23.6.2017 | 16:57
Enn um peningakerfið
Í grunninn ætti peningakerfið að vera þannig, að bóndinn býr til ost. Hann selur fiskimanninum ost til að hafa með sér á sjóinn og fær svo og svo marga fiska fyrir.
Gengið á osti og fiski ræður hvor hagnast meira. En aðalatriðið er að þeir eigi báðir einhvern afgang.
Á fjörukambinum býr api. Hann tekur að sér að miðla málum, geyma bæði ost og fisk. Hann kallar húsið sitt Apabankann.
Bæði bóndinn og fiskimaðurinn geta falið apanum að varðveita þá osta og fiska sem þeir eru ekki að nota þá stundina.
Apinn bítur bæði í fiskinn og ostinn en segir svo við 100 tómthúsmenn sem búa fyrir ofan fjörukambinn að hann skuli lána þeim fisk og ost ef þá vanti. Hann fái bara einn bita af hverju sem þeir fái lánað sem er sanngjarnt.
Hann sér fljótt að hann geti lánað þeim 10 sinnum meira af hvoru tveggja en hann er með í höndunum. Þeir tómthúsmenn geti heldur ekki étið allt í eina af þessum nýfengnu djásnum því fá þeir bara bréfsnuddur sem segja að þeir eigi inni hjá apanum bæði fisk og ost sem þeir geti fengið hvenær sem er. Einhverjir kannski tveir eða þrír koma í einu og fá bæði fisk og ost og traust og trú á apanum er þar með fullkomið.
Hinir tómthúsmennirnir horfa á snuddurnar sínar og velta sér af ánægju í bólunum hjá kellingunum sínum yfir því hvað þeir séu ríkir að eiga þær. Gott að geta gripið til þeirra ef í harðbakkann slær. Þeir skipta þeim líka fyrir eitthvað annað hjá nágrannanum sem heldur áfram að eiga þær án þess að apinn þurfi nokkru sinni eða þá löngu seinna að standa skil á þeim.
Menn unnu einu sinni í sveita síns andlit og sköpuðu meiri verðmæti en þeir þurftu að éta að kvöldi. Þeir fóru með þau í geymslu í banka og fengu kvittun fyrir.þannig urðu peningarnir til.
Segjum að þeir hafi lagt inn 10 í bankann sinn. Bankinn bókaði 10 í skuld hjá sér. Hvað átti hann að gera við tíuna? Hann varð að ávaxta hana fá vexti og borga innistæðueigandanum vexti? Var ekki fullt af fólki sem vildi fá lán?
Þannig var brotaforðakerfið skapað. Bankinn, eins og apinn, sá fljótt að hann gat lánað þennan tíkall mörgum sinnum með þvi að skrifa út ávísanir á sjálfan sig. Stjórnmálamenn með Seðlabanka settu reglur um það hversu mörgum sinnum þetta mátti gerast og sögðust gera það til að vernda sparifjáreigandann. Einfaldað þá má bankinn aðeins lána út ákveðið maergfeldi af innistæðu sínum samkvæmt þeim reglum. En menn finna nu fljótt leiðir fram hjá reglum stjórnmálamanna.
Ef við segjum að brotaforðastuðullinn sé 10 þá sést að leggirðu 10 inn í sparireikninginn þinn þá getur bankinn lánað það út tíu sinnum eða alls 100.
Línurit af þessu skýrir þetta.
(Þessi mynd er stolin af netinu:)
Línuritið sýnir 2 hluti:
- Þínar 10 á reikningunum er þín eign.
- Þínar 10 á reikningi bankans eru skuldir hans.
Þú getur spurt þig þeirrar spurningar hversvegna er 10 mín eign en skuld bankans?
Skilgreiningin er að eign setur pening í vasann þinn en skuldir taka peninga úr vasanum Þær gilda samt ekki endilega á Íslandi.
Í þessu dæmi ef þú sparar 10 þá á bankinn að greða þér vexti sem ætti að flæða frá vasa bankans í þinn vasa.
En víðast eru bankarnir búnir að láta stjórnmálamennina sjá til þess að þú fáir enga vexti vegna fjármagnstekjuskatta á vextina og verðbólguna líka. Þannig að þú tapar alltaf en bankinn græðir.
Flestir Íslendingar sem hafa ná stöðu skuldajöfurs(Jón Ásgeir er kannski þekktasta dæmið fyrir hrun) álíta þessvegna að skuld eigi að vera eign sem eigi ekki að borga nema ef svo ber undir en helst aldrei. Vegna þess að þeir skapi svo mikla atvinnu með sífelldum skuldaukningum.
Og auknar skuldir þurfa svo ekki neinar innlagnir meira sparifjár með tilkomu rafeyrisins.
Svo þegar harðnar á dalnum og fiskur veiðist ekki þá kemur ráðherra sem segir að innistæður landsmanna séu tryggðar. Auðvitar bullar hann því hver ætti að borga nema þeir sem áttu innistæðurnar þegar bankinn er búinn að tapa öllu? Þá er bara Guðsblessunin eftir og hún dugar best þegar til lengdar lætur.
Í þessu dæmi þá sparar þú 10 og bankinn greiðir þér vexti . Línuritið sýnir ferlið:
Ef brotaforðakerfið eða bankamargfaldarinn er 10 þá getur bankinn lánað þínar 10 tíu sinnum og tekið vexti fyrir. Og hundrað í útlánum til fólks sem vill fá lán eru eignir bankans.Bankinn lifir á því að allir vilja ekki fá borgað á sama tíma annrs færi hann lóðbeint á hausinn.
Eignir sparifáreigandans eru auðvitað berskjaldaðar og óverndaðar vegna brotaforðakerfisins sem er þúsunda ára gamalt.
En þetta er lýsing á bankakerfi sem er byggt á sparnaði. Okkar kerfi er ekki endilega alveg svona. Það er nýtt og endurbætt með tilkomu tölvunnar.
Hjá okkur lánar bankinn þér rafrænan pening með því að færa tölu á reikninginn hjá þér og færir gerviskuld á móti sem hann skuldar engum. Hann eykur eignir sínar með því að færa töluna á reikninginn hjá þér.
Þú færir af reikningnum þínum hluta af þessum rafeyri inná annan reikning sem þú verslar við. Sá færir svo eitthvað annað osfrv. Enginn peningur eða verðmætasköpun kemur þarna við sögu, þetta er allt froða og lygi sem þú lætur þér lynda. Það byggist allt á því að þú trúir á kerfið eins og himnaríki sem þú veist auðvitað ekki pottþétt hvort er til eða ekki. En það skiptir ekki máli, -að það gæti verið til er nóg. En þannig gengur samt þjóðfélagið og þér líður bara vel.
Þangað til að bankinn getur ekki borgað út innistæður. Þá biður einhver um Guðsblessun og þú ert búinn að tapa þínum sparnaði eða í besta falli verður að bíða með að sækja hann. Bankinn og eignir hans er tekinn yfir af ríkinu og afhentur svo einhverjum skilanefndarlögfræðingum úti í bæ sem græða svert fyrir sig á því að braska með það sem bankinn átti útistandandi, selja kröfur á hrakvirði, rukka aðrar tapaðar inn osfrv.
Þú áttir hlutabréf í bankanum, húsunum og málverkunum sem hann var búinn að safna í hundrað ár.En þú færð bara ekkert. Engin skiptalög gilda um banka sem ríkið gerir upptækann.
Mörgum árum síðar á ríkið bankann og hann verður svo væntanlega samfélagsbanki sem þú mátt leggja spariféið þitt inn í. Einhver gæi utan úr bæ er allt í einu bankastjóri. Gefur til góðgerðamála, selur eignir til vildarvina og veitir verðlaun.Þykist vera góðviljað þjóunustufyrirtæki og bla bla. Og þú trúir og trúir.
Gamla sagan um apann sem tók að sér að skipta ostinum er í fullu gildi og lýsir bankastarfseminni að hluta til. Hinn hlutinn er sagan af vefurum keisarans sem ófu svo fallegt hýjalín að allir dáðust að.
Þannig er peningakerfið í raun og veru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3419867
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór. Einu sinni voru vöruskipti talin eðlilegur vermæta mælikvarði. Þannig er í raun hinn eðlilegi verðmæta mælikvarði enn þann dag í dag. Bankar og fl. heimsglæpafyrirtæki breyta ekki lögmálum lífsins, þó sumir yfirstjórar þeirra haldi það í sumum tilfellum.
Hagræðingin af bankapeninga-skiptimarkaðinum fór í netheimanna stjórnlausu Mammon-regluruglaranna, og við tók algjört guðleysi. Ekki undarlegt að illa gangi að koma á friði í heiminum.
Eitthvað svona spillingarbrask lögfræðinnar varðar dómstóla-ósiðmenningarinnar veginn, fyrir kristni-læknavísinda-svika-vélmenna-NASA-ræningjaverkefnin? Blekkingarverkefnin rænandi, heimsfjölmiðlanna þögguðu og óverjandi?
Mars og Tunglið leika stórt hlutverk í þessum blekkingarleik og ímyndaða raunveruleika stríðshernaðarstjóranna á toppi heimsveldis spillingarinnar.
Prestur tjáði sig um það fyrir stuttu síðan í fjölmiðli, að bændur og sjómenn ættu ekki að þurfa önnur laun en að vera þjónar svokallaðs prestaskilgreinds guðs, og þakka fyrir að fá þann heiður að þjóna þeim prestsímyndaða guði? Þessi maður minntist ekkert á að prestar ættu ekki að þurfa nein önnur laun en að vera svo heppnir að þjóna guði með verkum sínum?
Hann hlýtur að hafa gleymt að taka það fram í öllum mannlegu guðlegheitunum, þessi blessaði karlmaður og "þjónn guðs" hér á jörðinni?
Öllum getur orðið það á í messunni að gleyma, þegar verið er að telja upp réttlætingar launalausra þjóna Guðs almáttugs á jörðinni? Guð fyrirgefi þeim gleymnu og gölluðu messandi mönnum, því þeir eru auðvitað líka mannlegir og breyskir eins og allir aðrir.
Þrælahaldara-yfirmanna-bandalag sið-blindra og embættis-skólaðra jarðarsjálfboðaliða-fyrirskipandi svokallaðs viðskiptaverkanna réttlætis-"Guðs", hafa alveg týnt rótum sínum, skynsemi, næmni og jarðvistartilgangi.
Það er gífurlega sorgleg fátæktarstaða þessara fjölmörgu andlausu prédikandi yfir-pappakontórs-yfirkarlamanna heimsins. Sem eru að eigin mati alvitringar siðmenntaðra viðskipta og dómbærir á rétt á rangt í mannlegum samskiptum?
Sorglegt.
Eða það sýnist mér allavega. En ég er nú mannleg og breysk líka, svo ég get ekki dæmt aðra mannlega og breyska með réttlætanlegum hætti.
Guðsorkan góða og alheimsvitra stjórni og blessi okkur vitleysingana í öllum stéttum og löndum, hér á jarðarkringlunni bankaráns-stjórnleysisruglingslegu.
Það er ekki í mannlegu valdi einu saman lengur, að ná tökum á mennskri og siðmenntaðri stjórnun á þessu jarðargeims netpartíi.
Það hefur aldrei skaðað neinn að biðja almættisorkuna alvitru og algóðu um hjálp við vandasömu verkefnin í skóla lífsins. Í versta falli kemur ekkert út úr þeim bænum. Og þá verður bara að hafa það, og taka því sem almættið ætlar okkur, og vinna út frá því.
Að lokum óska öllum gleðilegra sumarjóla, á Jónsmessunni sólaroku-há-heilögu :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2017 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.