Leita í fréttum mbl.is

Er þetta verjandi?

í landi þar sem samkeppni á að ríkja og við höldum úti sérstakri Samkeppnisstofnun með ríkispeningum? Tölum hástöfum um að virk samkeppni verði að ríkja í markaðshagkerfinu?

Lífeyrissjóðir eiga lungann úr Högum og Krónunni. Sitja þar í stjórnum. Taka við iðgjöldum vegna starfsfólks frá Kosti og öðrum verslunarfyrirtækjum sem eru í samkeppni við Haga og krónuna. Nota iðgjöldin til að keppa við þessi síðasttöldu fyrirtæki. Fá ekkert svipað frá Costco þar sem þeirra stjórnendur búa og starfa erlendis.Costco keppir við Kost. 

Finnst engum þetta vera spilling? Finnst engum þetta vera ógeðsleg spilling og mismunun?

Hvernig er hægt að kúga fé af einum og nota það til þess að berja hann sjálfan með því? Hvernig geta rukkarar Lífeyrissjóðanna setið í stjórnum og þar með ráðagerðum á móti þeim sem þeir rukka?

Ætla stjórnmálamenn ekki að gera neitt í þessu? Blasir það ekki við að Lífeyrissjóðir geta ekki átt hlutabréf í fyrirtækjum né setið í stjórnum þeirra?

Er svona kerfi verjandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enginn lífeyrissjóður kemur að stjórnun fyrirtækis. Þeim er óheimilt að beita áhrifum sínum innan fyrirtækja. Lífeyrissjóðunum er óheimilt að eiga fulltrúa í stjórnum fyrirtækja sem þeir eru hluthafar í. Og stjórnir fyrirtækja eru starfsmenn þeirra fyrirtækja og ber að starfa með hag fyrirtækisins að leiðarljósi, sama hverjir kusu þá til stöðunnar. Stjórnarmeðlimir geta ekki verið fulltrúar fyrir aðra en fyrirtækið.

Fólk er með miklar ranghugmyndir um lífeyrissjóðina, starfssemi þeirra og hlutverk. Ýmsar þjóðsögur og flökkusögur án nokkurar stoðar í raunveruleikanum ganga milli manna. Lífeyrissjóðirnir fá falleinkun í kynningu á starfsemi sinni og leiðréttingum ranghugmynda.

Gústi (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 23:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ertu að segja Gústi að Lífeyrissjóðir kjósi ekki menn í stjórnir fyrirtækja?

Ef þeir gera það ekki, hvað gera þeir þá?

Myndirðu ekki ætla ef þeir kjósi menn í stjórn að þeir ætlist til þess að sá maður gæti ekki hagsmuna sjóðsins?

Þú segir sem sagt að sjóðirnir komi ekki að stjórnum fyrirtækja?

Hverjir sitja í stjórn Haga eða Flugleiða og hver kaus hvern og einn?

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 17:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hver er á bak við þetta dulnefni Gústi? Hvernig tengist Gústi Lífeyrissjóðun?

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 17:08

4 identicon

Lífeyrissjóðir kjósa í kosningum um menn í stjórnir fyrirtækja, eins og hverjir aðrir hluthafar. Hvergi hafa þeir atkvæðamagnið til að ráða kosningum og sá sem nær kjöri skuldar þeim ekkert meira en öðrum hluthöfum sem kusu hann.

Sjóðirnir koma ekki að stjórnum fyrirtækja. Þeir hafa hvergi það stóran eignarhlut að þeir geti gert eitthvað meira í stjórnun fyrirtækja en aðrir hluthafar. Þeir ráða engu.

Fólk sem þekkir ekki lög um lífeyrissjóði gera sér oft óeðlilegar hugmyndir um hvað lífeyrissjóðir geta og mega. Vilja að lífeyrissjóðirnir geri hluti sem þeim er óheimilt og halda að þeir geti stjórnað öllu sem þeir eiga eitthvað í. Þegar svo blandast fáfræði um hlutafélög, stjórnun hlutafélaga, eignarhluta lífeyrissjóða og tilhneiging til að sjá samsæri í hverju horni í þann hrærigraut verður útkoman sjaldan gáfuleg.

Gústi tengist lífeyrissjóðunum sem einn af mörgum greiðendum í lífeyrissjóð og sem einn af fáum sem hafa haft fyrir því að kynna sér starfsemi lífeyrissjóðanna og lögin sem þeir vinna eftir frekar en að taka mark á flökkusögum og slúðri.

Gústi (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 22:08

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Geturðu Gústi fullyrt að líseyrissjóðir hafi ekki menn í stjórnum félaga sem þeir eiga hluti í?

hefurðu skrá yfir stjórnir Haga , Festi, Eimskip, Flugleiða?

Halldór Jónsson, 9.6.2017 kl. 14:27

6 identicon

Stjórnir þessara fyrirtækja er auðvelt að finna á netinu. Þar eru engir starfsmenn lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðirnir hafa ekki menn í stjórnum félaga sem þeir eiga hluti í. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki atkvæðamagnið til að ráða hverjir sitja í stjórnum félaga sem þeir eiga hluti í.

Gústi (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 16:46

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég tek þessum fullyrðingum Gústa sem ósömnnuðum með öllu

Það er fullkomlega óeðlilegt að Lífeysissjóðir kaupi hlutabréf í fyurirtækjum æa samkeppnismarkaði. Þá eru komnir hagsmunaárekstrar sem eru bara viðbjóðsleg spilling. Ef þeir eiga í Högum þá eru Hagar í samkeppni við Sullenberger og fleiri. Sem eru að styrkja samkeppni við sjálfa sig með því að borgha mótframlagið til sjóðsins.  Finnst þér að .þetta sé í lagi Gústi?

Halldór Jónsson, 9.6.2017 kl. 19:23

8 identicon

Þú er greinilega mjög fáfróður um starfsemi lífeyrissjóða og hlutafélaga. Það kemur ekki á óvart. Þú ert einnig ófáanlegur til að afla þér upplýsinga og neitar að trúa þeim sem það hafa gert. Það kemur heldur ekki á óvart.

Gústi (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 18:30

9 Smámynd: Halldór Jónsson

 Gústi: Viltu ekki sanna að það sem þú segir sé rétt? Hverjir sitja í stjórn Haga og eru ekkert skyldir Lífeyrissjóðunum?

Halldór Jónsson, 12.6.2017 kl. 13:28

10 identicon

Stjórn Haga: Kristín Friðgeirsdóttir, Kristín kennir við London Business School. Stefán Árni Auðólfsson, Stefán Árni starfar sem lögmaður hjá LMB lögmönnum. Erna Gísladóttir, Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður Kóreu á Íslandi. Sigurður Arnar Sigurðsson, Sigurður Arnar er forstjóri eigin fyrirtækis sem sinnir ráðgjafa- og fjárfestingastarfsemi. Salvör Nordal, Salvör er kennari og forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Haga hjá neinu þeirra. Og ekkert þeirra starfar fyrir lífeyrissjóð. 

Gústi (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband