3.6.2017 | 10:32
Parísarvitleysa fjörtíuþúsund fíflanna
hans AlGore tekur á sig skiljanlega mynd í bloggfærslu Jóns Magnússonar. Hann segir m.a.:
"
Náttúruverndarsinninn Björn Lomborg segir að Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem Trump hafnaði í gær sé gríðarlega kostnaðarsamt og hafi litla þýðingu varðandi hnattræna hlýnun.
Lomborg segir, að þrátt fyrir yfirlýsingar þjóðarleiðtoga nú um að standa vörð um Parísarsamkomulagið og fordæming á afstöðu Trump, þá muni þeir þurfa að horfast í augu við óhrekjanlegar staðreyndir varðandi það.
Í fyrsta lagi er Parísarsamkomulagið dýrasta fjölþjóðasamþykkt sem hefur verið gerð. Kostnaðurinn frá 2030 muni nema milli 1 og 2 trilljón dollara á ári, segir Lomborg.
Skv. sáttmálunum á að greiða þróunarríkjum á milli 800 milljarða og 1.6 trilljón dollara á ári. Hætt er við að Angela Merkel, Macron og Trudeau súpi hveljur þegar þau þurfa að taka þann kostnað inn í fjárlög landa, sem í dag safna ríkisskuldum sem kynslóðum framtíðarinnar er ætlað að borga.
Í öðru lagi segir Lomborg að Parísarsamkomulagið hafi mjög lítil áhrif á hlýnun í heiminum og miðað við sjónarmið talsmanna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum, þá muni heimurinn ekki ná nema um 1% af nauðsynlegum samdrætti kolefnalosunar til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar frá því sem nú er verði um 1.5 til 2 gráður. Það þýðir að 99% af vandamálinu verður áfram til staðar hvað sem Parísarsáttmálanum líður.
Í þriðja lagi er græn orka ekki til staðar til að taka við af jarðefnaeldsneyti. Umræðan sé öll á bjartsýnisgrunnni, en græn orka sé dýr valkostur og væri ekki til staðar ef ekki kæmu til gríðarlegir styrkir og hátt orkuverð. Spánn eyddi um 1% af þjóðarframleiðslu í endurnýjanlega orku, meira en til æðri menntunar. Þegar þeir drógu úr styrknum var ekki grundvöllur fyrir starfrækslu stærsta meginhluta vindorkuvera í landinu.
Þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í styrki til að auka endurnýjanlega orku og byggja græn orkuver þá e vindorka um 0.5% af heildarorkunotkun og sólarorka um 0.1%. Þrem tilljónum dollara á að eyða skv. Parísarsamkomulaginu til stuðnings endurnýjanlegrar orku til 2040, en þá mundi sólarorka nema um 1% og vindorka um 1.9% af orkuþörf heimsins. Mikill kostnaður og lítill árangur það.
Miðað við þær staðreyndir sem Lomborg bendir á þá er nauðsynlegt að hugsa málið upp á nýtt. Parísarsamkomulagið mun hrynja og hefði gert það hvað sem líður afstöðu Trump af því að það kostar þvílíkar ógnarfjárhæðir og hefur sáralitla eða enga þýðingu varðandi hnattræna hlýnun og byggir ekki vistvæna orkugjafa af neinu viti.
En hvað á þá að gera? Á brotthvarf frá Parísarsamkomulaginu að þýða að engin geri neitt og þjóðir heims skeyti engu um mengun eða eyðingu hráefna? Er einhver sem vill það? Alla vega ekki sá sem þetta ritar.
Hvað sem líður fordæmingu leiðtoga heimsins á afstöðu Trump, þá væri e.t.v. ástæða til að hugsa málið upp á nýtt og leita leiða til að ná betri árangri gegn mengun og sóun í heiminum með minni kostnaði fyrir neytendur og verkafólk, en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.
Hvernig væri að auka gríðarlega rannsóknir og þróun á vistvænni og grænni orku til að hún geti raunverulega tekið við í einhverjum marktækum mæli af jarðefnaeldsneyti.
Á síðustu árum eftir að sósíalísk hugsun og sósíalskar lausnir, heltóku stjórnmálamenn Vesturlanda í framhaldi af hruni sósíalismans árið 1989, þá hefur öll áherslan varðandi baráttu gegn hnattrænni hlýnun og mengun byggst á aukinni skattpíningu fólksins og stjórnmálamenn hafa síðan eytt gríðarlegum fjárhæðum í gæluverkefni, sem litlu eða engu hafa skilað. Í stað þeirrar sósíalísku hugsunar og úrræða verður að leggja áherslu á það hvað við sem einstaklingar getum lagt að mörkum og viljum leggja að mörkum...."
Trump hefur þegar greitt 1 trilljón dollar í Parísarvitleysu fjörtíuþúsund fíflanna sem að henni stóðu. Þeir sem eftir standa verða væntanlega að taka á sig þær 2 trilljónir sem Trump ætlar ekki að borga. Það hlýtur að verða hvellur í einhversstaðar yfir þeim skattahækkunum sem þessu hlýtur að fylgja meðal annar hér á Íslandi.
þegar maður horfir á rök Lomborgs þá hlýtur maður með venjulegt krónuvit að undrast það verð sem á að borga fyrir vafasaman ávinning eða alls engan, hvað þá óþarfan þar sem aðrir kraftar geta verið að verki en útblástur manna. Og svo má ekki gleyma því að eitt eldgos á Íslandi til dæmis þurrkar út margra ára útblásturssparnað Evrópubandalagsins á augabragði bæði hvað varðar CO2 og vatnsgufu.
Sem sýnir venjulegu fólki hversu Parísarvitleysa fjörtíuþúsund fífla AlGore er fánýt og dýrkeypt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420590
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Rétt er að Krónuvitið er takmarkað. Í hlutarins eðli. Eitt vitum við þó að veður og hitafar á Íslandi hefur tekið reglulegum breytingum frá ísöld. Litla ísöld er rétt liðin með Lakagosunum, þegar íbúar voru um 50 þúsund.... Aukning meðalhita er mikill blessun fyrir landsmenn og hvað með rafhjóla-bílana sem taka yfirhöndina.
Kanar með Costco hagræðinguna, einfölduðu innkaupin og spara bílferðir með magnkaupum. Þeir eru ekki meiri vitleysingar en það að þeir sjá Alcore mótsögnina. Fljúga stórt og blása mikið.
Sigurður Antonsson, 3.6.2017 kl. 17:49
Trump ætlar ekki að svíkja loforð sem hann gaf þeim fjölmörgu sem misstu atvinnuna þegar mest af framleiðslu Bandaríkjanna var flutt til ríkja sem menga all hrikalega.En í Bandaríkjunum er miklu strangari löggjöf heldur en í þeim ríkjum; svo ætla má aðmengunin minnki verulega í heiminum eftir þær aðgerðir forsetans.
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2017 kl. 17:50
Halldór. Það er búið að stilla þessu öllu upp á þann veg, að ekkert réttlæti gagnrýni og endurskoðun á þessum Parísarsamningi. Þá er sagt að gagnrýnendum sé bara sama um mengunar skaðvalda jarðar? En það er ekki rétt að gagnrýnendum sé sama um mengunarskaðvalda jarðarinnar og lofhjúpsins í kringum jörðina.
Það virðist enginn þora að nefna skaðlegar lofrýmiseftirlits flugmengunar gasandi hernaðarútblæstri frá NATO og NASA. Og guðorkunnar viskan ein veit best, hverjir fleiri standa að þeim eiturgasflughernaði gegn ríkjum, fyrirtækjum og almenningi jarðarinnar.
Það er útilokað að ætla að skapa á þann svikula hátt, peninga uppí tómið sem myndast vegna falsaðra og innistæðulausra banka/kauphalla/netheimsfyrirtækjanna nútíma-"verðmæta" gap.
Heimsbyggðarbúar verða að horfast í augu við þá staðreynd að ekkert verður til úr engu, og enginn borgar skuldir sínar með engu. Innistæðulausir tékkar borga ekki þak yfir höfuð unga fólksins í framtíðinni. Það er verið að blekkja unga fólkið til að kaupa sér steypufangelsi okubankastofnana heimsgæpastjórnarmanna.
Mér finnst þetta frekar auðskiljanlegt, en það eru ekki allir sammála mér. En hafa þó ekki getað útskýrt hvernig á að pína fólk og fyrirtæki til að borga spilavítis skuldir með engu öðru en tómum loftbólublöðrum.
Í dag var víst verið að skraut fljúga herflugvél frá Kanada yfir Reykjavík. Og sagt að hefði þótt mikið til þessa herflugs koma? Reynsluleysi og fáfræði Íslendinga um hörmungarafleiðingar hernaðar og herflugvéla heimsins í gegnum tíðina er hættulegt.
Það er ekkert aðdáunarvert við herflugvélar og heimshörmunga afleiðingar þeirra! Fólk ætti að setja sig í spor þeirra sem hafa verið neyddir í styrjaldarhörmungar, og spyrja sig svo hvað er aðdáunarvert við herflugvéla-skrautflug!
Stuttu áður en verksmiðjan í Helguvík startaði aftur, þá byrjaði Kanada með herflugs loftrýmisgæslu yfir Íslandi með tilheyrandi mengunarskýjum og mengunaróþægindum, sem ég er mjög næm fyrir enda með tæpa heilsu fyrir. Og ég bölvaði að sjálfsögðu með sjálfri mér, þessari svokölluðu mengunarspúandi "gæslu" frá Kanada-herflugs "loftrýmiseftirliti".
Hvergi er minnst á svona háloftamengun í Parísar-platinu? Hvers vegna er þagað yfir svo alvarlegum mengunarhernaði af hálfu NATO og NASA tilrauna-aftökueitrandi flugi?
Bendi þér og öðrum umhverfisumhyggjusömum á myndband á youtube: Secret Chemtrail Pilot Speaks, on Dec 8, 2014.
Það er aldrei minnst á þessa hættulegustu ógn við lífið margbreytilega á jörðinni, í nokkrum fjölmiðli sem ég hef hlustað á, nema youtube? Hvorki innlendum né erlendum fréttafjölmiðlum?
Ætlum við jarðarbúar að láta fjölmiðlaþagga okkur flest öll í hel? Eða ætlum við að nota síðustu tækifærin sem við höfum, til að tala um staðreyndirnar eins og þær raunverulega eru? Og verjast villimennskuaftökum hernaðarglæpsamlegu og helspilavítanna siðleysisgráðugu aftökur?
Gangi okkur öllum sem best að leiðrétta okkar allra misskilninga, sem fjölmiðlaeigendur heimsins hafa matreitt eiturbrasað inná heilasellurnar okkar.
Það er aldrei of seint að snúa af rangri braut, þegar fólk hefur áttað sig á hvað er verið að blekkja það hættulega.
Ekkert lifir lengi né vel á jörðinni án heilbrigði móður jarðar. Sumt er bara ekki hægt að kaupa fyrir spilavítispeninga illra afla.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2017 kl. 17:58
Það er einhver rótsterk indíánasál í öllum mínum sálarminningavíddum, sem hefur væntanlega búið bæði í henni Ameríku og Spánar-Frakklandi í fyrri lífum.
Kann ekki að útskýra þessa sterku og jákvæðu tilfinningu mína fyrir frumbyggjavisku í fornri frumbyggjanna Ameríku. Hér er hugljúft og hjartanærandi sönglistaverk á youtube: AMAZING GRACE IN CHEROKEE-NATIVE AMERICAN.
Það skemmir engan að hlusta á þennan jarðarviskunnar boðskapsmikla söng.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2017 kl. 21:07
Rétt hjá Helgu Kristjánsdóttur ... Parísar samkomulagið gagnar einungis löndum eins og Kína, og öðrum Asíu og Afríku löndum. Sem fara ekki eftir neinu samkomulagi, nema á pappírunum.
Þetta "gáfaða" og "góða" fólk, sem er að básúna fyrir Parísar samkomulaginu. Er ekki að óska eftir betrumbótum, heldur að óska eftir sem mestum hagnaði fyrir sjálfan sig. Til hvers, eru bandarísk fyrirtæki að flytja framleiðslu sína til Mexíkó? Air Quality Index þar nú, er 800 stig ... banvænt loftslag. Eða til hvers eru menn að flytja framleiðsluna til "Indlands" eða "Kína" ... air quality index þar, er líka 600 til 800 stig.
Parísar samkomulagið, gegnur út að "breita" þessu í þessum löndum á næstkomandi 30 árum ... á þessum þrjátíu árum, mun rikna súru regni yfir Evrópu, frá Indlandi og Kína, sem mun leiða til gífurlegrar minnkunar á framleiðslu matvæla hér. Þessi þáttur, er ekki einu sinni á dagskrá þessa samkomulags.
Og EF, þessir Parísar menn væru á því að bjarga heiminum ... myndu þeir gera eins og Trump er að segja. Þvínga fyrirtækin til að flytja framleiðslu sína tilbaka til Evrópu ... því hér þarf engin 30 ár, til að breitu þessu ... þetta er þegar til staðar hér.
Þessi staðreynd, ætti að gera mönnum skiljanlegt að Parísar samkomulagið hefur ekkert með "verndun" lofthjúpsins að gera. En allt með að vernda "gróðamaskínu" Oligarka og miljarðamæringa. Og tal um að þessir aðilar séu að flytja "framleiðslu" sína til þróunarríkja, til að hjálpa þessum ríkjum ... ætti hvaða hálfviti sem er að gera sér grein fyrir að sé hrein lygi.
Þessum þjóðum, er tæplega nein hjálp í því að láta miljónir barna í þessum löndum vaxa upp við að anda að sér "baneitruðu" lofti. Það er eitthvað mikið ábótavant í heilabúi þess fólks, sem heldur að það sé "þróunaraðstoð" fyrir "þriðja heims ríkin".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 00:25
Mikið eru þetta ómálefnaleg ummæli manns sem er verkfræðimenntaður. Samhvæmt þinni meinigu eru allir leiðtogar hins frjálsa heims fífl eins og leggur sig
jón kristinn dagsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 10:05
Jón Kristinn, heimurinn er að láta hafa sig að fíflum á mjög óvísindalegum grunni. Kallaðu mig það sem þú vilt, það snertir mig ekki.
Halldór Jónsson, 4.6.2017 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.