15.6.2017 | 15:06
Lífeyrissjóðasukkið
hef ég árangurslaust reynt að vekja upp umræður um en rekst á vegg samræmdrar þöggunar.Svo fjölmennur hópur étur úr sjóðunum og veltir sér upp úr lúxus í eigum sjóðsfélaganna. Stjórnunarkostnaður er brjálaður og ekki í nokkru samræmi við umfangið.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi tekur loksins undir þetta og skrifar svo á Facebook í dag:
"Hugsið ykkur að einn maður að nafni Steve Edmundson stýrir 35 milljarða dala lífeyrissjóði fyrir opinbera starfsmenn í Nevada í Bandaríkjunum.
Takið eftir að miðað við gengi Bandríkjadollarans í gær er þessi lífeyrissjóður sem þessi eini maður stjórnar jafn stór og allt lífeyriskerfið okkar eða um 3500 milljarðar íslenskrar króna.
Það kemur líka fram í þessari frétt að árslaun Steve eru rétt rúmir 127 þúsund dalir, eða sem nemur 1,1 milljón á mánuði.
Á litla Íslandi erum við með um 33 lífeyrissjóði og það kostar um eða yfir 10 milljarða á ári að reka okkar lífeyrissjóðskerfi.
Þessi rekstarkostnaður lífeyrissjóðanna er líka uppundir helmingi hærri en sú upphæð sem það kostar að reka æðstu stjórn íslenska ríkisins. Þar undir eru Alþingi, Ríkisendurskoðun, ríkisstjórnin, Hæstiréttur, embætti forseta Íslands og umboðsmaður Alþingis. Heildarkostnaður við þessa æðstu stjórn nemur 5 milljörðum á árinu 2016 samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Það er semsagt ekki bara að einn maður í Bandaríkjunum stjórni einn lífeyrissjóði sem er jafn stór og allt lífeyriskerfið okkar heldur er rekstrarkostnaður íslensku sjóðanna helmingi meiri en kostar að reka æðstu stjórn ríkisins!
Er ekki eitthvað skrítið við þetta? Og þarfnast þetta ekki umræðu og skoðunar?"
Það er gott til þess að vita að jafn mikilsvirtur maður og Vilhjálmur veki loks athygli á því spillingardíki sem lífeyrissjóðakerfið er með uppkaupum sínum á hlutabréfum margra stærstu fyrirtækja landsins og stjórnarsetum og lúxus lífeyrissjóðafósanna, jeppaeign og hvaðeina.
Þetta er alþjóðarhneyksli. Þessir menn leika sér að því að tapa hundruðum milljarða án þess að eigendur æmti né skræmti. Það er bara lækkaður lífeyririnn og búið spil Enginn ábyrgur.
Hversu miklu tapar Edmundsson á ári? Skyldu menn tala um Lífeyrissjóðasukk þegar menn skoða skrifstofuna hans? Hversu stór ætli bíllinn hans sé? Og er honum greidd of há laun?
Viðskiptablaðið skýrir frá eftirfarandi:
"Steve Edmundson stýrir 35 milljarða dala lífeyrissjóði fyrir opinbera starfsmenn í Nevada í Bandaríkjunum.
Lífeyrissjóðurinn þykir þó nokkuð óeðlilegur, enda starfar aðeins einn einstaklingur hjá sjóðnum sem sjóðstjóri.
Wall Street Journal hefur fjallað um sjóðinn, enda hefur hann verið að skila lífeyrisþegunum betri ávöxtun en aðrir lífeyrissjóðir vestanhafs.
Forðast stressið
Edmundson forðast stressið sem flestir í fjármálaheiminum kannast við. Hann vinnur helst ekki nema bara milli 8 og 5.
Sjóðstjórinn reynir einnig að forðast að borða hádegismat á veitingahúsum. Eiginkona hans undirbýr oftast handa honum samloku og svo keyrir hann í vinnuna á 2005 Honda Element.
Edmundson reynir einnig að forðast það að lesa fréttir og samkvæmt opinberum gögnum námu árslaun kappans um 127.122 dölum.
Vill halda kostnaði lágum
Edmundson reynir ekki að sigra markaðinn með flóknum formúlum, heldur einbeitir hann sér að því að lágmarka kostnað og dreifa áhættu.
Meginþorri peningana rennur í ódýra vísitölusjóði, sem eiga að elta hlutabréfa og skuldabréfamarkaði.
Mikil áhættudreifing gerir Edmundson einnig kleift að hafa litlar áhyggjur af Trump og Brexit.
Breytti fyrirkomulaginu
Edmundson breytti fyrirkomulagi sjóðsins umtalsvert, þegar hann hóf störf árið 2005. Þá voru um 60% af peningum lífeyrisþeganna í vísitölusjóðum.
Árið 2012 tók hann sig svo til og rak alla sjóðstjórana og kom öllu fjármagninu í vísitölusjóði.
Í dag starfar hann einn og reynir að gera sem minnst, sem að hans sögn reynist erfiðara en það hljómar."
Hvort er þetta Lífeyrissjóðasukk hjá okkur Íslendingum eða er Edmundson ekki að vinna vinnuna sína?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góð grein og þörf. Ég hef lengi vakið máls á lífeyrissjóðasukkinu en mjög sjaldan fengið viðbrögð og oftast hafa þau verið á þann veg að ég viti ekki um hvað ég sé að tala. Ég vil benda þér á þó nokkuð góða úttekt á lífeyrissjóðunum, sem Ómar Skapti Gíslason skrifaði árið 2015, sem lokaverkefni í Viðskiptafræði við HA. Þessi ritgerð er á "Skemmunni" og er öllum opin.
Jóhann Elíasson, 15.6.2017 kl. 15:36
Takk fyrir það Jóhann
Halldór Jónsson, 15.6.2017 kl. 15:55
Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Líkt: og til þíns sjálfs, sem margra annarra mætra manna (Páls Vilhjálmssonar / Jack´s Daniels / Sveins Pálssonar og Jónasar Kristjánssonar:: auk fjölda annarra), hefir Vilhjálmur á Skaganum, auk þeirra Ragnars Ingólfssonar (VR) og Aðalsteins Baldurssonar á Húsavík fengið afsteypur minna Tölvupóstssendinga, til Ríkissaksóknara - Umboðsmanns alþingis - Hæstaréttar - Dómstólaráðs, að ógleymdum Ríkislögreglustjóra m.a., varðandi orðinn ÞJÓFNAÐ (frá árunum 2004 - 2008 kr. 153.700.00) á mínum fjármunum, af hendi Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, auk tilraunar sjóðsins, til þess að rukka mig um 179.772.00 krónur til viðbótar, fyrir árið 2009.
Skemmzt er frá því að segja - að Ríkissaksóknari og Umboðsmaður alþingis hafa hvorutveggju: staðfest móttöku ákæra minna, á hendur forkólfa 5 Lífeyrissjóða í landinu: persónulega, sem munu fá að finna til Tevatnsins, endist mér erindið, til löngu tímabærra hefnda, gagnvart þessu liði.
Íslenzka Lífeyris sjóða flóran - eru hrein og klár ÞJÓFNAÐA bæli úr vösum launþega, studd af ólögum alþingis fárán leikans, auk ASÍ og SA:: að ógleymdum Molbúunum í Viðskipta ráði / Samtökum Verzlunar og þjónustu, auk fjölda annarra makræðis holu klúbba, hérlendis.
Auðvitað: finnur Vilhjálmur Birgisson til íslenzka fárán leikans í þessum efnum, þegar hann dregur Nevada dæmið, til samanburðarins, og vitaskuld styðjum við hann af alhug, í hans viðleitni, til þess að farga soranum, hérlendis.
Þér að segja Halldór - víbra fíflin hjá Lögmannafélaginu / ASÍ (Gylfi Arnbjörnsson og Sigurður Bessason, auk annarra), sem og Samtaka atvinnulífs hvítflibbarnir af skelfingu þessi misserin OG ÞURFA AÐ FÁ AÐ GERA ÞAÐ, verði Sólarljósinu varpað í inn Myrkra holur Lífeyrissjóðanna:: já, og ekki síður hinna fjárglæfra bælanna íslenzku (Banka Mafíunnar: meðtalinnar).
Og: minnumst líka, 20 Milljóna króna Bónus Framtakssjóðsins, þess nýjasta, hverjum visir.is greindi frá, gærdegis !!!
Með - hinum beztu Kúómingtang hreyfingar (Chiangs Kai- shek heitins Herstjóra á Taíwan 1887 - 1975), kveðjum af Suðurlandi, sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.