Leita í fréttum mbl.is

Hver verður varaformaður?

Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi í Nóvember?

Næsta víst er að einhver ímyndarráðgjafi eða frammámaður krefst þess að varaformaðurinn verði kona. Helst ung kona til að höfða til tilheyrandi mögulegs kjósendahóps. Sem hreint er ekki útséð með og raunar ólíklegt að kjósi flokkinn.   Ekki það að varaformaður geti þurft að leiða flokkinn á erfiðum tímum? Pópúlisminn mun væntanlega ráða ríkjum á þessum fundi sem fleirum.

Ef ég horfi yfir þingliðið þá staðnæmist ég helst við einn þingmann sem ég treysti best til þess embættis að því gefnu að núverandi formaður verði áfram. Það er Kristján Þór Júlíusson skipstjóri. Hann hefur þá kosti sem mér finnast til þurfa.Yfirvegun, yfirsýn og reynslu. Stelpur eiga ekki erindi í stól varaformanns vegna líffræðilegrar sérstöðu einnar saman. Þetta er pólitískt embætti sem getur orðið vandasamt.

Ef ég fæ að mæta og ef ég mæti þá styð ég Kristján Þór ef hann vill verða varaformaður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Haldór.  Það er ljóst að þú ert farinn að hugsa til haustsins og þa til landsfundar Sjálfstæðisflokksins, og ert, kannski  farinn að finna fyrir valkvíða.  Þú hugsar um varaformennsku flokksins, en kannski er þegar búið að ráðstafa embættinu með því að færa ritara flokksins í varaformanninn.

 Þú gætir hugsað þér skipstjóramenntaðan varaformann.  Jú hann hefur lært að setja út stefnur, en það er ekki sama hvert stefnan er sett.  Ég held t.d. að hann hafi farið illa með stefnuútfærslu sína þegar hann setti stefnuna á RÚV og hækkaði fjárveitingu    ( skattfé ) okkar um  1. miljarð í þá hít. Hefði ekki sá miljarður komið að góðu gagni í heilbrigðismálin  ? Halldór ég held að þessi skipstjóramenntaði ráðherra kunni lítið fyrir sér í leiðarðútreikningi.

Þegar leitt er huga að þingliðinu sem situr í málstofu alþingis þá er aðeins eitt um það  að segja, það hefur allt brugðist væntingum. Sérstaklega brugðist þeim sem muna fyrri tíma stjórnmálamenn, sem þó  voru ekki með skipstjórnarréttindi, en þeir kunnu að setja út stefnur, og undir þeirra stefnum voru byggð sjúkrahús, vegir, brýr, skólahús.  Allt gekk þetta fyrir sig  hljóðlítið.  Hvernig er fjármálastefnan í dag. Það er ekki einu sinni hægt að búa til stefnu sem er nothæf að halda við kirkjugörðum. Svona er Ísland í dag.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 17:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er að leggja áherslu á stjórnmálaþekkingu og reynslu. Finnst þér að einhver af nýju þingstelpunum hafi það?

Halldór Jónsson, 23.6.2017 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband