Leita í fréttum mbl.is

Hver á að borga?

skemmdirnar á veginum frá Geysi að Gullfossi?

Þarna eru ferðatrukkarnir búnir að gereyðileggja veginn þannig að hann er nánast ófær nema að keyra í fyrsta í lága eins og það var kallað í gamla daga. Þetta eru bara katlar og hvörf og eiginlega ætti þessi wegur að vera lokaður og merktur ófær.

Ferðamálafrömuðurnir sem ekkert vilja borga í virðisaukaskatt eru búnir að eyðileggja veginn. Og þykjast bara að vera að hjálpa þjóðinni.

En er nú ekki rétt að spyrja hver á að borga? Bara þjóðin, ekki ferðamálafyrirtækin? Bara setja allt á fjárlög en ekki taka neinstaðar gjald?

Spekingar segja að það sé bannað með lögum að taka gjald fyrir aðgang að þjóðareign og vísa í Hæstarétt. Er þá ekki kominn tími til að breyta því og fara að rukka inn fyrir kostnaði?

Þarna blasir við milljónatuga tjón á vegakerfinu. Er ekki rétt að einhverjir fái rukkun aðrir en ég og þú?

Hver á að borga fyrir átroðninginn á þessum ferðmannastöðum? Allir nema bara ekki ferðamálafantarnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og Sæll minn kæri.

     Eg segi eins og kallinn sem sagður er hringja daglega til         Útvarp Sögu " Ég er samþykkur síðasta innhringjanda #  

     Gaman væri að reikningsglöggur reiknaði út hvað ríkissjóður fær í tekjur af ferðamönnum.  Kannski kæmi í ljós aukakrónur sem væri hægt að nota til lagfæringar þjóðveganna.

   Glöggur maður úr Kópavogi sagði að ríkissjóður tæki inn 60-70. miljarða af ökutækjum landsmanna í formi skatta, bifreiðagjöldum,gúmmígjalda, og ekki má gleyma bensín og olíu sköttum.  Af þessum 65-70 miljörðum lætur ríkið 10-15 miljarða í vegina, og inn í þeirri upphæð má ætla að æfintýrið "Einkaframkvæmdin "  Vaðlaheiðagöng.

Stjórnendur landsins hafa ekki kunnáttu og eru jafnframt úrræðalausir því er ástand landsmála eins og það er.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 15.4.2017 kl. 18:01

2 identicon

Setja GPS tracker í bílaleigubíla og rútur og láta þá borga fyrir hvern keyrðan km og láta það allt í vegina. 

Þessir bílar eru alla daga og nætur á ferðinni og slíta því vegunum mest og borga ekkert til viðhalds vega eins og staðan er í dag. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.4.2017 kl. 20:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er nokkuð til í þessu Rafn Haraldur

Halldór Jónsson, 15.4.2017 kl. 20:44

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæll. Ég kom þessa leið á jöklabreyttum jeppa sl. mánudagskvöld í 500 kílómetra ferð austur á Sprengisandsleið, þaðan norður í Setur, síðan norður fyrir Kerlingarfjöll og síðan þaðan til Reykjavíkur. 

Leiðin um Bláfellsháls var eins og varpað hefði verið á hann óteljandi sprengjum og mér var sagt að risastórar MAN-jöklaferðarútur væru búnar að fara svona með hann í vetur. 

Ómar Ragnarsson, 15.4.2017 kl. 22:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mestallt vegakerfi landsins er alls ekki gert fyrir þá umferð sem á því er. Langþyngstu bílarinir, flutningabílarnir, fara auðvitað langverst með vegina, svo að það er ekki nóg að benda á fólksflutningabílana.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2017 kl. 22:52

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér er sagt að skemmdirnar fari í þriðjaveldi af öxulþunganum Ómar. Það er ekkert samband milli gjaldtöku af öxulþunga bifreiða þannig að þeir sem skemma borga ekki

Halldór Jónsson, 16.4.2017 kl. 10:19

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Slit á vegum fylgir öxulþunganum því sem næst í fjórða veldi.

Þannig skemmir rúta með 10 tonna öxulþunga 10.000 sinnum meira en 2ja tonna jeppi með 1 tonna öxulþunga. (10x10x10x10=10.000)

Fjölmargar tilvísanir í athugasemdum:

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2191067/

Ágúst H Bjarnason, 16.4.2017 kl. 11:03

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Fjórða veldið er réttara

Halldór Jónsson, 16.4.2017 kl. 18:55

9 identicon

Er ekki kominn tími til að breyta og fara að rukka inn fyrir kostnaði vegna notkunar á vegum, skólum, sjúkrahúsum?

Það er auðvelt að benda aðeins á það sem aðrir nota og heimta að þeir séu látnir borga fyrir notkunina. Halldór væri ekki kátur ef hann þyrfti að borga kostnaðarverð fyrir þá þjónustu sem hann þyggur. Sennilega kostar Halldór skattgreiðendur töluvert meira en vegaslit eftir 50 manna rútu, og ekki skilar hann þjóðarbúinu neinu.

Vagn (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 22:53

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Lifandis ósköp ertu sympatískt innréttaður maður Vagn og velmeinandi. Hvaða máttarstólpi þjóðfélagsins ertu eiginlega og hvar er þitt framlag að finna helst?

Halldór Jónsson, 17.4.2017 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband