Leita í fréttum mbl.is

Háð og spott

fannst mér vera okkur sýnt þegar svo uppnefndur "Ólafur Ólavíus" kom á fund Rannsóknarnefndar Alþingis.

Mér fannst hann gera svoleiðis grín að nefndarfólkinu og okkur öllum hinum og teygja uppblásna nefndarmennina á eyrunum út í hverja ófæruna af annarri meðan hann var bara að nota þá til að auglýsa sjálfan sig um heimsbyggðina.Til dæmis þykir lítið fínt hér í USA að vera Ex-con. betra að vera greinilega hafður fyrir ósanngjarnri sök þar sem málið er rekið fyrir Alþingi.

En við eigum ekki að vera svoleiðis heldur bara að gleyma ogog let bygones vera bygones.

Minnisleysi var eitt af því sem hann notaði til að grínast með á viðburðinum og allir skildu það á sinn hátt. He he!

Og enginn er nokkru nær um það hvert aurarnir mörgu fóru né hvar þeir eru núna annarsstaðar en í vösum Ólavíusar. Er þetta ekki annars megasjó?

Mér fannst hann ekki mættur í þeim tilgangi að rökræða eitt eða neitt eða útskýra, hann var bara að skemmta sér að sprella með þetta fólk. Hann hefði þessvegna getað komið með vin sinn Elton John með sér svo að viðstaddir hefðu haft einhverja skemmtun út úr þessu líka eins og hann.

Mér fannst hann vera bara að auglýsa sjálfan sig og snilld sína og nota nytsama sakleysingja eins og þessa nefndarmenn og fréttamenn til þess að búa til umgjörðina. Því maðurinn er óneitanlega snjall og hugmyndaríkur.

Ég þekki hann ekki neitt sat með honum í Verslunarráðinu þar sem hann var góður og prúður félagi en ekki margmáll. Síðar eignaðist ég lítið hlutabréf í Olíufélaginu og sata þar flotta fundi. Skyndilega var mér tilkynnt að Ólavius væri búinn að taka löglega af mér bréfið og síðan ekki söguna meir. Ég er fúll síðan því það var gaman að vera hluthafi þar og sitja með SÍS furstunum.

Þessi maður hefur bæði kjark, þor og snilld til að bera að fara þessa leið. Hvort hann hefði lagt í þetta í Bandaríkjunum að fara fyrir þingnefnd er hinsvegar önnur saga.

Það var sögð sú gamansaga að þegar þessi maður  þurfti að fara suður fra´Kvíabryggju til að gera bísnessa þá tilkynnti hann að hann væri að fara í fjallgöngu. Svo kom þyrlan hans bak við næsta hól og flutti hann fram og til baka. Þetta hlýtur nú samt að vera bara vera lygasaga er það ekki?.

Menn hafa ekki áttað sig á hvað þessi maður sem koma á fund nefnarinnar þar sem sitja aðallega "icelandic countrymen" og tæplega það, er sniðugur og og hefur gaman að því að gera grín að öllu prumpinu em hæst fer á leiksviði hins opinbera málflutnings á Íslandi  þar sem allt er í raun í gríni og háð pólitík.

Hann heldur öllu sem hann hefur náð til sín allt frá því að vaxtasnillingurinn Sverrir Hermannsson rétti honum Samskip upp í hendurnar og Ólavius margfaldaði með snilld sinni.

Þessi maður hefur algera yfirburði yfir þetta aumingjans fólk í okkar opinberu stjórnsýslu og gerir að mér fannst stólpagrín af þeim og okkur öllum hinum vitleysingunum. 

Hann gerir það sem honum sýnist og hefur gaman af að láta okkur halda að við séum einhver númer.Ekki dettur honum í hug að sitja við sama borð og Íslendingar hvað varða rekstur á flutningabílum Samskipa til dæmis. Hverjir okkar borga gjöld  ef þeir ekki þurfa þess?

Afburða maður sem hefur okkur að háði og spotti eins og Ugluspegill gerði í den.

Kunst kommt nicht vom wollen sondern können sagði Dr. Göbbels við Söru Leander á sinni tíð.Ólavíus kann.

Maðurinn er hinsvegar búinn að afplána sinn dóm. Eigum við ekki að hætta að ofsækja hann fyrir og taka hann í sátt. Hann er snjall og er búinn að gera marga góða hluti líka fyrir samfélagið. Gleyma þessu öllu og horfa bara jákvætt fram á veginn. Ég ætla að reyna að gera það.

Háð og spott er alltaf skemmtilegt, sérstaklega þegar  þegar þeir sem fyrir því verða skilja það ekki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband