Leita í fréttum mbl.is

Hillbilly Elegy

er bók sem Bjarni vinur minn Ben benti mér á að lesa ef ég vildi skilja rætur sigurs Trumps í forsetakosningunum. Ég fór eftir þessu og pantaði bókina á Amazon og þrælaðist í að lesa hana hérna í Florida.

Satt er það að maður skilur ýmislegt betur eftir að lesa hana. Hún er ættarsaga höfundarins sem fer ofan í ástæður þjóðfélagsumrótsins sem varð á Appalchíu-fjallasvæðinu mikla eftir að Skotar og Írar komu þangað sem landnemar á flótta undan fátæktinni heima.Og þó að þeim auðnaðist sumum að láta ameríska drauminn rætast og komast í álnir, þá bera samt hugur þeirra og hjarta síns ættarlands mót eins og hjá Íslendingum.

Þeir voru Hillbilly-ar með sérviskuleg gildi og héldu áfram að vera það í nýjum fjöllum handan hafs.Þetta var einfalt fólk, harðduglegt til vinnu en lítt til bókarinnar hneigðir utan biflíuna.

Þess vegna urðu þeir lítt viðbúnir þegar kreppur dundu yfir þetta fólk eins og umheiminn. Kreppunum fylgdu upplausn í fjölskyldum, aukin fátækt, drykkjuskapur, glæpir og svo eiturlyf-ekki síst læknadóp.

Margir flýðu úr fjöllunum í Kentucky norður til Ohio þar sem iðnaðurinn tók þeim fagnandi og þeim buðust betri lífskjör. Þetta var fólk sem kaus demokrata í þeirri trú að þeir væru fyrir verkalýðinn. En smám saman rann upp fyrir þeim að flestir þeirra demokrata voru frekar fyrir sjálfa sig og kerfið heldur en verkamanninn. Alveg eins og íslenskir kratar hafa kannski yfirleitt reynst veerkafólkinu.

Þeir snérust því til fylgis við Reagan og jafnvel Nixon og núna síðast til fylgis við Trump í þeirri von að hann vildi raunverulega breyta einhverju til batnaðar fyrir hina gleymdu millistétt. Og kannski vill hann það raunverulega en það eru margir sem eru efins um að honum takist að breyta nokkru bitastæðu.  

En þarna í ryðbelti Ohio höfðu Hillbilly-arnir orðið fyrir barðinu á hnignandi iðnaði, sem flutti verksmiðjurnar burt og aukinn innflutningur frá hinum ódýru austurlöndum eins og Kína skapaði atvinnuleysi og fátækt.  Húsin féllu í verðu og fólkið skuldaði miklu meira í þeim heldur en markaðsverðið. Það var því fast í fátæktargildrunni um alla framtíð sem er líka núna í háum hæðum.

Þetta hvíta fólk býr að mörgu leyti við sömu hörmungar og svarta fólkið, ómenntað, sárafátækt á opinberri framfærslu,lélegt skólakerfi og við allt það versta félagslega sem þessu fylgir.

Sjálfur bjargast höfundurinn J.D.Vance með því að afi hans og amma ala hann upp í gömlum landnemagildum þegar móðir hans fellur í heróiínið og gengur á milli manna svo J.D. þekkir aldrei nema marga fósturfeður en engan föður sem hann hefur styrk af.

Þegar þau sem hann kallar Mamaw og Papaw(ótrúlega líkt íslenskunni) falla frá fer hann í herinn í fjögur ár. Marínurnar hjálpa honum svo til að komast í menntaskóla Ohio-State og loks í Yale þar sem hann verður lögfræðingur og frelsast úr umhverfinu sínu og uppruna.

Hann segir hinsvegar að hann sé og verði Hillbilly sálarlega og verður því enn að vinna úr því með hjálp konu sinnar.

Þetta leiddi minn huga að því hvernig ástandið er hjá okkur Íslendingum. Hversu barnafátækt er útbreidd og misréttið af henni er skelfilegt hjá okkur. Mörg börn fá ekki tækifæri til þroska eða þátttöku í íþróttum, þar sem íþróttafulltrúar og forkólfar eru búnir að byggja upp flókið keppniskerfi um allt land sem er aðeins á færi efnafólks.

Tölvuleikir og stjórnlaust sjónvarpsgláp hafa útrýmt bóklestri og grunnskólinn án aðgreiningar  er að skila fjölda af ólæsum og óreiknandi unglingum út í lífið, þar sem í blönduðu bekkjakerfinu er ástandið þannig að enginn getur lært neitt á skilvirkan hátt. Afleiðingin er aukin firring, menntunarleysi, eiturlyf, drykkjuskapur og vinnufælni.

Íslenskt samfélag er að framleiða Hillbillya sem ekki hafa verið til áður í landinu. Við þetta bætist stóraukinn innflutningur frjósamra óskyldra þjóða sem fellur saman við minnstu íslenska fæðingartíðni í sögunni.Smám saman er verið að skipta um kynstofn í landinu.

