Leita í fréttum mbl.is

Forsjárhyggjan

birtist í skrifi Skeggja Skaptasonar (sem mér er sagt að sé raunverulega Össur Skarphéðinsson) vegna pistilsins hér á undan.

Þar kemur skýrt fram að sumir vilja breyta fyrir fólk með opinberu valdboði. Ekki spyrja fólk um hvað það vill.

Hann skrifar:

"Jú auðvitað er hægt að breyta hugarfari Íslendinga, líkt og annarra!  Íslendingar eru nú t.d. löngu hættir að reykja inni á veitingastöðum og vinnustöðum, en er samt ekki nema 30 ár síðan það var mjög almennt.....

Lykilatriðið er að fólk er að átta sig á að bílasamfélag þar sem allir keyra allt, og vilja "leggja við búðarborðið" er leiðinlegt og óhagkvæmt samfélag, og MIKLU DÝRARA heldur en minna dreift samfélag þar sem allir eru ekki uppá einkabíl komnir."

Skeggi veit hvað fólki á að þykja skemmtilegt og því að finnast það sem honum finnst leiðinlegt leiðinlegt.

Akkúrat eins og Degi Bé og sveitarstjórnarmönnum á höfuðborgarsvæðinu finnst að allir eigi að vera hrifnir af Borgarlínuhugmyndinni hvað sem hún kostar í innviðagjaldi og auknum sköttum, þrengingu bílaakreina og engum mislægu gatnamótum sem tíðkast erlendis.

Það skal bara ekki spyrja þá að því hvað þeim finnst af því að Dagur Bergþóruson og þeir sveitarstjórnarmenn hafa smekkinn og finnst hið rétta fyrir þá. Alveg eins og þá varðar ekki hið minnsta um afstöðu meirihluta landsmanna til Reykjavíkurflugvallar. En þeir ætla að byggja skiptistöð Borgarlínu ofan á honum miðjum og láta ríkið í staðinn byggja nýjan flugvöll fyrir 150 milljarða í Hvassahrauni. Ofan á virku eldfjalli!

Skattleggja og eyða.

Þannig hljóðar forsjárhyggjan sem er inntak kratismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband