Leita í fréttum mbl.is

Svifbrautir

í stað Borgarlínuvagna á götunum gætu þýtt milljarða sparnað.

Slíkar gondólabrautir eins og víða eru núna byggðar, til dæmis í Tyrklandi, Þýskalandi, Suður Ameríku, geta flutt mikið magn farþega á allt að helmingi meiri hraða en áætlað er að vagnar Borgarlínu fari á yfirborðinu. Þeir sem ekki hafa séð svona fyrirbrigði geta hugsað sér skíðalyftur. Í stað tveggja skíðamanna í stól  er stærri vagnklefi þar sem farþegarnir sitja og standa.Vagnarnir ferðast yfir höfðum manna án árekstrarhættu.

Svona svifvagnastöð getur til dæmis verið á hálfs til eins kílómetra fresti í turni þar sem lyfta fer upp og niður. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hvað bygging svona svifbrauta veldur minna raski á gatnakerfinu fyrir neðan heldur en yfirborðsvagnar.Og kostnaðurinn er mun minni. 

Menn geta velt fyrir sér hvort sterkar hliðarvindkviður geti truflað reksturinn. En kostirnir virðast samt margir umfram óheyrilegan stofnkostnað jarðvagnalínu.Öryggi slíkra brauta er með því hæsta sem þekkist og slys fátíð.

En fyrst verður víst að athuga hvort Dagur B.og sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu eru almennt lofthræddir?.Því ef svo er þá er málið líklega dautt því að þeirra smekkur er víst smekkur almennings.

Svona brautir flytja sumstaðar allt að 6000 manns í báðar áttir áklukkustund á allt að 40 kílómetra hraða. Áætlaður hraði á Borgarlínu er liðlega 20.

Er úr vegi að athuga þennan svifbrautarmöguleika áður en gusast er í áætlaða Borgarlínugerð? 

PS Þeir þurfa ekki að dingla heldur geta þeir verið á braut að ofan. Þessi er 100 ára gamall í Wuppertal1280px-Wuppertal-100508-12833-Uferstraße


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæll nafni. Svona svifvagnakerfi þola nánast engan hliðarvind og því hætt við að trosnaði fljótt upp í línunni. Það er eiginlega ekkert af viti sem hægt er að hugsa sér, varðandi þessa borgarlínudellu, annað en lína sem hægt er að fikra sig eftir á höndum. Ódýr lausn sem krefst engra aukaskatta, á núþegar ofpínda borgarbúa. Það mætti síðan gefa leikskólabörnum almennilega að éta fyrir það sem annars væri sólundað í þessa dauðans dellu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2017 kl. 10:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Nafni, hvaðan hefurðu upplýsingarnar um hliðarvindinn? Þetta er í gangi alltaf í Þyskalandi á fjöllum og víðar,

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 10:50

3 identicon

Skoðanakönnun flokka í Reykjavík. 8.júní

Er að sjá samkv. þessari soðanakönnun Viðskiptablaðsins munu félagarnir Hjálmar Sveinsson og Dagur B. stjórna Borginni næsta kjörtímabil. 

Félagarnir Hjálmar og Dagur fengu mikla umræðu um hugðarefni sitt borgarlínu.  Það sem vekur furðu er að bæjarstjóri Kópavogs skyldi hlaupa á agnið og játast undir  hugðarefni  Hjálmars og Dags.það póitíska frumhlaup bæjarstjóra Kópavogs, mun færa Hjálmari Sveinssyni og Degi B.þúsundum atkvæða í komandi kosningum. 

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 11:16

4 identicon

Ha ha ha...Svifbrautir....hvað næst...töfrateppi fyrir alla..?


Íslendingar eyddu rúmlega 440 milljónum á hverjum degi á síðasta ári í einkabílinn, og þá eru eldsneytiskaup ekki talin með. Gamalt borgarskipulag neyðir okkur til að eiga bíl, jafnvel tvo, ólíkt íbúum á Norðurlöndunum, en samkvæmt neysluviðmiði stjórnvalda er gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu eyði 1,44 milljónum á ári í einkabílinn.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 12:18

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já en Helgi minn, við elskum einkabílinn oft heitar en flest annað.Hverju klappa menn oftar?

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 12:56

6 identicon

Konunni..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 16:12

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorði ekki að segja bílnum auðvitað

Halldór Jónsson, 8.6.2017 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband