7.6.2017 | 09:09
Borgarlínan í Seattle
var lögð skv. kröfu íbúanna. Þeir samþykktu að taka á sig kostnað vegna byggingar hennar. Hún fór verulega fram úr áætlun en hún er þar núna og flytur núna um 39.000 manns daglega á léttum teinalestum.Bandaríkin eru 1000 sinnum fjölmennari en Ísland en vonandi verður ekki það hlutfall í farþegafjölda Borgarlínu okkar sveitarstjórna.
Menn geta kyntt sér þetta hér:http://www.wow.com/wiki/List_of_Link_light_rail_stations
Vandamál Seattle og ástæðurnar fyrir lagningu lestakerfisins eru færðar hér:
Þar kemur fram að Ameríkumenn vilja aka eigin bílum. þarna háttaði bara svo til að það var ekki lengur mögulegt. Því völdu íbúarnir, ekki stjórnmálamennirnir eingöngu, að leggja á sig auknar byrðar til að leysa samgöngumálin. Eins og segir á síðunni:
"Amerikanar elska bílana sína.Þeir elska að hafa frelsið til að fara þegar þeir vilja, fara hvert sem þeir vilja,hvenær sem þeir vilja, engum háðir. Því miður á svæði þar sem umferðin er eins stífluð og í Seattle,er þetta frelsi annmörkum háð.Flesta daga er fólkið hérna betur komið með því að hoppa í almenningsvagn, sporvagn eða léttlest heldur en að setjast undir stýri." Það var gild ástæða fyrir því að Borgarlína var byggð þarna sem er ekki endilega fyrir hendi hér.
Skyldi það hafa hvarflað að Degi B. Eggertssyni að spyrja íbúana álits á Borgarlínuhugmyndinni? Eða öðrum sveitarstjórnarmönnum á höfuðborgarsvæðinu? Mér skilst að það hafi ekki verið gert heldur er siglt eftir gamla kjörorði dönsku kónganna: "Vi alene vider!"
Ég held að það sé gagnlegt fyrir skattgreiðendur að kynna sér málin frá fyrstu hendi með því að bera saman aðstæður í Reykjavík og Seattle og prufukeyra prinspípið áður en ráðist er í þetta risastóra verkefni kortéri fyrir kosningar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður pistill Halldór og umhugsunarverður. Yfirleitt er það nú þannig með kostnaðaráætlanir hér á landi og þá sérstaklega þegar um "gæluverkefni"er að ræða að það er nokkuð raunverulegt að margfalda þær með "pí" (3,14159....) til að fá út raunverulegan kostnað þegar upp er staðið.
Jóhann Elíasson, 7.6.2017 kl. 10:52
Sæll Hlldór.. Eflaust eru margir með spurn í huga varðandi borgarlínu. Þessi borgarlínuhugmynd virðist upphaflega vera kominn fram úr hugmyndabanka Hjálmars Sveinssonar og Dags B.
Hvernig stendur á því að Kópavogur Garðabær Mosfellsbær taka undir þessar borgarlínu hugmyndir.
Hvað þarf Hjálmar að þrengja mikið aðalumferðaræðar til þess að koma þessari línu fyrir ???
Getur Hjálmar farið að þrengja götur í Kópavogi ??
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 11:21
Skarplega ályktað Jóhann.
Er ekki of lítið gert af því að kanna afstöðu skattgreiðenda til gæluverkefna einstakra manna eins og þetta Borgarlínumál er?
Já vinur Eddi lögga. það er von þú spyrjir.Allavega sér maður ekki samhengi milli þrenginga á Grensásvegi og nauðsyn Borgarlínu.
Halldór Jónsson, 7.6.2017 kl. 12:09
Valkosturinn í næstkomandi borgarstjórnarkosningum er skýr, annars vegar aftur til fortíðar undir forustu SjálfstæsisFLokksins og framsóknar, sem boða gamaldags úthverfa pólitík og tröllauknar hraðbrautir með monster mislægum gatnamótum sem miðar að því að gera Reykjavík að Detroit norðursins og annars vegar framfarir til framtíðar með núverandi borgastjórnarflokkum sem horfa til framtíðar með nýrri og glæsilegri borgarlínu, horfið verði frá gamaldags úthverfa póletík, þéttingu bygðar með nýjum og glæsilegum byggðum t.d í vogahverfi og víðar og gegnsæji í borgarhverfinu, þar sem miðað er við að útríma gegnsýrðri spyllingu sem SjálfstæðisFLokkur og Framsókn hafa komið á í gegnum sín kjörtímabil.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 12:16
Íbúar í Seattle eru ekki þúsund sinnum fleiri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu, heldur rúmlega þrefalt fleiri.
Ómar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 13:00
Það má sjá af teikningum að borgarlínunni er ætlaður leggur frá BSÍ vestur eftir um íbúðargötuna Hringbraut að Eiðistorgi (án stoppistöðva) sem jafnframt er þjóðvegur, og þjónar sveitarfélaginu Seltjarnarnesi auk vesturbæjarins. Þar sem borgaryfirvöld hafa nú þegar nær lokað hinni umferðaræðinni um Sæbraut vestur úr, og útilokað brýr og undirgöng þeim megin, held ég að skipulagsspekingar þurfi að endurskoða þessa áætlun.
Kolbrún Hilmars, 7.6.2017 kl. 14:05
Þetta eru litlar 600þ á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Réttara sagt um 2.4 milljónir á hverja kjarnafjölskyldu.
Fullkomlega snargalið.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 14:48
Líklega verður þetta helmingi sýrara líkt og regla er með opinberar framkvæmdir, (inni í tölunni er líklega ekki gert ráð fyrir lóðakaupum og uppkaupum á húsnæði undir frakvæmdina) en svo gleyma menn vísvitandi að það þarf að reka þetta og halda þessu við.
Það fer að nálgast byggingarkostnað Hörpunnar, það sem pungað er í hana árlega til að halda rekstri hennar í gangi. Nú síðast um hálfum milljarði, no strings attatched.
Það er verið að biðja útsvarsgreiðendur um að snara fram svona fimm milljónum plús hálfrar milljónar árgjaldi í rekstur. Annað hvort er það beint úr vasa eða með niðurskurði annarrar þjónustu.
Allt fyrir það að Hjálmar og Dagur eru með reiðhjóladellu.
Meglómanian gerist ekki snarpari en þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 14:57
Kannski er strategían að hækka útsvarið svo að Reykvíkingar hafi ekki efni á einkabíl. Efast þó um strategiska hugsun í þessum hóp.
Menn tala um að horfa til framtíðar. Hvernig væri að horfa til þess að rafvæða bílaflotann. Það kostaði minna. Smærri bílar, engin mengun. Það er framtíðin.
Borgarlínan gæti þá orðið eilíft minnismerki um mannlega skammsýni. Tilgangurinn er jú í og með að reisa sér minnisvarða.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 15:09
Það verður ekki hægt að breyta hugarfari Íslendinga, sem helst vilja leggja sínum einkabíl við búðarborðið í verslunnarferðinni. Fólk mun ekki yfirgefa einkabílinn og fara að nýta sér almenningssamgöngur frekar en það hefur gert.
Blessuðum drengnum honum Degi verður allt að óláni. Hann er of einfaldur í djobbið og verktakamafían vefur honum um fingur sér. Hann gleymir því líka að hann er fulltrúi fólksins en ekki leiðtogi.
Hann mætti hafa það sem þumalputtareglu að þegar krafa kemur frá fólkinu, þá á hann að bregðast við en ekki öfugt. Örstutt námskeið í lýðræði myndi leiðrétta þennan misskilning.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 15:24
Þjóðverjar hafa það orðspor a sér að vera upp á punkt og prikke, en það á alls ekki við um flugvallaframkvæmdir, lestarsamgöngur og menningarhallir. Allt það sem Dagur og co, eru að vasast í nú.
Ég efast um að reiðhjólaklúbbnum í ráðhúsinu muni takast betur upp en kóordineraðir þjóðverjar.
Hér er stutt yfirlit um síðustu "snafu" á þeim bæ, úr Spiegel:
http://www.spiegel.de/international/business/disastrous-public-works-projects-in-germany-a-876856.html
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 15:37
Jón Steinar segir
"Það verður ekki hægt að breyta hugarfari Íslendinga, sem helst vilja leggja sínum einkabíl við búðarborðið í verslunnarferðinni. Fólk mun ekki yfirgefa einkabílinn og fara að nýta sér almenningssamgöngur frekar en það hefur gert. "
Jú auðvitað er hægt að breyta hugarfari Íslendinga, líkt og annarra! Íslendingar eru nú t.d. löngu hættir að reykja inni á veitingastöðum og vinnustöðum, en er samt ekki nema 30 ár síðan það var mjög almennt.
Íslendingar, a.m.k. þeir yngri, eru hættir að henda öllu mögulegu í blandað óflokkað rusl, og ætlast til að að full 240L tunna bara "hverfi" ókeypis með næsta ruslabíl.
Íslendingar sem koma sem gestir eða setjast að í nágrannalöndum nota margir hverjir almenningssamgöngur með ánægju, ég held að þeir munu gera það líka heima Á ÍSLANDI, þegar almenningssamgöngur hafa batnað.
Lykilatriðið er að fólk er að átta sig á að bílasamfélag þar sem allir keyra allt, og vilja "leggja við búðarborðið" er leiðinlegt og óhagkvæmt samfélag, og MIKLU DÝRARA heldur en minna dreift samfélag þar sem allir eru ekki uppá einkabíl komnir.
Skeggi Skaftason, 7.6.2017 kl. 15:46
Skeggi minn, ertu að reyna að bera saman reykingar á almenningstöðum og bann eða takmarkanir á notkun einkabíls? Ég verð að segja að það er nokkuð langsótt. Reykingar eru "munaður" sem hafði engin áhrif á ferðafrelsi. Að sækja vinnu eða koma börnum til og frá skóla og tómstundastarfi, svo dæmi sé tekið.
Þarna er verið að láta sig dreyma um einhverja "magic bullet" lausn á samgönguvanda án nokkurra raka né samanburðar á reynslu annarra.
Ég bendi á að samgöngutækni er að breytast gríðarlega og til hins betra, en collectivismi er ekki hluti þess nema að við tökum upp einhverskonar lögregluríki. Rafvæðing er eitt sem gæti orðið til stórra bota og er í boði. Það er þó ótrúleg tregða í að ýta undir það. Líklega vegna þess að verktakamafían hér er flink að búa til uppdiktaðar þarfir sem hentar þeim að fólki forspurðu.
Ekkert af þessu kemur sem krafa frá grasrótinni. Ekkert hrópar á þetta sem alfa og omega lausn. Hún er það ekki. Hér er verið að búa til enn eitt skuldadíkið til viðbótar við flugvallarmartröðina, hátæknisjúkrahúsfylleríið og Hörpuna. Gleymum ekki einteinungnum á kveflavikurflugvöll. Gleymum ekki að reksturinn á þessu öllu kostar okkur árlega um 15%-20% árlega af stofnkostnaði.
Ef þú ert tilbúinn í þá skattahít sem það kostar, þá ert þú líklega einn um það.
Það er efitt að bera Reykjavik saman við aðrar og stærri borgir hvað varðar lausn á þessum samgönguþrengingum, sem eru heimatilbúnar s.l. ár. Borgin er á nesi og ekki hægt um vik að gera stofnbraut umhverfis hana með afreinum inn í bæjarhluta eins og víðast er. Hér þurfa menn að þræða sig í gegnum borgina að áfangastöðum og "umhverfissjónarmið" hamla allri stórri hugsun til lausnar.
Notkun einkabíla er ekki einhver munaður heldur lífsnauðsynlegur þáttur fyrir fólk til að draga fram lífið í borgarsamfélagi.
Einhverntíma voru uppi hugmyndir um að reisa nýjan miðbæ og leyfa miðbænum gamla að halda sér í sínu sögulega formi með takmörkun á einkaumferð. Það fór eins og það fór. "Þétting byggðar" var frasinn, sem gerði ekkert annað en að auka álagið á þennan byggðarhluta.
Það virðist ekkert samhengi, yfirsýn né framsýni ráða aðgerðum og aldrei er fólkið með í ráðum. Allt ber einkenni af kosningalýðskrumi, enda vita þessir menn að þeir munu aldrei dregnir til ábyrgðar og búið að verðlauna þá með feitum puntstöðum í staðinn þegar yfir lýkur.
Þessi vitleysa á sér m.a. rætur í adhd tilfelli að nafni Gísli Marteinn, sem stjórnast af einhverri ídeólógíu þar sem ekkert samhengi er milli athafna og afleiðinga.
Það er farið í endalausar kynnisferðir til erlendra borga þar sem menn skoða pótemkíntjöld framtíðaróra í samgöngumálum, sem eiga ekkert sameiginlegt með íslenskum aðstæðum. Kannski menn ættu að skreppa til Alaska til að fá raunhæfan samanburð.
Allavega er ráð að bera mikilmennskubrjálæðið undir fólkið og ræða ólík sjónarmið og sérfræðiálit áður en svona fyllerí fer úr böndunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 17:10
Góður pistill Halldór.
Tek undir það sem þú og Jón Steinar segið.
Góð lýsing með þennan adhd einstakling
sem fór til Skotlands að læra á reiðhjól í heilan
vetur og á fullu launum. Að sá maður skyldi
náð að hafa læðupokast í sjalfstæðisflokknum olli
honum gríðarlegu tapi.
Ómar má svo lesa pistillinn betur þar sem þú segir
að Bandaríkin séu þúsund sinnum fleiri en ekki Seattle.
Lýsingar Helga og fleiri af hans gerð, Detroit norðursins,
Kúpa norðursin, er óskadraumur vinstri-samfó manna sem
vilja að allir hafi það jafn skítt. Væla svo endalaust
þegar þeim verður ekki af ósk sinni.
Spyrjum fólkið í borginni og leyfum því að ráða.
Hættum þessum tilraunaverkefnum og skemmdarverkum
í boði meirihlutans með ábyrgð pírata-hækjunnar.
Hreinsum úr þessu ráðhúsi sem allra fyrst, því það
mun taka mörg ár fyrir Reykjavík að jafna sig eftir
Gnarr-grínið, sem er ennþá í gangi í boði Dags.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 17:46
Össur(Skeggi) er samur við sig. Breyta fyrir fólk með opinberu valdboði. Ekki spyrja fólk um hvað það vill.
"Jú auðvitað er hægt að breyta hugarfari Íslendinga, líkt og annarra! Íslendingar eru nú t.d. löngu hættir að reykja inni á veitingastöðum og vinnustöðum, en er samt ekki nema 30 ár síðan það var mjög almennt.....
Lykilatriðið er að fólk er að átta sig á að bílasamfélag þar sem allir keyra allt, og vilja "leggja við búðarborðið" er leiðinlegt og óhagkvæmt samfélag, og MIKLU DÝRARA heldur en minna dreift samfélag þar sem allir eru ekki uppá einkabíl komnir."
Össur veit hvað fólki á að þykja skemmtilegt og því að finnast það sem honum finnst leiðinlegt leiðinlegt. Akkúrat eins og Degi Bé og sveitarstjórnarmönnum á höfuborgarsvæðinu finnst að allir eigi að vera hrifnir af Borgarlínuhugmyndinni hvað sem hún kostar í innviðagjaldi og auknum sköttum. Það skal bara ekk spyrja þá að því hvað þeim finnst af þvi að Degi og þeim sveitarstjórnarmönnum finnst hið rétta fyrir þá.
Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 08:47
Íslendingar eyddu rúmlega 440 milljónum á hverjum degi á síðasta ári í einkabílinn, og þá eru eldsneytiskaup ekki talin með. Gamalt borgarskipulag neyðir okkur til að eiga bíl, jafnvel tvo, ólíkt íbúum á Norðurlöndunum, en samkvæmt neysluviðmiði stjórnvalda er gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu eyði 1,44 milljónum á ári í einkabílinn.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 12:12
Halldór,
fólk getur sagt álit sitt í kosningum til borgarstjórnr eftir tæpt ár, þar sem fólk sem vill halda í fornar skipulagshugmyndir frá 1960 um allsráðandi einkabílisma getur kosið fornaldarflokka sem styðja slíkar hugmyndir, og fólk sem vill sjá metnaðarfulla og nútímalega FRAMÞRÓUN kýs aðra flokka.
Skeggi Skaftason, 8.6.2017 kl. 14:05
Hvernig á fólkið að komast í Costco þegar því verður bannað að nota einkabílinn, 0,5 bílasæði á íbúð o.sv. frv.?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 16:59
Fólk sparar margfalt meira á því að sleppa því að eiga bíl heldur en nokkurn tímann á að versla í Costco.
Skeggi Skaftason, 9.6.2017 kl. 09:57
Er þér viðbjargandi úr fornöldinni Skeggi góður?
Halldór Jónsson, 9.6.2017 kl. 13:09
Skeggi, það fer eftir því hvað þú skilgreinir sparnað sem, fyrir mér er tíminn minn margfalt verðmætari heldur en krónur, ef ég er að eyða 1/2 eða 1 klukkustund aukalega á hverjum degi að meðaltali í að ferðast með almenningssamgöngum (þetta telst frá því að út úr húsi er farið þangað til að í hús er komið) fremur en einkabíl þá ég ekki að spara neitt heldur borga með, ég veit ekki með aðra en ég væri til í að eyða þessum 15-30 klukkustundum á mánuði í annað.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.6.2017 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.