Þetta er að hluta til drifið af fátæktinni, sem stafar af því að þjóðfélagið gætir alls ekki að aðstæðum barna sinna. Sem er miklu alvarlegra en að svelta okkur gamlingjana sem drepast hvort sem er og því fyrr og því betra.

Þetta fer allt fram fyrir augunum á sérgæskupólitíkusum okkar og pópúlistaskrumurum af vinstra vængnum og hjörðunum af félagsvísindafólkinu sem Háskólinn klekur út með milljarðakostnaði en greinilega engum til verulegs gagns.

Íslendingar þurfa að taka grunnskólakerfið sitt til gagngerrar endurskoðunar og hætta að framleiða alla jafnvitlausa yfir til þess að kenna þeim sem geta lært og reyna svo það sem hægt er fyrir þá sem ekki geta það.

Og umfram allt þarf að gæta að því börn alist ekki upp í misrétti og fátækt eins og hinni týndu millistétt hvítu Ameríku sem J.D. Vance er að lýsa í sinni bók. Og ef nánar er aðgætt þá er hún ekki svo ólík okkar eigin í okkar þjóðfélagi eins og menn kannski halda vegna ríkisrekins blekkingariðnaðar og falsfrétta honum tengdum.

 

Bók J.D.Vance, Hillbilly Elegy, er þess virði að lesa hana fyrir þá sem hefur tekist að verða stautfærir á ensku. Sem er engan veginn íslenska skólakerfinu fyrir flesta að þakka heldur almennri tæknisókn umheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Þessi samantekt þín úr bók J.D.Vance er alveg að þínum hætti bæði fróðleg og skemmtileg.

Þó eru þar tvö smáatriði í frásögninni sem virðast lítilvæg, en eru þó skelfileg hvert fyrir sig.

Annað er heróín fíkn móður höfundar, en það beinir athyglinni að þessu hrikalega efni sem flæðir um heim allan frá Afganistan undir beinni og óbeinni vernd Bandarískra yfirvalda og í margföldum mæli borið saman við sjöunda áratuginn, þó lítið sé fjallað um það opinberlega.

Seinna atriðið sem veldur mér þó meira hugarangri eru upphafsorð færslu þinnar, þar sem þú minnist á vin þinn, en varpar þá auðvitað ljósi á óskiljanlega tryggð þína við banditta klíku þá sem mergsýgur og arðrænir svo blygðunarlaust ríkidóma þessa föðurlands okkar, sem við eigum þó öll.

Jónatan Karlsson, 13.5.2017 kl. 12:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir hlý orð Jónatan.

Ég er nú ekki viss um að Bandaríkin styðji við heróin útflutning Afganginstana því vandamálið af því efni er mest hjá þeim sjálfum. Ég held að þessi kenning þín fái ekki staðist.Heróin  er framleitt víða um heim held ég og kemur úr opíuminu, eru ekki Kíonverjar sleipir í því til dæmis?

Ég hef kannski ofsagt að Bjarni Ben sé vinur minn, hann er fremur kunningi og flokksleiðtogi minn, hann er kannski heldur ekki hrifinn af því að ég kalli hann vin minn, hann gæti þurft að l´kiða fyrir það blásaklaus. En mér er vel til Bjarna og álít hann mikilhæfasta stjórnmálamann okkar um þessar mundir og styð hann. Ég vísa þessu kommabulli þínu algerlega frá mér.

Halldór Jónsson, 13.5.2017 kl. 12:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

þurft að líða fyrir það, Talvan mín er svo léleg að ég sé ekki hvað ég skrifa fyrr en það er komið inn 

Halldór Jónsson, 13.5.2017 kl. 12:52

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú verður að fyrirgefa mér að ég skyldi slá þig svo illa út af lyklaborðinu, en verra gæti það verið, eins og karlinn í Krossanesi sagði jafnan. Þú hefðir t.d. getað hrotið út af stólnum og meitt þig.

Ég er sömuleiðis auðvitað glaður yfir fávísi þinni hvað eiturlyfja framleiðslu og dreifingu varðar og reyni að að auki að skilja tilfinningar þínar til hans Bjarna þíns, því hverjum þykir víst sinn fugl fagur, þó hann sé bæði ljótur og magur, svo ekki sé nú farið frekar út í afreka skrá kappans.

Jónatan Karlsson, 13.5.2017 kl. 14:39

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þrátt fyrir þestta bull þitt um hann Bjarna sem þú þekkir áreiðanlega ekki neitt, þá ertu langt í frá alvitlaus að mínu mati og mér líkar margt sem þú skrifar á síðunni þinni. En hvaðan hefur þú framleiðslutölur um Heróín svona á heimsvísu?

Halldór Jónsson, 13.5.2017 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband