Leita í fréttum mbl.is

Trump og Norður-Kórea

er umfjöllunarefni Gunnars Rögnvaldssonar í dag. Það er ástæða til gaumgæfa orð Gunnars og skoða þær staðreyndir sem hann telur upp um stöðu mála þar austur frá.

Gunnar segir:

"

CVN-70, USS Carl Vinson og árásarhópur þess flugmóðurskips (carrier strike group; CSG) er nú staðsett undan Kóreusaga. Heimahöfn CVN-70 er San Diego, Kaliforníu

CVN-76, USS Ronald Reagan og CSG þess flugmóðurskips er einnig staðsett undan Kóreuskaga. Heimahöfn CVN-76 er Yokosuka í Japan

CVN-71, USS Theodore Roosevelt er nýkomið úr þjálfunarleiðangri til heimahafnar í San Diego og hafa flotayfirvöld sagt að flugmóðurskipinu og komandi CSG þess verði sett ný verkefni á næstunni, en áfangastaður var ekki gefinn upp

Hundrað F-16 orrustuþotur Bandaríkjahers eru staðsettar í Suður-Kóreu

Andersen flugstöð bandaríska flughersins er á eyjunni Guam, þrjú þúsund kílómetra suðsuðaustur af Pyongyang, sem er höfuðborg Norður-Kóreu. Þar eru strategíaskar sprengjuflugsveitir bandaríska flughersins staðsettar. Þær sem eru lítt sýnilegar á ratsjám - ásamt þungavinnuvélunum B-52. Flotastöð sjóhersins er einnig á Guam

Lítt ratsjár-sýnilegar F-35 flugvélar Bandaríkjanna hafa frá því í janúar verið staðsettar í Japan

Hvar eldflaugakafbátar Bandaríkjanna eru staðsettir veit enginn, nema þeir sem stjórna aðgerðum þeirra

Almannavarnir og þjóðaröryggisstofnun halda kynningu á fundi á vegum viðskiptaráðs Guam-eyju á miðvikudaginn í næstu viku, þar sem borgaralegar öryggisvarnir verða kynntar vegna stöðunnar á Kóreuskaga. Eyjan er hluti af Bandaríkjunum og þar búa um 160 þúsund manns

Engar tilraunir hafa verið gerðar til að fela neitt. Mikil uppbygging hernaðarmáttar Bandaríkjanna fer nú fram fyrir opnum tjöldum undan Kóreuskaga

Bandaríkjaforseti er á ferðalagi erlendis til 27. maí. Gera má og gera má ekki ráð fyrir að beðið verði með aðgerðir þar til hann er kominn heim. En það veit enginn fyrr en þá

Sagt er að forsetar skapi ekki söguna, heldur að það sé sagan sem skapi þá

Bandaríkin hafa fyrir langa löngu dregið rautt strik sem Norður-Kóreu verður ekki liðið að stíga yfir. Því striki er líklega náð. Og samt veit það enginn með vissu. En þá áhættu er varla hægt að taka mikið lengur, það er greinilegt

Donald Trump sagðist ælta að senda heila armöðu til Norður-Kóreu. Og það er hann að gera. Hann gerir allt sem hann segir. Stefna hans er gagnsæ. Blindingjar veraldar eru hins vegar flestir."

Það er alvara á ferðum og Bandaríkin eru ekki að grínast þegar þeir gera þetta. Kim Jong Un er líklega geðveikur sadisti sjálfur en tæplega ræður hann nú öllu einn. Maður sem lætur óða hunda rífa náið skyldmenni í sig og horfir á sjálfur er varla í miklu lagi.

Spurningin er hvað Kínverjar eru að gera. á bak við tjöldin. Maður veit auðvitað ekki neitt en varla langar þá í kjarnorkustyrjöld í bakggarðinum hjá sér sem er möguleg.

Gunnar bendir ennfremur á eftirfarandi:

"

Fyrsta vandamálið er stórskotalið NK nálægt landamærunum. Það er fært um að láta 350 tonnum af sprengiefnum dynja á 10 milljón manna Seoul höfuðborg Suður-Kóreu á aðeins einni hleðslu. Þetta samsvarar farmi ellefu B-52 sprengjuflugvéla.

Að taka þetta kerfi út áður en það nær að breyta um staðsetningu og hlaða á ný, þarf öfluga ofurtölvu til að gera nákvæmt skotmarkaplan yfir, og sem gert getur Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreu kleift að taka stöðvarnar út áður en þær geta miðað á ný og skotið aftur frá nýrri en breyttri stöðu. Þetta þarf að gerast á sekúndum. Gereyðandi viðbrögðum verður að rigna yfir stöður óvinarins algerlega strax og taka hann út með sem fæstum hryðjum. Annars verður staða höfuðborgarinnar Seoul óþolandi og borgaralegt mannfall algerlega óviðunandi.

Svo er það hálofta SAM-flaugar NK sem gera notkun B-52 næstum of áhættusama. B-52 er ekki ósýnileg á ratsjá. Ef hægt er að losna við þessar hálofta SAM-flaugar þá er hægt að beita B-52 og láta þær jafna 30 km breitt belti við landamærin við jörðu á nokkrum mánuðum 24/7.

En fyrst yrðu menn að tryggja Seoul, einnig gegn mögulegu innrásar- og hryðjuverkaliði sem oft væri dulbúið sem óbreyttir borgarar.

Svo eru það efnavopnin sem hægt er að senda á Suður-Kóreu. Og svo eru það kjarnorkuvopnin. Og svo er það kafbátafloti NK sem skotið getur upp eldflaugum - með efnavopnum.

Til að byrja með held ég að massíf hernaðaruppbygging verði látin fara fram fyrst og Norður-Kórea og Kína látin svitna svo óþyrmilega í sætum sínum, að hún ein geti hent þeim úr því jafnvægi sem þeir þykjast sitja í.

Hvað gerist næst skiptir ekki öllu máli úr því sem þá væri komið, því eitthvað verður að gerast, og eitthvað mun hvort sem er gerast ef ekkert er að gert. Þetta er það erfiða.

NK mun bregðast vil öllum árásum, sama hvar þær eru gerðar, með því að láta öllu illu rigna yfir Suður-Kóreu - og yfir Japan ef þeir ná þá þangað. 

Umsátur er ein leið til að reyna að svæla menn út til að byrja með. En hvað veit ég sveitamaðurinn. Ekki er ég fær um að sjá fyrir hvernig þetta mun fara fram. Og vonandi er svartsýni mín of mikil.

En Bandaríkin eru að búa sig undir styrjöld. Þeir eru með öðrum orðum ekki klárir í slaginn enn.

Eins og menn muna þá tók það sinn tíma að undirbúa "Desert Storm". Flytja þurfti 12 milljón tonn af hergögnum og öðru frá vesturhveli jarðar til austurhvels jarðar. Frá nýja heiminum og yfir í þann gamla. Þetta er bara eitt ríki á jörðinni fært um að framkvæma: Bandaríki Norður-Ameríku.

Engar aðstæður eru þó eins, en umfangið verður þó í þessu tilfelli mjög mikið. Gera verður ráð fyrir því að visst landgöngulið verði sett inn, um leið og það er hægt."

Bandaríkin er sú eina alheimslögregla sem þjóðir heims geta treyst á að stöðvi geðsjúklinga sem ógna mannkyninu. Þau eru líka það eina ríki sem gæti gert eitthvað ef flökkustirni ógnaði jörðinni eins og gert hefur áður í jarðsögunni.

Við getum víst ekki annað en beðið eftir því að Trump og hans lið spili úr þessari stöðu. Ef Kim NK kýs að fremja sjálfsmorð fyrir sig og þræla sína(kallast kjósendur á Íslandi) sem honum er líklega slétt sama um, þá verður það ekki ókeypis fyrir veröldina.

Það gerist eitthvað milli Trump og Norður- Kóreu sem við Íslendingar ráðum engu um þó að okkar kommar  ráð undir rifi hverju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband