upp í herferð gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hans? Hvaða hagsmunum er hann að berjast fyrir núna?
Þessi nýbyrjaða bókmnenntasaga er sjálfsagt ótengd hinni gömlu sem hér er rifjuð upp því hún er með öllu löngu fyrnd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2017 kl. 15:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Við vitum það að Kári er ekki alveg með hreinan skjöld varðandi DeCode og fleira og ætti kannski að fara varlega í "grjótkastinu" sínu. En Sámur fóstri var að koma og það er alveg á hreinu að ég hef nægt gott lesefni yfir páskana. Þetta er besta lesefnið sem kemur inn um lúguna...
Jóhann Elíasson, 12.4.2017 kl. 13:27
Takk fyrir þessu hlýju orð Jóhann. Hvar býrð þú á landinu?
Halldór Jónsson, 12.4.2017 kl. 14:16
Ég bý á Ásbrú (gamla hersvæðið). Gleðilega páska Halldór og enn einu sinni bestu þakkir fyrir gott blað og hamingjuóskir til þín og þeirra sem að blaðinu standa.
Jóhann Elíasson, 12.4.2017 kl. 14:52
Þakka pistilinn nafni. Vissulega áhugaverð lesning. Hvernig gerist maður áskrifandi að Sámi frænda?
Þetta með hann Kára.: Íslandsmeistaranum í frekju og yfirgangi. Jú, hann eldist hraðar en tæknin sem hann dýrkar, getur haldið í við. Hafðu ekki áhyggjur nafni, kirkjugarðar heimsins eru fullir af ómissandi fólki. Við eigum það sameiginlegt öll, að deyja að lokum. Yfirgangurinn í Kára, þessa dagana, er aumkunnarvert yfirklór manns, sem telur sig æðri öðrum, en er ekkert merkilegri en hvert annað rykkorn á jörðinni. Ekki frekar en ég eða þú.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.4.2017 kl. 03:36
Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Vil byrja á: að þakka fyrir Sám fóstra, inn um mína bréfalúgu / líkt þeim eðal dreng Jóhanni Stýrimanni, suður með Sjó.
Ómetanlegt lesefni - í drunga hversdagsins, sem og í Dymbilviku og um Páska, Verkfræðingur vísi.
Halldór Egill !
Af viðhorfum þínum: má ausgljóst vera, að þú hafir dvalið langdvölum utanlands, og þér sé þarmeð alls ekki ljóst, hvers konar forarpyttur Ísland er að orðið, ágæti drengur.
Hér vaða uppi - þjófagengi Engeyjar ættarinnar, í kapp við glæpa klúbba Steingríms J. Sigfússonar og nóta hans, og þó margt megi að Kára Stefánssyni finna, má alveg styðja hann í viðleitninni, til þess að fletta ofana af glæpa öflunum í landinu, Halldór minn: í hvívetna.
Sjálfur: er ég að kljást við Mafíu Lífeyrissjóðanna / eins: og Halldór nafni þinn Verkfræðingur getur vottfest, enda ..... sendi ég honum reglubundið afrit minna skjala þar um, til Ríkissaksóknara, sem og Umboðsmann alþingis, auk fjölda annarra,, þ.m.t. til fjölmiðlanna, við fremur dræmar undirtektir ennþá / en, þau Ásmundur Friðriksson, Björn Leví Gunnarsson og Þórunn Egilsdóttir hafa þó látið svo lítið, að lesa yfir mitt erindi þar um, ein:: (enn sem komið er) samþingmanna sinna.
Halldór Egill !
Með lausagöngu Ólafs Sambands skipadeildar þjófs Ólafssonar t.d, sem þeir Brynjar Níelsson (D) og Jón Steindór Valdimarsson (C) eru nú að berjast fyrir, að fái að koma fyrir efnahags- og viðskiptanefnd alþingis Kristallazt sú staðreynd, að Ísland er fyrir löngu, komið niður fyrir siðferði Zimbabwe og annarra ámóta landa, sem Íslendingar VILJA EKKI LÁTA BERA SIG SAMAN VIÐ:: vel, að merkja.
Með beztu kveðjum: sem ávallt - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2017 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.