16.4.2017 | 11:43
Hversvegna er maður ekki vinstri maður?
Það er auðskilið þegar maður virðir fyrir sér innbúðarástandið hjá vinstri mönnum.þar er alltaf hver höndin upp á móti annarri og hver kennir öðrum um ástandið. Öllum nema sjálfum sér.
Svona gerir Karl Th.Birgisson upp við sína samstarfsmenn:
Gott á pakkið
Súrrealískt. Það er eina orðið sem nær utan um þetta.
Nei, ekki að Samfylkingunni hafi tekizt að koma fylgi sínu niður fyrir sex prósent. Ekki bara það.
Heldur hitt, að allir þingmenn flokksins koma úr landsbyggðarkjördæmum.
Jú, ég veit að ´allir´ er heldur rausnarlegt fyrir þrjá, en þessi er nú staðreyndin samt.
Flokkurinn sem hefur alltaf átt undir högg að sækja í landsbyggðunum hann á núna bara þingmenn þaðan.
Það er ekki bara súrrealískt, heldur eitthvað svo viðeigandi líka.
Einn af þykkustu þráðunum í örlagavef Samfylkingarinnar spann nefnilega Reykjavíkurpakkið.
(Jájá, ég veit líka að þetta er ekki fallegt orð. Það er samt svo skemmtilega lýsandi. Súkkat-bræður sungu um þetta fólk og voru langt á undan sinni samtíð. Og ef ykkur þykir orðið dónalegt, þakkið þá bara fyrir að ég nota ekki skítapakk eins og Vilmundur kallaði suma samflokksmenn sína hér um árið.)
Hvernig er Reykjavíkurpakkið? Það er til dæmis af þeirri tegund sem hafði alltaf illan bifur á Kristjáni Möller, af því að hann skildi að jafnaðarstefnan á að ná til byggðanna líka, ekki bara kynjanna eða skattbyrðarinnar. Þau fussuðu og frussuðu, þótt gegnheilli jafnaðarmaður en Kristján sé vandfundinn. Hann var ekki nógu fínn fyrir pakkið.
Þetta er líka fólkið sem fór á taugum í Hruninu. Þau görguðu hæst einmitt þegar yfirvegunar var þörf. Þau voru enn í taugaáfalli þegar endurreisnin átti sér stað 2009-2013.
Í stað þess að standa hnarreist, finna til ábyrgðar sinnar og ganga til verka lögðust þau í naflaskoðun. Skrifuðu skýrslur þar sem mátti eiginlega lesa að Samfylkingin hefði valdið Hruninu. Skipulag hennar og vinnubrögð.
Þegar mest þurfti við var þetta fólk til einskis gagns. Það var of upptekið með hausinn í klofinu á sér, að finna sökudólga þar sem enga var að finna, að loka flokknum þegar mest reið á að opna hann, að stunda mea culpa sjálfspíslir þegar nauðsyn var á fólki til verka.
Á meðan aðrir stóðu sótugir upp í hársrætur í brunarústabjörgun kyntu þau undir aðför að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Þau lyftu ekki litlafingri henni til varnar þegar setið var um heimili hennar. Þau lögðu Björgvin G. Sigurðsson í einelti og gera enn, eina manninn sem axlaði ítrekað pólitíska ábyrgð á atburðum sem hann tók engar ákvarðanir um. Þau töldu líka landsdómsmálið vera meðal stærstu réttlætisverka jafnaðarmanna á seinni árum.
Þegar fylgi flokksins var loks farið að hjarna við þótti þeim tímabært að reyna að steypa forystunni með sólarhrings fyrirvara á landsfundi, þvert á hina merku lýðræðishefð um að formann skuli kjósa í almennri kosningu allra félagsmanna. Sú aðgerð ein segir allt um dómgreind Reykjavíkurpakksins.
Smám saman tókst þeim að fæla æ fleiri frá flokknum, með lokuðum prófkjörum, kvótum og girðingum sem allur almenningur hló að. Og þeim tókst færa flokkinn svo langt til vinstri að hann gleymdi erindi sínu. Þegar öllu er á botninn hvolft líkar þeim betur við hið þrönga erindi Vinstri grænna en sitt eigið.
Þegar pakkið tekur síðan að sér að reka kosningabaráttu er útkoman fyrirsjáanleg. Erindið er ekkert, utan loforðið um að greiða fyrirfram skaðabætur fyrir krónuna. Annars almennt hjal um gott samfélag og réttlæti. Ekkert sem hönd á festi. Enginn baráttuandi, ekkert pönk, engin uppreisn gegn Panamastjórninni. Og enginn sem kunni til verka svo að séð yrði.
Helzt að látin væri í ljós mjóróma bón um að fá að vera aftursætisfarþegi með öðrum flokkum í bíl sem enginn vissi hvert var að fara.
Kjarninn í sjálfsmynd pakksins er þessi: Við erum æðisleg, aðallega þó svo gott fólk, en samt alveg ómöguleg. Við þurfum að breyta skipulaginu. Lögunum. Reisa fleiri girðingar. Finna sökudólga. Við fáum ekkert fylgi án þess að taka til í eigin ranni. Um þetta hafa þau talað látlaust í átta ár. Með þessum líka árangrinum.
Og einmitt þar liggur stóri misskilningurinn. Samfylkingunni gekk bara bærilega, takk fyrir, áður en taugahrúgurnar sem eru uppistaðan í Reykjavíkurpakkinu náðu tökum á umræðu innan flokksins. Þið flettið bara fylgistölunum upp.
Fallega kaldhæðnin er þó sú, að Kristján Möller öðrum fremur tryggði flokknum það fylgi á landsbyggðinni sem hann hjarir nú á. Kristján kann nefnilega að vinna kosningar.
Og reykvíska sjálfsásakanainnantökusökudólgaleitandi liðið er þingmannslaust.
Hversu póetískt getur réttlætið orðið?
Fyrirsögn þessa kurteislega pistils var lífsmottó Dags Sigurðarsonar. Hann var líka langt á undan sinni samtíð.
Rétt eins og Súkkat.
Karl Th. Birgisson
Og að hugsa sér að nú ætlar Gunnar Smári Egilsson að fara að stofna kommúnistaflokk til vinstri við Þorvald og hálfhring fyrir aftan Samfylkinguna sem átti að sameina allt réttlætið í einum flokki.Flokki sem fyrirleit okkur íhaldsmennina sem voru svo vitlausir að láta teyma okkur áfram í þágu sérhagsmunanna og finnast ranglætið rétt.Eftir gjaldþrotasögu og peningabetl Gunnars Smára þá er þetta þvílíkur kjarkur sem þessi maður sýnir að maður hlýtur að taka ofan.
Hvar er þetta skelfilega ónýta Ísland sem þetta lið ætlar að berjast fyrir? Viðreisn landsins í ESB og upptaka Evru? Afnám kvótakerfisins og útgerð fyrir alla? Hengja alla Panamaþrjóta. Öfund, hatur og tortryggni til æðstu metorða? Fleiri múslíma til landsins, niður með þjóðernið, tunguna og menninguna. Niður með allt sem við áður þekktum.
Er það þess vegna sem maður er ekki vinstri maður?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Flottur Halldór, skemmtilega snarpur í dag.
Og hvaða rauðvín drakkstu með páskalambinu?
Gleðilega páska, ágæti málvinur.
Jón Valur Jensson, 16.4.2017 kl. 22:38
Takk fyrir Jón Valur
Það voru ódáinsveigar að vanda.
Halldór Jónsson, 16.4.2017 kl. 22:56
Er þarna verið að mæra ríkiskapítalistann Kristján sem er að koma einkaframkvæmd Vaðlaheiðargangna yfir á almenning?
Þórður Einarsson (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 08:20
Ekki skemmir það brandarann að sumir halda að Dagur sé maður morgundagsins..
GB (IP-tala skráð) 17.4.2017 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.