Leita í fréttum mbl.is

Eru þingmenn orðnir of ungir?

spyr Styrmir Gunnarsson sig?

Hann segir:

"Það var athyglisvert að fylgjast með yfirheyrslum í bandarískri þingnefnd fyrr í vikunni yfir fyrrverandi settum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrum forstjóra einnar njósnastofnunar landsins.

Eitt af því sem vakti athygli áhorfanda var aldur þingmannanna. Sá hópur þeirra sem þarna var saman kominn var mun eldri en við eigum að venjast hér nú orðið.

Getur verið að þingmenn séu orðnir of ungir og þar af leiðandi ekki til staðar sú reynsla á Alþingi, sem nauðsynleg er?

Þetta er alvarlegt umhugsunarefni."

Gunnar Rögnvaldsson svarar spurningunni svofellt:

"...

Svo svar mitt við spurningu Styrmis er þetta. Já stjórnmálamenn okkar eru of ungir. Þeir eru reyndar varla stjórnmálamenn lengur. Við þurfum á vísdómi að halda og við þurfum á öldungaráði að halda. En munum við fá það? Nei svo sannarlega ekki, vegna þess að stjórnmálamenn okkar eru of ungir til að hafa vísdóm og þeir eru því flestir einungis talsmenn sérfræðinga, því þeir geta ekki verið neitt annað. Og það sem verra er, þeir geta ekki vitað hve vísdómur þeirra er lítill. Sérfræðingarnir vilja hafa þetta svona. Þar við mun sitja, og heimurinn fara þessa ferð hér að ofan, einu sinni enn. Þetta ríki í ríkinu þarf að rífa í tætlur

Gott að hann Trump rak lögreglustjórann. Hann gerði það af því að sá var ekki sá sérfræðingur sem hann átti að vera. Hann gerði það af því að hann hefur vísdóm til að gera það. Hann er nógu gamall til þess. Það þarf að reka fullt af fólki í heiminum. Fullt af fólki, heilan sand af fólki. Og svo mætti forsætisráðherrann okkar hætta að reyna að virka og gera sig út sem sérfræðingur. Annars verður hann rekinn, því hann má ekki vera sérfræðingur."

Bandaríkjamenn til dæmis hafa tilhneigingu til að kjósa frekar fullorðna menn sem forseta. Meirihluti þingmanna og Senatora virðast vera talsvert fullorðnir. Dómarar eru yfirleitt fullorðnir. Frakkar voru að kjósa sér ungan forseta enda eru þeir alltaf svolítið spes.

Íslendingar hafa tilhneigingu til að raða unglingum til æðstu metorða. Það þykir því betra sem þingmenn eru yngri. Þeir eru yfirleitt sprenglærðir á bókina með margar gráður undirritaðar af rektorum.

En það er eins og Gunnar segir: Hvað með vísdóminn?

Nú ætla ég ekki að fordæma þingmenn fyrir æsku sína eða nota það gegn þeim eins og Reagan sagði ógleymanlega við Mondale sem brá honum um elli og alls ekki af því að ég er orðinn gamall fauskur. Ég er búinn að tala við þá nokkra og finnst þeir ekki tiltakanlega vitlausir, að því tilskildu að þeir séu hægri menn.Hitt liðið skil ég bara alls ekki og ætla ekki að reyna það.Því treysti ég ekki fyrir horn og vana að það komist hvergi til áhrifa.

En erum við að sjá Alþingi vinna skilvirkt? Fyrirspurnir til ráðherra í ræðustól Alþingis eru bara bull og má afgreiða í tölvupósti og á Facebook. Umræður um fundarsköp forseta eru bara hreinn skandall og sóun á opinberu fé.

Þingið þarf að fara að gera eitthvað sem skilar árangri að bandarískri fyrirmynd og láta nefndir kalla embættismenn fyrir í beina útsendingu og láta þá svara. Og það þarf að fara að ráða þar og freka eftir því hvernig meirihluti er á þinginu.

Já, það má spyrja kjósendur hversvegna þeir fylgist ekki með pólitík meira en þeir gera og sýnir sig í vali þeirra á þingmönnum?

Er það vegna þess að grunnskólinn framleiðir ólæst og óreiknandi fólk sem getur bara ekki tileinkað sér daglegt líf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór hefur þú horft inn  í eyra isl. þingmanns.  Ef svo er, hvað sást þú þegar þú horfðir ? Sástu í geg ?

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 13.5.2017 kl. 22:00

2 identicon

 Já, það er víst alveg áreiðanlegt. Þsð er líka búið að moka út allri reynslunni, sem er alls ekki gott. Það er aðeins Steingrímur Jóhann, sem er þar inni ennþá af reynslumestu þingmönnunum. Það er líka þetta: Að fara inn á þing, aðeins til að sitja þar í fjögur ár, er alls ekki hagstætt né æskilegt, því að þá fá menn ekki reynsluna af að sitja á þinginu. Ég skil samt það fólk, sem endist ekki nema í fjögur ár, eins og ástandið er inná þinginu. Það minnir mig mest á bekk í menntaskóla eða gagnfræðaskóla, þar sem allir vilja hafa orðið um allt mögulegt, og eilíf upphlaup, þegar minnst varir út af öllu mögulegu sem ómögulegu, eilíf hlaup upp í ræðupúltið til þess að láta ljós sitt skína með eilífum vaðli og rausi um allt og ekki neitt undir dagskrárliðunum um fundarstjórn forseta og störf þingsins, sem engu skilar nema furðu fólks utandyra, og niðurlægingu þingsins. Þeir, sem vilja breyta þessu, átta sig samt ekki á því, að þeir verða að byrja á sjálfum sér, áður en hægt verður að koma einhverju skikki á hlutina þarna inni, og fólkið getur farið að haga sér, eins og til er ætlast á þjóðarsamkundunni. Svandís Svavarsdóttir og kompaní, sem halda þessu snakki uppi í tíma og ótíma, eru beinlínis ekki góðar fyrirmyndir fyrir þingmenn framtíðarinnar með framferði sínu. Fólk þarf líka vissan þroska, finnst mér, til þess að fara þarna inn. Mér fyndist, að í dag þyrfti beinlínis að setja í lög, að fólk hafi náð vissum lágmarksaldri til þess að geta gerst alþingismenn. Hvernig þingið er samansett núna og eintómt unglingalið, sýnir best, hvernig viðhorf fólks er gagnvart þessu liði. Þingmenn eru sífellt að tala um, að þurfi að breyta kúltúrnum á Alþingi. Það er bara ekki hægt, meðan þingliðið sjálft vill ekki breyta um takt og hagar sér alltaf, eins og það gerir, og eru ekki með í að breyta þessu og geta hvorki borið virðingu fyrir sjálfu sér, samstarfsfólki sínu né kjósendum, andstætt því, sem var á þeim þingum, sem við fylgdumst með á okkar ungdómsárum. Þá var annar bragur á þinginu, og augljóst, að menn vissu nákvæmlega, hvers vegna þeir voru komnir inní þingsal, og hvers væri ætlast til af þeim, þótt þeir héldu sumir hverjir langar ræður, enda gátu margir þingmanna verið fyndnir og skemmtilegir, og langt í frá, að þeir væru með eitthvað nöldur, sem mér finnst einkenna alltof oft ræður sumar þarna inni núna. Ég veit líka, að mörgum eldri þingmönnum ofbýður stundum ástandið í þingsalnum í dag, og skilja varla, hvað er að gerast þar inni, líkt og við hin. Þetta er bókstaflega fyrir neðan allar hellur, hvernig þingið er í dag. Ég segi ekki meira.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2017 kl. 13:52

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Guðbjörg - ein besta athugasemd sem ég hef séð í langan tíma 

Kristmann Magnússon, 14.5.2017 kl. 17:34

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tek undir með Kand-Ís Mannsa

Halldór Jónsson, 14.5.2017 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband