Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrisjóðasukkið

er enn til umræðu hjá nokkrum nöldrurum.

Það finnst engum neitt merkilegt að einn maður í Bandaríkjunum,Edmundsson, keyrir á gamalli Hondu og stjórnar einn fyrir milljón á mánuði jafnstórum lífeyrisjóði og allt íslenska lífeyrissjóðakerfið er, 3500 milljörðum. Vinnur bara dagvinnu og étur smurt frá konunni í hádeginu.  

Eru ekki 33 sjóðir á Íslandi og  áreiðanlega hundruð stjórnenda og skrifstofuliðs að eyða meira en 10 milljörðum í launakostnað að viðbættum öllum sporslunum að vinna verk sem þessi eini maður getur annast fyrir lúsarkaup?

Tapa svona  þúsund milljörðum án þess að depla auga og enginn rekinn?

Sigurður Oddsson skrifar svo í Mogga í dag:

"....Í hruninu töpuðu sjóðirnir þúsundum milljóna og gengu svo hart eftir greiðslum frá sjóðsfélögum að margir misstu húsnæði á uppboð.

Fjármálastofnanir komust yfir fasteignir og seldu útvöldum á undirverði. Þannig urðu til leigufélög, sem lífeyrissjóðir fjármögnuðu.

Þessi félög stjórna nú markaðsvirði húsnæðis og húsaleigu. Þeirra hagur er að ungt fólk leigi hjá þeim í stað þess að eiga íbúð. Eitthvað mikið er að lífeyrissjóðakerfinu. Það þarfnast uppstokkunar.

Lög allra lífeyrissjóða eru næstum alveg eins, en nöfnin breytileg eftir því hvaða stétt eða iðngrein sjóðfélagar tilheyra. Allir eru eyrnamerktir ákveðnum sjóði frá fyrstu útborgun. Sjóði sem fær hátt í 20% af öllum launatekjum. Í sumum tilfellum geta greiðslur til sjóðsins orðið hærri en skattgreiðslur. Þar fyrir utan fær ríkið engan skatt af lífeyrisgreiðslum. Heldur ekki þegar sjóðfélagar deyja.

„Inneignin“ fer í hítina án þess að ríkinu sé goldið sitt. Sjóðirnir fá háar fúlgur til að leika sér með og til að standa undir rekstrinum. Allir eru stjórarnir vel launaðir, því ábyrgð þeirra við ávöxtunina er mikil. Þeir axla samt ekki ábyrgð þó ávöxtunin takist ekki vel. Halda áfram á sömu launum eða fá góðan starfslokasamning..."

Eru menn virkilega svo samdauna þessu forardíki spillingar og heimsku  að enginn þorir að æmta né skræmta? Eru svo margir á spenanum að hægt er að beita algerri þöggun á málið?

Edmundson í USA getur bætt þessu á sig fyrir lítið gjald. Við gætum skrúfað fyrir sukkið en við höfum barasta ekki neinn áhuga á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband